Tenglar

Sveitarfélög innan Fjórðungssambands Vestfirðinga eru níu. Kort: lmi.is.
Sveitarfélög innan Fjórðungssambands Vestfirðinga eru níu. Kort: lmi.is.

Sextugasta Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið á Patreksfirði 2. og 3. október og sóttu það um 40 fulltrúar vestfirskra sveitarstjórna ásamt gestum. Í ályktun þingsins um málefni fatlaðs fólks vilja sveitarfélögin á Vestfjörðum undirstrika að þau telja málaflokkinn best kominn í höndum sveitarfélagana með samstarfi gegnum núverandi fyrirkomulag með byggðasamlagi (BsVest). Staða málaflokksins hefur hins vegar breyst mikið frá því að sveitarfélögin tóku við honum árið 2011, en þjónustustig hefur hækkað samfara auknum kröfum. Sveitarfélögin hafa leitast við að hafa þjónustuna í samræmi við lög og reglugerðir sem ríkið hefur sett, en mikill vandi hefur skapast þar sem fjármagn til Vestfjarða hefur alls ekki verið í samræmi við kröfur um aukið þjónustustig. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vilja því brýna stjórnvöld að tryggja fullnægjandi fjármagn, til framtíðar, til reksturs BsVest. Ella sjá þau sér ekki annað fært en að taka upp viðræður um að málaflokkurinn færist aftur til ríkisins.

...
Meira

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn núna á laugardag, 10. október, í húsnæði Skjálftasetursins á Kópaskeri (skólahúsinu) og hefst kl. 13.30. Byggðaþing verður haldið á sama stað kl. 10-12. Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru regnhlífarsamtök félaga og einstaklinga sem áhuga hafa á landsbyggðarmálum.

...
Meira
Ingvar og Steinunn ásamt krökkunum með bókina.
Ingvar og Steinunn ásamt krökkunum með bókina.
1 af 3

Ingvar Samúelsson f.h. Reykhóladeildar Lions afhenti í morgun börnunum í fyrsta bekk Reykhólaskóla eintök af safnritinu Nesti og nýir skór, sem Ibby á Íslandi gefur út í samvinnu við Mál og menningu. Afhendingin fór fram á bókasafninu í skólanum og viðstödd var Steinunn Ólafía Rasmus, kennari bekkjarins.

...
Meira
6. október 2015

Draugasaga í Sævangi

1 af 2

Einleikurinn Draugasaga verður frumsýndur annað kvöld, miðvikudag, í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Leikfélag Hólmavíkur setur verkið upp í samvinnu við Sauðfjársetur á Ströndum. Leikritið Draugasaga er eftir Jón Jónsson á Kirkjubóli og var skrifað á síðasta ári. Það byggir á þjóðsögum af svæðinu, sígildri mannvonsku og margvíslegum myrkraverkum fyrri alda. Verkið er ekki við hæfi barna 12 ára og yngri.

...
Meira
Magnús og Pálmi.
Magnús og Pálmi.

Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson halda núna á laugardagskvöldið tónleika á Vogi, sveitasetri á Fellsströnd, og hefjast þeir kl. 21. Áður verður veislukvöldverður að hætti hússins, sem hefst kl. 19. „Gaman væri að sjá sem flesta frá Reykhólum, endilega látið vita ef þið ætlið að mæta,“ segir Guðmundur Halldórsson staðarhaldari.

...
Meira
5. október 2015

Alma á Hafrafelli 85 ára

Alma ásamt Dórótheu dóttur sinni og Ástu Guðjónsdóttur, bróðurdóttur Sigvalda heitins.
Alma ásamt Dórótheu dóttur sinni og Ástu Guðjónsdóttur, bróðurdóttur Sigvalda heitins.
1 af 4

Alma Dóróthea Friðriksdóttir, sem búsett var á Hafrafelli í Reykhólasveit vel yfir hálfa öld eða frá 1950 til 2006, varð 85 ára á laugardag. Hún er fædd og uppalin í Þýskalandi en kom til Íslands árið 1949 og fór að vinna á Ferstiklu í Hvalfirði. Alma giftist Sigvalda Guðmundssyni á Hafrafelli, sem andaðist á liðnu vori. Þau eignuðust sex börn og afkomendurnir eru komnir á fimmta tuginn. Alma dvelur núna á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum.

...
Meira

Eldri borgurum er boðið til brjóstsykursgerðar kl. 19.30 í kvöld, mánudag, á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps stendur að þessu framtaki.

...
Meira

Tvö fyrirtæki til viðbótar við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum hafa byrjað eða fyrirhuga að hefja umtalsverða vinnslu þörunga úr Breiðafirði, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvað sjávarnytjar af þessu tagi þola. Ítarlega er fjallað um þetta mál í síðustu tölublöðum Fiskifrétta. Stjórnendur Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum óttast að verksmiðjan missi lífræna vottun sína, sem m.a. byggir á því að þang og þari í firðinum séu nýtt með sjálfbærum hætti. Finnur Árnason framkvæmdastjóri segir blikur á lofti. Félagsbúið Miðhraun á Snæfellsnesi hefur þegar hafið vinnslu á um 7.000 tonnum af þara og þangi úr Breiðafirðinum og fyrirtækið Deltagen ehf. áformar að reisa allt að 50.000 tonna verksmiðju í Stykkishólmi.

...
Meira
Hluti af tilvísuðum gögnum.
Hluti af tilvísuðum gögnum.

Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 20. ágúst 2015 að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey. Á athafnasvæði við ferjuhöfn í Flatey er komið fyrir fjórum byggingarlóðum. Skilgreind er lóð fyrir gamlan geymsluskúr sem stendur vestan við fiskvinnsluhús, vatnstank, olíutank, fjarskiptamastur og lóð undir nýbyggingu norðaustast á svæðinu. Við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð og rafstöðvarhús í Flatey sem samþykkt var 20.10.2000.

...
Meira
1. október 2015

Skart úr lambahornum

Námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands þar sem kennd verður tækni til að búa til skart úr lambahornum verður haldið í Auðarskóla í Búðardal þriðjudagskvöldið 6. október og stendur kl. 17.30 til 20.30. Búinn verður til fingurhringur úr lambshorni og mun hver og einn hanna útlit sinnar smíði eftir eigin höfði.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30