Tenglar

Ingibjörg Birna sveitarstjóri afhendir Jóni lykilinn að nýja vinnubílnum.
Ingibjörg Birna sveitarstjóri afhendir Jóni lykilinn að nýja vinnubílnum.
1 af 3

Jón Þór Kjartansson á Reykhólum, sem hefur mörg undanfarin ár verið starfsmaður Áhaldahúss Reykhólahrepps, fékk nýjan vinnubíl í hendur í dag. Bíllinn er af gerðinni VW Caddy, árgerð 2011 en lítur út eins og nýr, og leysir af hólmi gamla góða Toyota Hiluxinn, sem er árgerð 1991. Þarna var því yngt upp um 20 ár.

...
Meira

Eins og endranær er sitthvað um að vera hjá Félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi og verður hér rakið það helsta sem er á döfinni. Viðburðir eru í Leifsbúð í Búðardal eða Barmahlíð á Reykhólum kl. 13.30 alla fimmtudaga í nóvember. Núna á fimmtudaginn er félagsvist í Leifsbúð, 12. nóvember er söngur og fleira í Barmahlíð, 19. nóvember er bingó í Leifsbúð og 26. nóvember er jólafundur, dagskrá í Leifsbúð. Kaffiveitingar alla dagana. Kórinn æfir alla mánudaga kl. 17. Alla þriðjudaga í nóvember býður Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal eldri borgurum í kaffisopa og spjall.

...
Meira

Stofnfundur unglingadeildar björgunarsveitarinnar Heimamanna í Reykhólahreppi verður kl. 18.30 í kvöld, mánudag, í bækistöð sveitarinnar að Suðurbraut 5. Starfið er ætlað ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára og verður í umsjá Jóhönnu Aspar Einarsdóttur og Sigrúnar Kristjánsdóttur.

...
Meira
1. nóvember 2015

Kaffihússkvöld í Barmahlíð

Efnt verður til kaffihússkvölds í Barmahlíð á Reykhólum annað kvöld, mánudag. Það er ætlað eldri borgurum og velunnurum þeirra á öllum aldri og hefst klukkan hálfátta. Allir velkomnir.

...
Meira
Reykhólar í sólarlagsglóð. Árni Geirsson.
Reykhólar í sólarlagsglóð. Árni Geirsson.

„Í vinnunni minni þarf ég að skoða nýjar hugmyndir um atvinnu. Þegar kemur að Reykhólum er mikið pælt í aðgengi að jarðvarma. Staðurinn nýtur óvenjulegra náttúrugæða þar sem vatnið er bæði heitt og ríkulegt. Nýjustu lög kveða á um að fara verði með auðlindina þannig að nýtni sé góð og mælingum skilað og miðað sé við að komandi kynslóðir njóti hennar líka. En formsatriði og nýtingarréttur eru fremur fjölbreytt flóra.“

...
Meira

Reykhólahreppur er í næstefsta sæti af íslenskum sveitarfélögum hvað snertir heildartekjur á hvern íbúa, eftir því sem fram kemur í samantekt Viðskiptablaðsins. Langhæstur er Fljótsdalshreppur með liðlega 1,9 milljónir króna en Reykhólahreppur er með 1,6 milljónir á hvern íbúa. Í Reykjavík er talan tæplega 1,1 milljón á hvern íbúa. Lægst er talan í Tjörneshreppi eða innan við hálf milljón króna. Nokkur mjög fjölmenn sveitarfélög skrapa botninn þegar mælikvarðinn tekjur á hvern íbúa er notaður. Á meðal þeirra eru Kópavogur (684.000 krónur), Hafnarfjörður (705.000 krónur), Seltjarnarnes (732.000 krónur) og Garðabær (742.000 krónur).

...
Meira

Útibú Lyfju í Búðardal verður lokað vegna talningar frá kl. 13 til 15 á mánudaginn, 2. nóvember. Eftir það eða frá kl. 15 til 17 verður síðan eingöngu opið fyrir afgreiðslu lyfja. Starfsfólkið biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

...
Meira

Hinn árlegi fjáröflunardagur Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins verður núna á laugardag, 31. október, í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 í Reykjavík. Mannfagnaðurinn hefst kl. 14 og verður margt góðra muna í boði, sem og happdrætti og kaffihlaðborð að venju.

...
Meira

Bogi Kristinsson Magnusen byggingafulltrúi Reykhólahrepps verður í fríi næstu tvær vikur. Að jafnaði er hann með viðveru og viðtalstíma á skrifstofu Reykhólahrepps á mánudögum.

...
Meira
Rjúpnaveiði er bönnuð í landareignum nokkurra jarða í Reykhólahreppi.
Rjúpnaveiði er bönnuð í landareignum nokkurra jarða í Reykhólahreppi.

Núna er fyrsta rjúpnaveiðihelgin af fjórum þetta árið en síðan er leyft að veiða rjúpu þrjá daga í senn næstu þrjár helgar. Eins og áður hafa eigendur og umráðamenn nokkurra jarða í Reykhólahreppi tilkynnt að í landareignum þeirra sé rjúpnaveiði bönnuð. Þær jarðir eru eftirtaldar að þessu sinni:

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31