Tenglar

Nú er í annað skipti auglýst eftir styrkumsóknum til Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, sem rekinn er innan vébanda sóknaráætlunar landshlutans og er í umsjón Fjórðungssambands Vestfirðinga. Uppbyggingarsjóður veitir styrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar, auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarstofnana. Sjóðurinn varð til með samningi ríkis og Fjórðungssambands Vestfirðinga um Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019, sem undirritaður var 10. febrúar 2015. Frestur fyrir umsóknir er til föstudagsins 22. janúar.

...
Meira
Lið Reykhólahrepps: Ólína Kristín, Kristján Gauti og Guðjón Dalkvist.
Lið Reykhólahrepps: Ólína Kristín, Kristján Gauti og Guðjón Dalkvist.

Fyrstu umferðinni í Útsvari er nýlokið. Dregið hefur verið hvaða lið lenda saman í annarri umferð og mætast þar lið Reykhólahrepps og Reykjavíkurborgar, fámennasta sveitarfélagsins í keppninni og þess fjölmennasta (270 íbúar á móti 122.000). Hvað víðerni varðar er Reykhólahreppur hins vegar miklu stærri (1.090 ferkílómetrar á móti 273). Hvorugt skiptir þó máli þegar á hólminn er komið. Keppni þessara liða fer fram á bóndadaginn, fyrsta dag þorra, 22. janúar.

...
Meira
Fólk æfði sig hvert á öðru.
Fólk æfði sig hvert á öðru.
1 af 2

„Ég þakka kærlega fyrir skemmtilega samverustund á Reykhólum á fimmtudag og föstudag. Reyndar var ég svo heppin að „eiginlega verða veðurteppt“ og gat því notið sveitarinnar fram á sunnudag,“ segir Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur (frá Reykhólum og Miðjanesi) í léttu tilskrifi. Hún kom og var með námskeið í skyndihjálp á vegum Auðnast fyrir starfsfólk Reykhólahrepps og Þörungaverksmiðjunnar.

...
Meira
Konnakot er að Hverfisgötu 105, 2. hæð. Mynd: Google Maps.
Konnakot er að Hverfisgötu 105, 2. hæð. Mynd: Google Maps.
1 af 2

Barðstrendingafélagið hefur ákveðið að auðvelda félagsmönnum að halda gleðileg jól í faðmi fjölskyldu og vina með sérstöku 15.000 króna jólatilboði á leiguverði Konnakots í Reykjavík fram að þrettándanum, 6. janúar. Að öðru leyti er salurinn til almennrar útleigu eins og verið hefur, óháð tengslum við Barðstrendingafélagið.

...
Meira
Kristín Þorsteinsdóttir. Myndin er fengin á Facebooksíðu hennar.
Kristín Þorsteinsdóttir. Myndin er fengin á Facebooksíðu hennar.

Ísfirðingurinn Kristín Þorsteinsdóttir kom heim frá EM á Ítalíu í sundi einstaklinga með Downs-heilkenni sem fimmfaldur Evrópumeistari. Hún setti tvö heimsmet og átta sinnum Evrópumet. Eftir fyrra heimsmetið knúsaði hún mömmu sína og sagði við hana í geðshræringu: Takk fyrir að eignast mig. Óafvitandi hitti Kristín Þorsteinsdóttir naglann beint á höfuðið. Það er ekki sjálfsagt mál að fóstur með Downs-heilkenni fái að þroskast og fæðast.

...
Meira

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna frestast lögboðinn fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem halda átti núna á fimmtudag, 10. desember, fram til þriðjudagsins 15. desember kl. 16.30.

...
Meira

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi stóð vaktina í fárviðri næturinnar. Ekki er vitað um neitt tjón eða vandræði í héraðinu vegna veðursins. „Það kom ekkert upp á nema að hurðin á kirkjunni opnaðist,“ segir Ágúst Már Gröndal, ritari björgunarsveitarinnar.

...
Meira
Veðrið mikla nálgast. Vindar í beinni: Skjáskot kl. 14.
Veðrið mikla nálgast. Vindar í beinni: Skjáskot kl. 14.

Í tilefni aðsteðjandi stórviðris skal minnt á veðurtenglana sem fyrir stuttu voru settir í dálkinn hér hægra megin. Þar er hægt að fylgjast með færð og veðri á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar og jafnframt er hægt að fylgjast með vindum undir tenglinum Vindar í beinni, sem hefur verið þarna um nokkurt skeið.

...
Meira
Af vefnum timarit.is.
Af vefnum timarit.is.

Þennan dag fyrir 79 árum, 7. desember 1936, rigndi síld í Bjarneyjum á Breiðafirði og þótti tíðindum sæta. Bæði Alþýðublaðið og Vísir greindu frá þessu nánast samhljóða sama daginn fjórum vikum seinna eða 4. janúar 1937 og vitnuðu í fréttaritara útvarpsins í Flatey. Ætla má að þá hafi alveg nýlega verið sagt frá þessu í útvarpinu, en fréttaflutningur á þeim tíma var vissulega ekki eins hraður og núna. Skýringin á þessari síld af himnum ofan var rakin til óvenjulegs veðurfyrirbæris.

...
Meira
Ein af línum Orkubúsins / ov.is.
Ein af línum Orkubúsins / ov.is.

Í ljósi vondrar veðurspár má búast við truflunum á rafmagni í kvöld og til morguns. Spáð er ofsaveðri eða jafnvel fárviðri og er vaxandi vindálag á línur í Vestfjörðum í kvöld og viðvarandi til morguns. Hjá Orkubúi Vestfjarða hefur verið farið yfir allan viðbúnað og er hann eins góður og kostur er, segir í tilkynningu. Gangi veðurspá eftir geta línur slitnað og staurar brotnað. Í þéttbýli er nægjanlegt varaafl fyrir raforkukerfið, en bili rafmagnslínur í dreifbýlinu mega notendur búast við að vera án rafmagns þar til unnt er að komast til viðgerða, sem samkvæmt veðurspá verður vart fyrr en síðdegis á morgun.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30