Skálmarnesmúli. Danskir landmælingamenn tóku myndina árið 1912, kirkjan í miðjum garðinum og húsin sem þarna standa eru öll horfin.
Húsið sem byggt var á Múla 1896 var á kirkjulausa tímabilinu notað sem messustaður, en messað var einnig á fleiri bæjum á nesinu.
Frá vígslu kirkjunnar 7. ágúst 1960.
Myndasíða í bókinni.
Messudagur á Múla hjá séra Braga Benediktssyni á Reykhólum í júní 1998.
Kirkjan og kirkjugarðurinn séð úr lofti. Til vinstri á myndinni mótar fyrir lögun forna bæjarhólsins með húsgrunninn frá árinu 1896 í jaðrinum.
Herra Karl Sigurbjörnsson biskup í vísitasíu á Múla 2009. Meðal annarra á myndinni eru séra Agnes M. Sigurðardóttir prófastur og séra Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur.
Björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen á björgunaræfingu, líklega um 1990.
Í ættingjagöngunni lá leiðin um Stálvík. Fólkið í fjörunni virðist örsmátt.
Torfi Bjarnason og Guðlaug Zakaríasdóttir ofar, Játvarður Jökull Júlíusson og Rósa Hjörleifsdóttir neðar.
Árbók Barðarstrandarsýslu fyrir árið 2015 er nýkomin út. Þetta er 26. árgangur ritsins, sem Sögufélag Barðastrandarsýslu gefur út. Tveir af efnisþáttunum eru langsamlega viðamestir: Annars vegar samantekt Finnboga Jónssonar frá Múla á Skálmarnesi um kirkju á Múla að fornu og nýju, hins vegar frásögn Þórðar Jónssonar á Látrum (1910-1987) um ævintýraferðina þegar björgunarbáturinn Gísli J. Johnsen var sóttur til Gautaborgar vorið 1956, en Þórður var mótoristi í þeirri ferð. Ólafur B. Thoroddsen bjó frásögn Þórðar til prentunar og ritar inngang.