Breiðfirzkur bátur á siglingu. Teikning: Eysteinn G. Gíslason.
Heyflutningur á áraskipi. Teikning: Eysteinn G. Gíslason.
Fyrir nokkrum árum var ég þar staddur sem langt að komnir ferðamenn lögðu lykkju á leið sína, þeirra erinda að skoða gamalt breiðfirzkt áraskip sem stóð í nausti, að loknu ævistarfi. Álitu þeir að Breiðfirðingar hefðu verið öðrum snjallari bátasmiðir og breiðfirzk skip borið af fyrir fallegt lag og mikla sjóhæfni. Og eftir að hafa skoðað nægju sína virtust þeir ennþá styrkari í sinni trú. Fyrir þann sem hafði trúað því í bernsku að smíði slíkra farkosta væri hámark mannlegrar verksnilli voru þetta að vísu engar stórfréttir, en þær létu þó þægilega í eyrum heimagangsins, á svipaðan hátt og það lætur í eyrum mörlandans að frétta að Friðrik hafi mátað Larsen. Það voru sem sagt fleiri en Breiðfirðingar sjálfir sem álitu að á þessu sviði hefðu þeir kunnað betur til verka en margir aðrir.
...
Meira