Tenglar

23. desember 2015

Fremur léleg viðkoma rjúpna

Hæst var hlutfall unga á Vesturlandi.
Hæst var hlutfall unga á Vesturlandi.

Viðkoma rjúpunnar virðist almennt hafa verið fremur léleg á þessu ári, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr aflestri vængja af rjúpum sem veiddar voru í haust. Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur lesið úr rjúpnavængjum sem stofnuninni hafa borist undanfarin ár. Þessar upplýsingar eru mikilvægur þáttur í vöktun íslenska rjúpnastofnsins. Nú er búið að greina 1.255 vængi af nýlega veiddum rjúpum. Af þeim voru 368 vængir af fullorðnum fuglum en 887 af ungfuglum.

...
Meira
Ein myndanna í dagatalinu fyrir 2016.
Ein myndanna í dagatalinu fyrir 2016.

Stundum á fyrri tíð héldu sumir karlar, man ég var, að kvenfélög væru klúbbar þar sem konur sætu bara með prjónana og drykkju kaffi og kjöftuðu um náungann. Gott ef það kom ekki fyrir að þeir fyndu til afbrýðisemi og höfnunarkenndar. En trúlega var ekkert hæft í slíku hjá þeim. Svo vill til, að sá er þetta skrifar fylgist nokkuð vel með starfinu í Kvenfélaginu Kötlu í Reykhólahreppi, eini karlinn með aðgang að lokuðum hópi þess á Facebook. - Er það ekki annars næsta stigið á undan því að verða fullgildur félagi? Varla hægt að segja félagskona í þessu tilviki ...

...
Meira

Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árin 2016-2019, sem samþykkt var samhljóða eftir seinni umræðu á síðasta fundi sveitarstjórnar, er komin hér inn á vefinn í pdf-skjali. Hana má sækja undir Stjórnsýsla - Ársreikningar og áætlanir í valmyndinni vinstra megin á síðunni. Athugið að þeim síðum sem eru upp á rönd má snúa rétt með einum smelli.

...
Meira
22. desember 2015

Áskorun til stjórnvalda

Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum, SASV, skorar á stjórnvöld að bretta nú upp ermar og láta verkin tala í uppbyggingu raforkukerfisins á Vestfjörðum, nú 31 ári eftir þau fögru fyrirheit sem gefin voru í þeim efnum árið 1984. Tækifærin eru til staðar, bæði áhugi fyrirtækja til frekari atvinnuuppbyggingar og vilji fólks til að flytjast búferlum vestur, bjóðist ásættanleg lífsgæði og tækifæri til framtíðarbúsetu. Það er óásættanlegt að stjórnvöld dragi lengur að skapa Vestfjörðum sömu aðstæður og þær sem aðrir landshlutar hafa búið við í áratugi.

...
Meira

Hólabúð á Reykhólum verður lokuð kl. 12-14 á Þorláksmessu vegna skötuveislu Lions. Um kvöldið verður opið kl. 20-22 en þá bjóða þau Ása og Reynir fólki að koma í jólaávæning - jólaglögg, piparkökur og fleira. Annars er afgreiðslutíminn í Hólabúð þessi fram yfir áramót:

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður opin að venju kl. 13-16 á Þorláksmessu og á sama tíma miðvikudaginn 30. desember. Vegna framkvæmda á skrifstofu Reykhólahrepps verður afgreiðsla bankans lokuð fram eftir janúarmánuði en opið verður á ný mánudaginn 25. janúar kl. 13-16.

...
Meira
22. desember 2015

Svikin dýrkeypt

Þorskur / Wikipedia.
Þorskur / Wikipedia.

Í janúar verða liðin 19 ár frá því Hrönn hf. rann inn í Samherja hf. Þá hvarf Guðbjörg ÍS úr flota vestfirskra skipa. Þá var kvóti skipsins um 3.400 þorskígildistonn, en hafa ber í huga að það fiskveiðiár var aðeins 130 þúsund tonnum af þorski úthlutað á aflamarksskip. Síðan hefur kvótinn verið mun meiri í 15 ár en þá var.

...
Meira

Reykhóladeild Lionsklúbbs Búðardals heldur sína árlegu skötuveislu í borðsal Reykhólaskóla á Þorláksmessu kl. 12-14. Boðið verður upp á vel kæsta alvöru skötu fyrir „fullorðna“ og saltfisk fyrir byrjendur og bæði hnoðmör og hamsatólg. Verð kr. 2.500 nema fyrir tólf ára og yngri sem fá góðmetið á þúsundkall.

...
Meira
21. desember 2015

Bera saman epli og appelsínur

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins.
Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambandsins.

Sértækar aðgerðir eins og þær sem ríkisstjórnin samþykkti fyrir Norðurland vestra fyrir helgi kalla á skýrari aðferðafræði í byggðamálum, segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi fimmtán verkefni svokallaðrar Norðvesturnefndar til að bregðast við neikvæðri byggðaþróun á Norðurlandi vestra. Aðalsteinn segir að stefna stjórnvalda sé ekki skýr: „Maður sér ekki alveg hvaða aðferðafræði stjórnvöld ætla að beita í byggðamálum, er það með svona beinum, miðstýrðum aðgerðum eða ætla menn að efla landsvæðin í að taka ákvarðanir á eigin forsendum og fylgja því eftir?“

...
Meira
20. desember 2015

Mæðgin og meistarapróf

Áslaug og Ásbjörn með ritgerðirnar.
Áslaug og Ásbjörn með ritgerðirnar.
1 af 2

Væntanlega er ekki algengt að mæðgin ljúki meistaraprófi frá Háskóla Íslands á nánast sama tíma. Þau Ásbjörn Egilsson og Áslaug Berta Guttormsdóttir móðir hans á Mávavatni á Reykhólum gerðu þetta samt núna í sumar og haust og bæði með mjög lofsamlegum vitnisburði. Ásbjörn brautskráðist 20. júní með MS-próf á verkfræði- og náttúruvísindasviði, Áslaug brautskráðist 24. október með MA-próf á menntavísindasviði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30