Tenglar

Vísir 21. apríl 1965. Auglýsingin birtist líka í Morgunblaðinu sama dag.
Vísir 21. apríl 1965. Auglýsingin birtist líka í Morgunblaðinu sama dag.
1 af 2

„Þið hugsið allt í pólitík. Annars stendur til að við endurreisum Reykhólafélagið. Það verður eins konar ríki í ríkinu, eða kannski keppinautur Frímúrarareglunnar. Þegar Reykhólafélagið hefur verið endurreist verður ómögulegt að vita hver stjórnar landinu.“

...
Meira
Ennþá liggur ekki fyrir hvort þessir koma ellegar einhverjir af bræðrum þeirra. Ljósmynd: Wikipedia.
Ennþá liggur ekki fyrir hvort þessir koma ellegar einhverjir af bræðrum þeirra. Ljósmynd: Wikipedia.

Jólaball Kvenfélagsins Kötlu verður með hefðbundnum hætti í íþróttahúsinu á Reykhólum á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14. Allir eru velkomnir, ungir og gamlir og allt þar á milli, og gaman þætti kvenfélagskonum að sjá sem flesta. Aðgangur er ókeypis eins og verið hefur. Dansað verður kringum jólatréð við undirleik Steinunnar Ó. Rasmus og Lovísa Ósk Jónsdóttir syngur. Jólasveinar koma í heimsókn og verða með eitthvað í pokunum, kannski mandarínur ofan úr Vaðalfjöllum og fleira. Í boði kvenfélagsins verður á borðum kaffi ásamt ríkulegu meðlæti, svo sem tertum af ólíku tagi, skúffukökum, brauðréttum og smákökum, kexi og ostum. Allt heimabakað og heimagert nema kexið og ostarnir.

...
Meira
25. desember 2015

„Á fornum Reykjahólum“

Séra Þórarinn Þór.
Séra Þórarinn Þór.
1 af 5

Séra Þórarinn Þór var prestur á Reykhólum í liðlega tvo áratugi. Hann lauk guðfræðiprófi 1948 og vígðist það ár til Reykhólaprestakalls og þjónaði því brauði til 1969. Þá fluttist hann til Patreksfjarðar og var þar sóknarprestur fram til ársins 1989, að hann lét af embætti vegna heilsubrests. Sr. Þórarinn var prófastur Barðastrandarprófastsdæmis frá 1960. Hér fyrir neðan er samantekt sem hann skrifaði og birtist í jólablaði Vesturlands árið 1973 eða fyrir liðugum fjórum áratugum, nokkrum árum eftir að hann fluttist frá Reykhólum til Patreksfjarðar. Í sérlega þjálli og fróðlegri grein sinni kemur séra Þórarinn víða við í sögu kirkna og presta á Reykhólum og víðar í prestakallinu. Jafnframt víkur hann að líðandi stund í héraðinu og framtíð þess.

...
Meira
Ólína í Læknishúsi við afgreiðslu í pósthúsinu í Flatey sumarið 2007. Ljósm. hþm.
Ólína í Læknishúsi við afgreiðslu í pósthúsinu í Flatey sumarið 2007. Ljósm. hþm.

Útvarpsþáttur um lífið í Flateyjarhreppi, æskuna, félagslífið og fólkið, verður á Rás eitt klukkan 14 á morgun, annan dag jóla. Þáttinn gerði Heiðrún Eva Konráðsdóttir, ung kona af breiðfirskum ættum. Hún er sagnfræðingur að mennt en hefur einnig lokið meistaraprófi í hagnýtri menningarmiðlun.

...
Meira

Tumi á Reykhólum auglýsir eftir gúmmískónum sínum. Þegar hann var að búa sig til heimferðar úr skötuveislu Lions í gær og flestir farnir voru gúmmískórnir hans horfnir. Aftur á móti voru þar aðrir mörgum númerum stærri og enginn þeirra sem ófarnir voru átti þá. Tumi neyddist þess vegna til að fara heim á þessum rúmgóðu sjömílnaskóm sem tolldu mjög illa á fótunum.

...
Meira
Staðarhólskirkja / hþm.
Staðarhólskirkja / hþm.

Sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir sóknarprestur á Reykhólum fer víða um prestakall sitt í tilefni jólanna. Hátíðarguðsþjónustur verða í Gufudal, á Reykhólum, í Garpsdal, á Staðarhóli í Saurbæ og á Skarði á Skarðsströnd og helgistund verður í Barmahlíð á Reykhólum. Sjá nánar hér fyrir neðan.

...
Meira
Sparnaður upp á hundruð þúsunda fyrir kúabú af meðalstærð.
Sparnaður upp á hundruð þúsunda fyrir kúabú af meðalstærð.

„Áburður er mjög stór liður í búrekstrinum. Á móti lækkun hans kemur að bændur hafa ekki verið að fá hækkanir á launaliðnum. Það eru margir liðir sem skipta máli í búrekstrinum,“ segir Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum við Hrútafjörð og varaformaður Landssambands kúabænda, um lækkun á verði tilbúins áburðar. Sparnaður upp á hundruð þúsunda fyrir meðalkúabú felst í þeirri lækkun sem þegar liggur fyrir.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð milli jóla og nýárs, en launavinnsla fer fram á þessum tíma. Ef um áríðandi erindi er að ræða má hafa samband við sveitarstjóra í síma 896 3629. Byggingafulltrúinn verður í fríi milli hátíðanna. Skrifstofan verður opnuð á ný mánudaginn 4. janúar. Afgreiðsla bankans verður opin á venjulegum tíma miðvikudaginn 30. desember.

...
Meira
23. desember 2015

Félagsvist í Tjarnarlundi

Félagsvist verður í Tjarnarlundi í Saurbæ að kvöldi annars jóladags og hefst kl. 20. Fjöldi góðra vinninga, skemmtilegur félagsskapur. Sjoppa á staðnum en enginn posi. Aðgangseyrir kr. 700. Hlökkum til að sjá ykkur!

...
Meira

Árni og Inga í Bjarkalundi senda íbúum Reykhólahrepps og öðrum gestum hótelsins gamla við Berufjarðarvatn í Reykhólasveit bestu jóla- og nýárskveðjur. Jafnframt þakka þau fyrir samstarfið og viðskiptin á árinu sem er að kveðja.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30