Tenglar

1 af 14

Árbók Barðarstrandarsýslu fyrir árið 2015 er nýkomin út. Þetta er 26. árgangur ritsins, sem Sögufélag Barðastrandarsýslu gefur út. Tveir af efnisþáttunum eru langsamlega viðamestir: Annars vegar samantekt Finnboga Jónssonar frá Múla á Skálmarnesi um kirkju á Múla að fornu og nýju, hins vegar frásögn Þórðar Jónssonar á Látrum (1910-1987) um ævintýraferðina þegar björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen var sóttur til Gautaborgar vorið 1956, en Þórður var mótoristi í þeirri ferð. Ólafur B. Thoroddsen bjó frásögn Þórðar til prentunar og ritar inngang.

...
Meira
Æðarkolla á hreiðri í manngerðu skjóli. Ljósm. Ása Björg Stefánsdóttir 2013.
Æðarkolla á hreiðri í manngerðu skjóli. Ljósm. Ása Björg Stefánsdóttir 2013.

Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, tímarits Hins íslenska náttúrufræðifélags, er mjög ítarleg ritrýnd fræðigrein um breytingar á fjölda æðarhreiðra á Íslandi. Höfundar eru líffræðingarnir Jón Einar Jónsson, Þórður Örn Kristjánsson, Árni Ásgeirsson og Tómas G. Gunnarsson. Safnað var saman árlegum hreiðurtalningum æðarbænda til að rannsaka breytingar á fjölda æðarhreiðra í 40 æðarvörpum. Lengsta gagnaröðin náði 101 ár aftur í tímann en þær stystu tóku til sex ára. Rannsakaðar voru breytingar eftir tímabilum og landshlutum.

...
Meira
Strandamenn og Reykhólahreppsbúar léku sér saman á skíðum við Hríshól á liðnum vetri.
Strandamenn og Reykhólahreppsbúar léku sér saman á skíðum við Hríshól á liðnum vetri.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á síðasta fundi að styrkja Skíðafélag Strandamanna með 100 þúsund króna framlagi vegna uppbyggingar á skíðaskála í Selárdal við Steingrímsfjörð. Samskipti skíðafólks á Ströndum og í Reykhólahreppi hafa farið vaxandi á síðustu árum.

...
Meira
Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).
Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps fyrr í vikunni voru Karl Kristjánsson og Ágúst Már Gröndal kosnir í svæðisskipulagsnefnd og Áslaug B. Guttormsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir til vara. Hér er um að ræða nýja sameiginlega nefnd Reykhólahrepps, Dalabyggðar og Strandabyggðar. Forsagan er í stuttu máli þessi:

...
Meira
Reykhólakirkja / hþm.
Reykhólakirkja / hþm.

Sex manns sækja um embætti sóknarprests í Reykhólaprestakalli. Embættið veitist frá 1. janúar. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar, sem níu manns úr prestakallinu skipa, auk prófasts. Umsækjendur eru þessir:

...
Meira

Fulltrúar í nýstofnaða dreifbýlisnefnd Reykhólahrepps voru kosnir á fundi sveitarstjórnar í gær. Nefndinni er ætlað að fjalla um málefni sem brenna á fólki utan þéttbýlisins á Reykhólum og koma þörfum þess og sjónarmiðum á framfæri við sveitarstjórn. Eftirtalið fólk var kosið í nefndina sem fulltrúar einstakra svæða og af hálfu sveitarstjórnar:

...
Meira
16. desember 2015

Öldungaráðið fullskipað

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

Sveitarstjórnir Reykhólahrepps og Dalabyggðar samþykktu fyrir nokkru stofnun öldungaráðs Dalabyggðar og Reykhólahrepps og kusu fulltrúa sína í það. Samkvæmt erindisbréfi er ráðið sveitarstjórnunum til ráðgjafar og skulu þær hafa samráð við það um málefni eldri borgara. Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var lagt fram bréf frá formanni Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi þar sem tilkynnt var um fulltrúa þess í ráðinu. Öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps er því þannig skipað:

...
Meira

Útsvarsálagning í Reykhólahreppi vegna tekna á árinu 2016 verður 14,52% og breytist ekki milli ára. Prósentur fasteignaskatts verða einnig þær sömu og áður, sem og gjalddagar. Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili og búsetu í Reykhólahreppi greiða ekki fasteignaskatt ef árstekjur fara ekki yfir þrjár milljónir hjá einstaklingi og fjórar milljónir hjá hjónum. Þetta gildir um eina íbúð hvers gjaldanda og þarf hann að eiga þar lögheimili.

...
Meira

Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands dregur fram helstu veikleikana í byggð á Vestfjörðum. Í niðurstöðukafla skýrslunnar segir orðrétt: „Helst virðist vera ástæða til þess að hafa áhyggjur af þróun mála á Vestfjörðum.“ Það er síst ofmælt og seint verða skýrsluhöfundar sakaðir um að viðhafa stóryrði. Staðan á Vestfjörðum er grafalvarleg og einsdæmi á Íslandi.

...
Meira
1 af 2

Fyrir réttu ári kom úr prentun stórvirki Finnboga Jónssonar frá Skálmarnesmúla (og ýmissa fleiri sem lögðu hönd að verki) og Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða um Austur-Barðastrandarsýslu (núverandi Reykhólahrepp). Talið var að upplag bókarinnar væri mjög ríflega áætlað en sú varð ekki raunin. Salan hefur komið verulega á óvart og núna er ritið nær uppselt. Náðst hafa samningar við prentsmiðjuna um 50 eintök til viðbótar og er þeim lofað í næstu viku. Ekki verður meira prentað.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30