Málefni fatlaðs fólks: Mikill vandi vegna fjárskorts
Sextugasta Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið á Patreksfirði 2. og 3. október og sóttu það um 40 fulltrúar vestfirskra sveitarstjórna ásamt gestum. Í ályktun þingsins um málefni fatlaðs fólks vilja sveitarfélögin á Vestfjörðum undirstrika að þau telja málaflokkinn best kominn í höndum sveitarfélagana með samstarfi gegnum núverandi fyrirkomulag með byggðasamlagi (BsVest). Staða málaflokksins hefur hins vegar breyst mikið frá því að sveitarfélögin tóku við honum árið 2011, en þjónustustig hefur hækkað samfara auknum kröfum. Sveitarfélögin hafa leitast við að hafa þjónustuna í samræmi við lög og reglugerðir sem ríkið hefur sett, en mikill vandi hefur skapast þar sem fjármagn til Vestfjarða hefur alls ekki verið í samræmi við kröfur um aukið þjónustustig. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vilja því brýna stjórnvöld að tryggja fullnægjandi fjármagn, til framtíðar, til reksturs BsVest. Ella sjá þau sér ekki annað fært en að taka upp viðræður um að málaflokkurinn færist aftur til ríkisins.
...Meira