Tenglar

Safnararnir á Seljanesi / skjáskot.
Safnararnir á Seljanesi / skjáskot.

Núna í sumar fóru þau Hjalti Stefánsson og Heiður Ósk Helgadóttir enn á ný um landið og ræddu við áhugafólk um gamlar dráttarvélar. Afraksturinn má finna á fjórða DVD-diskinum um dráttarvélar á Íslandi. „Safnararnir á Seljanesi í Reykhólasveit skipa stóran sess í hugum áhugamanna um dráttarvélar og loksins náðist í þá alla saman. Það hefði verið hægt að gera heilan disk bara með þeim.“

...
Meira
18. nóvember 2015

Bíldudalslestur í Barmahlíð

Logi að lesa upp úr nýju bókinni sinni.
Logi að lesa upp úr nýju bókinni sinni.

Elfar Logi Hannesson leikari og leikhússtjóri er væntanlegur á Reykhóla á morgun, fimmtudag, og ætlar að vera með „Bíldudalslestur“ í setustofunni í Barmahlíð kl. 15. Logi (eins og hann er oftast nefndur í daglegu tali) er upprunninn og uppalinn á Bíldudal, stundaði ungur leiklistarnám í Danmörku en hefur verið búsettur á Ísafirði mörg seinni árin. Þekktastur er hann fyrir Kómedíuleikhúsið sem hann stofnaði og rekur og einleikina sem hann hefur samið einn eða með öðrum og flutt víða, bæði hérlendis og erlendis. Nokkrum sinnum á undanförnum árum hefur hann komið með leiksýningar á Reykhóla, sem hafa verið á Báta- og hlunnindasýningunni og síðast núna í sumar við Grettislaug.

...
Meira

Kynning á neyðarvörnum Rauða krossins verður í Reykhólaskóla í kvöld, miðvikudag 18. nóvember, frá kl. 18 til 21. Allir sem áhuga hafa á að kynna sér neyðarvarnir Rauða krossins á svæðinu eru hvattir til að mæta.

...
Meira

Reynir og Ása í Hólabúð ásamt Helgu hjúkrunarforstjóra stóðu fyrir síðbúnum hrekkjavökufagnaði (Halloween) á Reykhólum núna á laugardagskvöldið. „Þetta heppnaðist mjög vel og verður vonandi árlegur viðburður og þá á Halloweenhelginni sjálfri,“ segir Reynir. Meðal gesta voru:

...
Meira
Æðarhreiður / Wikipedia.
Æðarhreiður / Wikipedia.

„Svona heilt yfir gekk sumarið ljómandi vel hjá æðarbændum,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, hlunnindaráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Veðrið í vor og sumar hentaði æðarbændum vel af því að það var víðast hvar þurrt.“ Sigríður sagði mikilvægt að ná dúninum þurrum úr hreiðrunum og því væri gott að fá þurrk. Kuldinn í vor olli því að varpið var heldur seinna en venjulega. „Mér skilst að kollurnar hafi samt verið feitar þegar þær komu á land. Sums staðar á landinu tala menn um að það hafi sést óvenju margir æðarungar, sem er mjög jákvætt. Það hefur verið svolítið brotakennt síðustu ár hvernig gengið hefur að koma þeim á legg.“

...
Meira
16. nóvember 2015

Blakið frestast um viku

Upphaf vikulegra blaktíma í íþróttahúsinu á Reykhólum, sem hér var greint frá fyrir skömmu, frestast af óviðráðanlegum ástæðum um eina viku. Í stað þess að hefjast á morgun eins og til stóð byrja þeir á þriðjudaginn eftir viku, 24. nóvember, og verða þá og framvegis á þriðjudögum kl. 16.15. Sautján ára og eldri eru velkomnir, karlar jafnt sem konur.

...
Meira
Blómlegur flóamarkaður / Wikipedia.
Blómlegur flóamarkaður / Wikipedia.

Flóamarkaður verður í borðsal Reykhólaskóla kl. 16-19 á þriðjudaginn, 17. nóvember. Þeir sem vilja geta fengið söluborð sem kosta kr. 500. Ágóðinn af markaðinum rennur í ferðasjóð unglingadeildar skólans. Hvernig væri að kíkja í geymsluna eða bílskúrinn eða inn í skápana? Pantið borð sem fyrst hjá Höllu Valda í síma 847 2539.

...
Meira
Viljayfirlýsingin handsöluð. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.
Viljayfirlýsingin handsöluð. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.

Fulltrúar sjö íþróttasambanda á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), undirrituðu fyrir skömmu viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf til að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á svæðinu. Yfirlýsingin gildir næstu þrjú ár. Markmið samstarfsins, sem hófst 2012, er að stuðla að útbreiðslu og eflingu frjálsra íþrótta og gera þær aðlaðandi fyrir börn og unglinga. Samböndin standa m.a. að sameiginlegum æfingum og mótum og stuðla að stofnun sameiginlegs liðs til keppni á mótum á landsvísu.

...
Meira
13. nóvember 2015

Útsvar: Afar mjótt var á munum

Lið Reykhólahrepps: Ólína Kristín, Kristján Gauti og Guðjón Dalkvist.
Lið Reykhólahrepps: Ólína Kristín, Kristján Gauti og Guðjón Dalkvist.
1 af 7

Lið Fjallabyggðar sigraði lið Reykhólahrepps í Útsvari í kvöld með tveggja stiga mun, 78-76. Úrslitin réðust á síðustu spurningunni þar sem Fjallabyggð skaust upp fyrir Reykhólahrepp. Lið Reykhólahrepps er stigahæsta tapliðið í keppninni fram að þessu og kemst örugglega áfram í aðra umferð. Mjótt var á munum alla tíð og skiptust liðin á að hafa forystu. Lið Reykhólahrepps skipuðu Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu, Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum. Leiklistin var í höndum Ólínu. Símavinur liðsins var Jóhanna Fríða Dalkvist, dóttir Guðjóns, og kom hún með rétt svar við þeirri spurningu sem var beint til hennar.

...
Meira
María Maack flytur framsögu sína.
María Maack flytur framsögu sína.
1 af 9

Fundurinn um jarðvarma á Reykhólum sem haldinn var í fyrrakvöld að frumkvæði og með framsögu Maríu Maack lukkaðist vel. Um 40 manns mættu og lögðu til athugasemdir, spurningar og ýmis áhugaverð umræðuefni. Þörungaverksmiðjan hefur nýlega látið mæla streymi úr borholum og virðist staðan vera samsvarandi við fyrri mælingar. Hiti lónar í kringum 100°C og yfir 35 l koma úr holum án þess að vera dælt upp. Nýjasta hola Orkubúsins uppi við Kötlulaug hefur ekki enn verið tengd við hitaveituna. Bæði þaðan og frá holu hitaveitunnar nálægt Kúatjörn lekur ónotað heitt vatn, svo að ekki er ástæða til að óttast vatnsþurrð.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30