Tenglar

Kötturinn Eldibrandur.
Kötturinn Eldibrandur.

Kötturinn á myndinni er hann Eldibrandur, sem kom eins og svo oft áður með eigendum sínum í helgarheimsókn á Reykhóla á föstudaginn fyrir viku og dvaldist með sínu fólki í Læknishúsinu (Hellisbraut 2). „Annað hvort hefur Eurovision farið svona öfugt í hann eða hann bara ákveðið að leika á okkur til að framlengja dvölina,“ segir Una Ólöf Gylfadóttir.

...
Meira
List á Vestfjörðum, forsíða nýjasta heftisins.
List á Vestfjörðum, forsíða nýjasta heftisins.

Félag vestfirskra listamanna heldur Listamannaþing sitt í Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð núna á laugardaginn kl. 13-15.30. Þingið hefur verið haldið á hverju ári síðustu árin en er núna á Ströndum í fyrsta sinn. Þetta er mannfagnaður fyrir öll skilningarvit; fróðleikur, skemmtan, fjöruferð og kaffidrykkja í hæfilegum hlutföllum. Allir eru hjartanlega velkomnir, listafólk, ferðaþjónar, fræðimenn, sveitarstjórnarmenn, allir íbúar Vestfjarða og annað gott fólk sem áhuga hefur.

...
Meira

Fjöldi sveitunga og lengra að kominna (þar á meðal fyrrverandi sveitunga) komu á opna húsið hjá Guðbjörgu og Sveini Borgari í nýstandsettu gistiheimilinu þeirra á Reykhólum á sunnudag. Léttar veitingar voru á borðum og góð stemmning í húsinu allt fram í rauðarökkur.

...
Meira
Café Riis við Hafnarbraut á Hólmavík.
Café Riis við Hafnarbraut á Hólmavík.

Dagskrá sem ber yfirskriftina Þjóðfræðisprell verður á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík snemma núna á föstudagskvöld, 20. maí. Húsið verður opnað kl. 17.30 en dagskráin byrjar hálftíma síðar. Allir sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomnir í fjörið. Það eru Kristín Einarsdóttir stundakennari í þjóðfræði við Háskóla Íslands, sem er að flytja á Strandir, og nokkrir þjóðfræðinemar, sem standa fyrir sprellinu, þar sem fróðlegar og skemmtilegar kynningar tengdar þjóðfræði eru á dagskránni. Einnig er hlaðborð á vegum Café Riis á boðstólum, söngur og sprell, eftirhermukeppni, nikkuleikur og fleira skemmtilegt.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara. Annars vegar vantar umsjónarkennara með miðstigi. Um er að ræða kennslu í bóklegum greinum, íslensku, stærðfræði, samfélagsfræði, upplýsingamennt o.fl. Hins vegar vantar verkgreinakennara. Um er að ræða kennslu í smíði, myndmennt og heimilisfræði.

...
Meira
Myndirnar tók hþm.
Myndirnar tók hþm.
1 af 16

Áður en aðrir gestir komu á opna húsið á Reykhólum sem Sveinn Borgar og Guðbjörg buðu til á sunnudagskvöldið var tækifærið notað að taka myndir þar innanstokks, bæði á hæðinni og niðri í kjallara. Þar má sjá einhvern ávæning af því sem búið er að framkvæma síðustu mánuði. Myndirnar eru birtar hér holt og bolt, án frekari skýringa, og ekki er annað fólk þar að sjá en Guðbjörgu og Svein þar sem þau höfðu tyllt sér niður í setustofunni.

...
Meira
KM-þjónustan í Búðardal stillir upp fyrstu bleiku heyrúllunum.
KM-þjónustan í Búðardal stillir upp fyrstu bleiku heyrúllunum.

Í sumar munu bleikar heyrúllur skreyta tún bænda um allt land í fyrsta sinn. Þetta uppátæki tengist átaki bænda, dreifingaraðila og framleiðanda heyrúlluplasts að minna á árvekni um brjóstakrabbamein og styrkja um leið málefnið. Framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur  leggja fram andvirði um einnar evru hver eða samtals 425 krónur af hverri seldri bleikri plastrúllu, sem dugar á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafið er sexfalt. Andvirði söfnunarfjárins rennur til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

...
Meira

Til eru æði margar áhugaverðar rannsóknir á atferli kúa. Ein þeirra er rannsókn kanadískra vísindamanna á beitarhegðun mjólkurkúa. Í Kanada hafa verið gerðar margar rannsóknir á því hvernig gripir hegða sér. Vísindamenn þar eru framarlega í því að meta hve mikið kýr eru tilbúnar að vinna fyrir ákveðnum hlutum og með því er metið hversu mikils virði fyrir kýrnar viðkomandi tilboð er. Þetta er t.d. gert með því að setja upp hömlur á leið þeirra frá einum stað til annars og svo er fylgst með því hve lengi þær standa í því að fara um t.d. erfiða leið að áfangastað.

...
Meira

Síðasti skóladagurinn í Reykhólaskóla á þessu vori verður á miðvikudag og lýkur honum nokkru fyrr en venjulega. Eftir hádegið fara nemendur í 5.-7. bekk í skólaferðalag á Snæfellsnes. Stefnt er að því að næsta dag fari svo nemendur í 1.-4. bekk í skólaferðalag til Hólmavíkur og nágrennis. Skólaslit verða í Reykhólakirkju kl. 20 á fimmtudag í næstu viku, 26. maí. Síðan verður nemendum og foreldrum þeirra og forráðamönnum boðið í kaffi í skólanum.

...
Meira
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur.
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur.

Breiðfirðingurinn Árni Björnsson þjóðháttafræðingur (fyrrverandi ritstjóri Breiðfirðings), verður 85 ára á komandi vetri. Af því tilefni er ætlunin að gefa út safn greina eftir hann undir heitinu Í hálfkæringi og alvöru. Um er að ræða greinar um ýmis efni, sem liggja utan þess sem Árni er þekktastur fyrir. Fólk sem vill gerast áskrifendur er beðið að láta Breiðfirðingafélagið vita á næstunni.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30