Tenglar

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leitar að verkefnisstjóra sem gæti hafið störf sem fyrst á skrifstofu félagsins á Ísafirði. Um er að ræða 100% starf. Meðal helstu verkefna eru viðskiptaráðgjöf til frumkvöðla, fyrirtækja og sveitarfélaga, verkefnisstýring á fjölbreyttum þróunarverkefnum í ýmsum atvinnugreinum og greining viðskiptatækifæra og gerð viðskiptaáætlana.

...
Meira

Verulega hefur dregið úr póstþjónustu í dreifbýli. Dreifingardögum var fækkað núna í vorbyrjun og ekki er langt síðan allir póstkassar voru færðir út á afleggjara svo að margir þurfa jafnvel að ganga einn til tvo kílómetra eftir póstinum. Pósturinn útvegaði þessa póstkassa, til að þurfa ekki að keyra póstinn heim að dyrum, en nýlega var tilkynnt að dreifbýlisbúar þyrftu að borga fyrir póstkassana og uppsetningu þeirra. Veruleg óánægja er með þessa þjónustuskerðingu; til dæmis má sjá það á Facebook-síðu umræðuhóps um landsbyggðarstefnu Póstsins.

...
Meira

Á vefsíðunni island.is geta kjósendur flett upp kjörskrá og fundið út hvar þeir eru á kjörskrá í forsetakosningunum laugardaginn 25. júní. Þegar slegin er inn kennitala birtist nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild. Kjósendur eru á kjörskrá í því umdæmi þar sem þeir eru skráðir með lögheimili þremur vikum fyrir kosningar, eða þann 4. júní. Flutningur lögheimilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá.

...
Meira

Matvælastofnun mun halda undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt, en krafist er að þátttakendur í gæðastýrði sauðfjárrækt hafi sótt slíkt námskeið. Námskeiðið verður haldið á Hvanneyri 20. júní. Gert er ráð fyrir að halda annað námskeið í nóvember og verður það auglýst síðar.

...
Meira
Óskar Arinbjörnsson (afi Jóns Gnarr) ávarpar forseta í tjaldinu í Djúpadal.
Óskar Arinbjörnsson (afi Jóns Gnarr) ávarpar forseta í tjaldinu í Djúpadal.
1 af 3

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson fór ásamt Guðrúnu Katrínu eiginkonu sinni og fylgdarliði í sína fyrstu opinberu heimsókn út á land í upphafi forsetatíðar sinnar fyrir tveimur áratugum lá leiðin vestur. Fyrsti áningarstaðurinn var Bjarkalundur í Reykhólasveit. Daginn eftir var haldið áfram sem leið lá, og ummæli forsetans um vondu vegina í Austur-Barðastrandarsýslu urðu ýmsum hneykslunarhella; forsetinn ætti ekki að tjá sig um slíkt. Hann ætti bara að fara fögrum orðum um menningararfinn og landgræðslu og Jón Sigurðsson og góða veðrið og þess háttar.

...
Meira
Steypubíll puðar upp Ódrjúgsháls. Skjáskot / Stöð 2.
Steypubíll puðar upp Ódrjúgsháls. Skjáskot / Stöð 2.

Vegamálastjóri vonast til að endurskoðun umhverfismats vegna vegarlagningar um Teigsskóg við Þorskafjörð í Reykhólahreppi ljúki núna í sumar og verkið verði boðið út fyrir áramót. „Það er nýbúið að senda fyrstu drög að nýrri skýrslu til Skipulagsstofnunar til skoðunar. Við erum að vonast til þess að það verði í sumar sem því formlega ferli lýkur, vonandi með jákvæðri niðurstöðu. Ef allt gengur eftir, sem við höfum verið að vonast eftir, þá væri hægt að fara af stað með það verkefni í framkvæmdum strax næsta vor,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

...
Meira
6. júní 2016

Grettislaug lokuð um tíma

Grettislaug / ÁG.
Grettislaug / ÁG.

Vegna venjubundinnar vorhreinsunar og viðhalds er Grettislaug á Reykhólum lokuð fram eftir mánuðinum. Jafnframt skal hér minnt á, að enn vantar starfsmann við laugina í sumar.

...
Meira

Fundi í sveitarstjórn Reykhólahrepps, sem samkvæmt meginreglunni átti að vera núna á fimmtudag (annan fimmtudag mánaðarins), hefur verið frestað um viku. Hann verður því fimmtudaginn 16. júní.

...
Meira

Landssamtök sauðfjárbænda hafa um nokkurra missera skeið unnið með stjórnvöldum og ýmsum sérfræðingum, samtökum og stofnunum að því að auðvelda heimaframleiðslu á sauðfjárbúum og ýta þar með undir nýsköpun og virðisaukningu heima á búum. Samtökin hafa fyrst og fremst beint sjónum sínum að sauðamjólk, en einnig annarri framleiðslu. Þá vinnur Markaðsráð kindakjöts að því að upprunamerkja allar afurðir sem standa erlendum ferðamönnum til boða og eru sannarlega úr íslenskum sauðfjárafurðum.

...
Meira

Ekki náðist að klára vinnu og samþykkja búvörusamningana á Alþingi fyrir þingfrestun. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að stefnt sé að því að samþykkja samningana fyrir kosningar, á haustþingi sem hefst 15. ágúst. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir það mikil vonbrigði að þingið hafi ekki klárað málið og það setji greinina í óvissu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30