Svartur dagur hjá Flateyjarkirkju
„Strax varð ljóst að einhver óboðinn gestur hafði dvalið næturlangt í kirkjunni. Farið hafði verið upp á kirkjuloftið, ábreiðunni af kirkjuorgelinu verið svipt af, opnaðar dyr inn í klukknaportið, fótspor í gluggakistu eftir hinn óboðna gest þegar hann reyndi að klifra upp í predikunarstólinn, útbrunnar eldspýtur á altari kirkjunnar og niðurbrunnin kerti. Rusl á gólfi, óhreinindi eftir skítuga skó og önnur ummerki mannaferða. Svo sannarlega var aðkoman ljót, og kom illa við Magnús bónda, sem jafnan ber hag kirkjunnar fyrir brjósti. Læsti hann snarlega kirkjunni og hefur hún verið læst síðan þetta ljóta atvik kom upp.“
...Meira