Tenglar

Ferðamálasamtök Vestfjarða eru í tveimur spennandi verkefnum þessa dagana, segir í fréttapósti Markaðsstofu Vestfjarða. Annars vegar er verið að leggja áherslu á gæðamál, en þau er forgangsverkefni í Vegvísi íslenskrar ferðaþjónustu. Þannig hafa samtökin staðið fyrir námskeiðum í innleiðingu á Vakanum, sem er gæðakerfi íslenskrar ferðaþjónustu og vottað af Ferðamálastofu. Hins vegar hafa samtökin byrjað vinnu við mótun áframhaldandi ferðamálastefnu fyrir Vestfirði, en núgildandi stefna rennur sitt skeið núna í árslok.

...
Meira

Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir Mannamóti 2016, sem er vettvangur fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni til að hitta ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur í Reykjavík. Mannamótið verður 21. janúar í flugskýli Flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Skráning er hafin á nýrri heimasíðu markaðsstofanna. „Nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki skráð sig og stefnir allt í að við fyllum flugskýlið og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér pláss,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Vestfjarða.

...
Meira

Fyrra jóla- og villibráðarhlaðborðið í Bjarkalundi þetta árið verður annað kvöld, laugardaginn 7. nóvember. Að sögn Loga Arnars Guðjónssonar rekstrarstjóra er nánast fullbókað, aðeins fáein sæti laus, og jafnframt vel bókað næsta laugardagskvöld, 14. nóvember. Logi hvetur fólk til að panta sem allra fyrst. Jóhannes Kristjánsson eftirherma af Ingjaldssandi er veislustjóri bæði kvöldin. Eftir að notið hefur verið jólarétta og villibráðar og annars góðgætis sér Palli Sig. um fjörið fram eftir nóttu.

...
Meira

Flutningabíll á leiðinni suður með ferskan fisk fór út af veginum í Gufudalssveit í gærkvöldi. Bíllinn valt ekki en vagninn með fiskinum fór á hliðina þó að hann legðist ekki alveg. Menn úr Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi lögðu af stað á níunda tímanum til að bjarga fiskinum. Alls unnu þrettán menn úr björgunarsveitinni að þessu starfi með tæki sín, bíla og gröfur. Annar flutningabíll kom nálægt miðnætti til að taka fiskinn og luku menn verkinu um klukkan hálffimm í morgun.

...
Meira
6. nóvember 2015

Heimamenn selja Neyðarkallinn

Félagar í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi ganga í hús á Reykhólum í dag og bjóða Neyðarkallinn 2015 til sölu. Síðan er ætlunin að fara með hann í sveitirnar á morgun. Jafnframt er hann til sölu í Hólabúð og á skrifstofu Reykhólahrepps. Neyðarkallinn að þessu sinni er björgunarsveitarmaður með dekk og öxul. Þetta er í tíunda skipti sem Neyðarkall björgunarsveita er seldur, en salan á honum er ein af mikilvægustu fjáröflunarleiðum þeirra.

...
Meira
5. nóvember 2015

Solla Magg kemur og nuddar

Solla Magg.
Solla Magg.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir sjúkraliði og nuddari (betur þekkt sem Solla Magg), sem bjó og starfaði á Reykhólum um árabil, kemur á gamlar slóðir í næstu viku til að nudda. Um er að ræða partanudd, heilnudd, svæðanudd og slökunarnudd. Tímapantanir í síma 897 2570.

...
Meira
4. nóvember 2015

Verklok fá nýja beltagröfu

Frá afhendingunni. Mynd: Kraftvélar.
Frá afhendingunni. Mynd: Kraftvélar.

Verktakafyrirtækið Verklok ehf. á Reykhólum (Brynjólfur V. Smárason frá Borg í Reykhólasveit) hefur fengið afhenta nýja Komatsu PC210LC-10 beltagröfu frá Kraftvélum. Hún er mjög vel útbúin, með DPF-mengunarbúnaði, Miller-vökvahraðtengi, öflugum vinnuljósum að framan og aftan, og áfram mætti lengi telja.

...
Meira
Ólafur Þór Erlingsson. Ljósmynd: Viðskiptablaðið / Haraldur Guðjónsson.
Ólafur Þór Erlingsson. Ljósmynd: Viðskiptablaðið / Haraldur Guðjónsson.

„Í öllum látunum flaug ég yfir í farþegasætið enda ekki í belti frekar en venja var á þessum stóru bílum þá. Bíllinn stefndi niður þverhnípi og mér leist ekkert á þetta. Ég opnaði dyrnar og ætlaði að stökkva út, en þá stöðvaðist bíllinn rétt áður en hann húrraði út í sjóinn. Það mátti fjandi litlu muna þarna.“ Þetta segir Ólafur Þór Erlingsson frá Reykhólum, sem hefur ekið rútum og vörubílum síðan hann tók meiraprófið fyrir tæpum þremur áratugum. Hann hefur verið bílstjóri hjá Þrótti í 20 ár og ekur Mercedes Benz Actros.

...
Meira

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ákveðið að koma á fót dreifbýlisnefnd. Helsta hlutverk hennar verður að koma á framfæri sjónarmiðum íbúa í dreifbýli og á jaðri sveitarfélagsins og vinna að málefnum sem þá varða. Mikilvægt er að raddir sem flestra íbúa sveitarfélagsins fái að heyrast og því er slík nefnd kjörinn vettvangur til málefnalegrar umræðu. Ákjósanlegast er að fulltrúar í nefndinni séu úr sem flestum byggðum svæðisins, svo sem úr Gilsfirði/Geiradal, Innsveit, Gufudalssveit, Eyjahreppi hinum gamla og af Reykjanesi.

...
Meira
3. nóvember 2015

Æðarvé – aðalfundarboð

Aðalfundur Æðarvéa 2015 verður haldinn í Reykhólaskóla á morgun, miðvikudaginn 4. nóvember, og hefst kl. 13.30. Gestur fundarins verður Erla Friðriksdóttir, varaformaður Æðarræktarfélags Íslands.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31