Gæðamál og mótun áframhaldandi ferðamálastefnu
Ferðamálasamtök Vestfjarða eru í tveimur spennandi verkefnum þessa dagana, segir í fréttapósti Markaðsstofu Vestfjarða. Annars vegar er verið að leggja áherslu á gæðamál, en þau er forgangsverkefni í Vegvísi íslenskrar ferðaþjónustu. Þannig hafa samtökin staðið fyrir námskeiðum í innleiðingu á Vakanum, sem er gæðakerfi íslenskrar ferðaþjónustu og vottað af Ferðamálastofu. Hins vegar hafa samtökin byrjað vinnu við mótun áframhaldandi ferðamálastefnu fyrir Vestfirði, en núgildandi stefna rennur sitt skeið núna í árslok.
...Meira