Tenglar

Flateyjarkirkja. Klausturhólar vinstra megin. Bókhlaðan í hvarfi við kirkjuna. Ljósm. flatey.com.
Flateyjarkirkja. Klausturhólar vinstra megin. Bókhlaðan í hvarfi við kirkjuna. Ljósm. flatey.com.

„Strax varð ljóst að einhver óboðinn gestur hafði dvalið næturlangt í kirkjunni. Farið hafði verið upp á kirkjuloftið, ábreiðunni af kirkjuorgelinu verið svipt af, opnaðar dyr inn í klukknaportið, fótspor í gluggakistu eftir hinn óboðna gest þegar hann reyndi að klifra upp í predikunarstólinn, útbrunnar eldspýtur á altari kirkjunnar og niðurbrunnin kerti. Rusl á gólfi, óhreinindi eftir skítuga skó og önnur ummerki mannaferða. Svo sannarlega var aðkoman ljót, og kom illa við Magnús bónda, sem jafnan ber hag kirkjunnar fyrir brjósti. Læsti hann snarlega kirkjunni og hefur hún verið læst síðan þetta ljóta atvik kom upp.“

...
Meira

Fundi í sveitarstjórn Reykhólahrepps, sem samkvæmt meginreglunni átti að vera annan fmmtudag mánaðarins, hefur aftur verið frestað um viku. Hann verður því fimmtudaginn 23. júní.

...
Meira
Ljósm. Kjarninn.
Ljósm. Kjarninn.

Formenn nokkurra stærstu aðildarfélaga Bændasamtaka Íslands (BÍ); Landssambands kúabænda, sauðfjárbænda, garðyrkjubænda og kartöflubænda, taka allir heilshugar undir orð formanns BÍ vegna harðorðrar umsagnar Samkeppniseftirlitsins um búvörusamningana. Allir undirstrika að samningarnir séu undirritaðir og ekki komi til greina að endurskoða veigamikil atriði án þess að fara aftur í samningaferli. Þeir lýsa yfir áhyggjum af stjórnsýslunni og velta upp spurningu um hvort fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra hafi verið umboðslausir þegar þeir skrifuðu undir.

...
Meira
Staðarhólskirkja / hþm.
Staðarhólskirkja / hþm.

Fjölskyldumessa verður í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 17 í kvöld, mánudag. „Þá ætlum við að koma saman og eiga góða stund, syngja og leika okkur!“ segir sr. Hildur Björk Hörpudóttir sóknarprestur og sendir sólarkveðjur. Pylsur og djús á eftir í boði Staðarhólssóknar. Allir velkomnir!

...
Meira
Dalli með litlu Glæðisbrúsana.
Dalli með litlu Glæðisbrúsana.

Núna eru fimmtán ár síðan lífræni gróðuráburðurinn Glæðir var settur á almennan markað, en nokkur ár þar á undan hafði höfundurinn Guðjón D. Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum unnið að þróun, tilraunum og rannsóknum í samvinnu við fagmenn í garðyrkju þangað til rétta blandan taldist vera fundin. „Glæðir er áburður sem ég hef tekið ástfóstri við. Ég notaði vökvann fyrst 1998 þegar ég var ræktunarstjóri hjá Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá á árunum 1997-2000. Dalli kom á þeim árum með 20 lítra dunk og bað mig að prófa. Ég vökvaði skógarplöntur og trjáplöntur í pottum og þær urðu frískari við áburðargjöfina,“ segir Auður Ingibjörg Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri.

...
Meira

Kjördeild í Reykhólahreppi við forsetakjörið 25. júní verður á skrifstofu hreppsins að Maríutröð 5a á Reykhólum og stendur kjörfundur kl. 10-18. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofunni. Jafnframt getur fólk fundið hér fyrir neðan hvar það er á kjörskrá og hverjir hafa kosningarétt.

...
Meira

Borist hefur auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í umdæmi Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní. Í Reykhólahreppi verður hún mánudaginn 20. júní kl. 14-15 í frystihúsinu í Flatey og miðvikudaginn 22. júní kl. 18-19 á skrifstofu Reykhólahrepps á Reykhólum og Dvalarheimilinu Barmahlíð. Jafnframt er hún hvern virkan dag á venjulegum afgreiðslutíma á skrifstofum embættisins í Bolungarvík, á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.

...
Meira
Frá Bátadögum 2015. Myndina tók Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur).
Frá Bátadögum 2015. Myndina tók Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur).

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum í samvinnu við Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum gengst nú fyrir hátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði í níunda sinn þann 2. júlí. Eigendur trébáta eru hvattir til að mæta með báta sína. Í ár er gert ráð fyrir þægilegri og stuttri dagleið þannig að litlir bátar ættu ekki að eiga í neinum vandræðum að vera með.

...
Meira
Reykhólakirkja / hþm.
Reykhólakirkja / hþm.

Aðalsafnaðarfundur Reykhólasóknar verður haldinn í Reykhólakirkju á þriðjudag, 14. júní, og hefst kl. 20. Dagskrá:

...
Meira
Margrét Gísladóttir.
Margrét Gísladóttir.

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Margrétar Gísladóttur sem framkvæmdastjóra LK frá næstu mánaðamótum, en þá mun Baldur Helgi Benjamínsson láta af störfum eftir 10 ár hjá LK. Margrét er menntaður almannatengill og markþjálfi og hefur víðtæka reynslu í stjórnun og ráðgjöf á sviði upplýsinga- og kynningarmála.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30