Fremur léleg viðkoma rjúpna
Viðkoma rjúpunnar virðist almennt hafa verið fremur léleg á þessu ári, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr aflestri vængja af rjúpum sem veiddar voru í haust. Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur lesið úr rjúpnavængjum sem stofnuninni hafa borist undanfarin ár. Þessar upplýsingar eru mikilvægur þáttur í vöktun íslenska rjúpnastofnsins. Nú er búið að greina 1.255 vængi af nýlega veiddum rjúpum. Af þeim voru 368 vængir af fullorðnum fuglum en 887 af ungfuglum.
...Meira