Tenglar

Áramótabrennan á Reykhólum verður á sama stað neðan við þorpið og venjulega. Fari svo að veður leyfi verður kveikt í kestinum klukkan hálfníu á gamlárskvöld og flugeldasýningin hafin klukkan níu. Eins og nú standa sakir tveimur sólarhringum áður eru horfurnar ekki sérlega góðar. Ef fresta þarf brennunni verður stefnt á þrettándakvöld. Ef ákveðið verður að fresta verður strax greint frá því hér á vefnum.

...
Meira
Bragi á markaðinum á Reykhólum 2013.
Bragi á markaðinum á Reykhólum 2013.
1 af 3

Þó að bráðungur sé er Bragi Jónsson frá Reykhólum formaður Hjálparsveitar skáta í Hveragerði, sem hann hefur starfað með síðustu árin. Aðspurður segist hann hafa „álpast“ til að bjóða sig fram til formennsku fyrir rúmu ári. Í sex ár og þangað til fyrir tveimur árum (2008-2013) annaðist hann flugeldasöluna hjá Björgunarsveitinni Heimamönnum og sá um flugeldasýninguna við áramótabrennuna á Reykhólum. Eftir að hann fluttist suður kom hann gagngert vestur þeirra erinda. Fyrst kom hann að flugeldasölunni á Reykhólum fyrir ellefu árum, þegar hann var sextán ára.

...
Meira
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.

Ályktun stjórnar Framfarafélags Flateyjar (FFF) sem greint var frá hér á vefnum (Vilja að sveitarstjórn endurskoði afstöðu sína) var lögð fram og rædd á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Í ályktuninni lýsir stjórn FFF yfir „miklum vonbrigðum með þá málsmeðferð sveitarstjórnar Reykhólahrepps að leggjast gegn ósk íbúa Flateyjar um að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar“. Jafnframt reifar stjórn FFF sjónarmið sín og beinir spurningum til sveitarstjórnar. Í svari sveitarstjórnar til stjórnar Framfarafélagsins eru einstakir efnisþættir ræddir og spurningum svarað. Í svarbréfinu kemur fram mikill vilji til þess að sinna hagsmunum Flateyinga sem best. Eftir að fjallað hefur verið um einstakar spurningar frá stjórn FFF segir í svarbréfinu:

...
Meira

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi, sem er eins og venjulega í húsi sveitarinnar að Suðurbraut 5 á Reykhólum (beint á móti gámasvæðinu), verður opin fyrir þessi áramót sem hér segir:

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans á Reykhólum verður opin að venju kl. 13-16 á miðvikudag. Vegna framkvæmda á skrifstofu Reykhólahrepps verður hún síðan lokuð fram eftir janúarmánuði. Opið á ný mánudaginn 25. janúar kl. 13-16.

...
Meira
Stilla úr myndinni.
Stilla úr myndinni.
1 af 2

Íslenska heimildamyndin Ferðin heim, smásögur úr Árneshreppi, sem fjallar um mannlífið og náttúruna í einu afskekktasta héraði landsins, verður í Sjónvarpinu kl. 20.20 annað kvöld, þriðjudag. Í þessari klukkustundarlöngu mynd leiðir María Guðmundsdóttir ljósmyndari áhorfendur inn í daglegt líf fólks í Árneshreppi á Ströndum á árunum 2009-2014. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur tók flest viðtölin í myndinni en Anna Dís Ólafsdóttir gerði handritið.

...
Meira

Hólabúð á Reykhólum gefur konfektkassa í vinning fyrir rétta ráðningu á spánnýrri myndagátu tengdri héraðinu. Þ.e.a.s. ef einhver nennir að glíma við hana! Lausnir berist fyrir áramót, þ.e. fyrir miðnætti á gamlárskvöld. Dregið verður úr réttum lausnum ef einhverjar verða og niðurstaðan birt hér á vefnum þegar nýja árið er gengið í garð.

...
Meira
Breiðfirzkur bátur á siglingu. Teikning: Eysteinn G. Gíslason.
Breiðfirzkur bátur á siglingu. Teikning: Eysteinn G. Gíslason.
1 af 3

Fyrir nokkrum árum var ég þar staddur sem langt að komnir ferðamenn lögðu lykkju á leið sína, þeirra erinda að skoða gamalt breiðfirzkt áraskip sem stóð í nausti, að loknu ævistarfi. Álitu þeir að Breiðfirðingar hefðu verið öðrum snjallari bátasmiðir og breiðfirzk skip borið af fyrir fallegt lag og mikla sjóhæfni. Og eftir að hafa skoðað nægju sína virtust þeir ennþá styrkari í sinni trú. Fyrir þann sem hafði trúað því í bernsku að smíði slíkra farkosta væri hámark mannlegrar verksnilli voru þetta að vísu engar stórfréttir, en þær létu þó þægilega í eyrum heimagangsins, á svipaðan hátt og það lætur í eyrum mörlandans að frétta að Friðrik hafi mátað Larsen. Það voru sem sagt fleiri en Breiðfirðingar sjálfir sem álitu að á þessu sviði hefðu þeir kunnað betur til verka en margir aðrir.

...
Meira
Bingó! / Wikipedia.
Bingó! / Wikipedia.

Nemendafélag Reykhólaskóla verður með bingó í borðsal skólans kl. 17 á þriðjudagskvöld. Bingóhaldið er liður í fjáröflun fyrir Danmerkurferð nemenda 7.-9. bekkjar í sumar. Spjaldið kostar 500 krónur. Frábærir vinningar í boði. Allir velkomnir.

...
Meira
Matthías Jochumsson frá Skógum.
Matthías Jochumsson frá Skógum.

Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði var löngum leitandi í trúarefnum og fór nokkuð sínar eigin leiðir. Fyrir réttum hundrað árum ritaði hann hugleiðingar sem birtust í Akureyrarblaðinu Íslendingi á aðfangadag 1915 undir fyrirsögninni Husein Ali, Messías Persa. Vefnum hefur borist grein um þessar hugleiðingar séra Matthíasar sem Bridget Ýr McEvoy og Böðvar Jónsson skrifa undir fyrirsögninni Jólahugvekja Matthíasar Jochumssonar. Böðvar hefur um árabil verið einn af umsjónarmönnum Skóga og ötull skógræktar- og landgræðslumaður þar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30