Tenglar

Jón Einar Jónsson líffræðingur.
Jón Einar Jónsson líffræðingur.

Undanfarið rúmt ár hefur verið rætt að skera þang og þara til vinnslu úr grunnsævi Breiðafjarðar. Síðan virðast enn fleiri aðilar vilja sækja í botn Breiðafjarðar til slíkrar vinnslu og stórar tölur nefndar í tonnum af lönduðum þara og þangi. Nefnd hefur verið fimmföld núverandi þarataka Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum sem mögulegt markmið í þeim efnum. Þessir „skógar sjávar“ eru hins vegar undirstaða alls lífs í Breiðafirði. T.d. hrygnir grásleppan í þaraskógunum og æðarkollan elur unga sína í klóþangsbreiðunum. Fari menn of geyst í þara- og þangtöku mun það raska tilveru lífríkisins sem er samfélagi okkar svo nákomið. Það er nú einu sinni náttúran sem gerir þennan stað að því sem hann er.

...
Meira

Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti lögum samkvæmt til að sækja um styrki. Samlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

...
Meira
21. október 2015

Opið hús í Konnakoti

Konnakot er að Hverfisgötu 105, 2. hæð. Mynd: Google Maps.
Konnakot er að Hverfisgötu 105, 2. hæð. Mynd: Google Maps.

Núna á föstudagskvöldið, síðasta dag sumars, verður opið hús í Konnakoti, félagsheimili Barðstrendingafélagsins. Milli kl. 20 og 22 verður starfsfólk Spilavina á staðnum og kynnir ýmis borðspil og leyfir fólki að prófa. Það er engin skylda að spila, það má líka mæta, fylgjast með og spjalla. Velkomið að koma með öl eða aðra drykki með sér, en eins og alltaf verður heitt á könnunni.

...
Meira
19. október 2015

Leiga á Konnakoti

Úr Konnakoti.
Úr Konnakoti.

Er stofan þín of lítil fyrir jólaboðið? Því ekki flytja það í Konnakot, félagsheimili Barðstrendingafélagsins? Þar er hægt að koma fyrir allt að 72 manns; skjávarpi og tjald til afnota. Konnakot er lítill notalegur salur sem hentar vel fyrir samkomur af ýmsum toga, svo sem fundi, hópastarfsemi, veislur við öll tilefni og svo framvegis. Þó skal gæta þess að enginn hávaði skapist eftir miðnætti.

...
Meira
17. október 2015

Kveðjumessa og kaffisamsæti

Sr. Elína Hrund fyrir altari í Garpsdal. Ljósm. hþm.
Sr. Elína Hrund fyrir altari í Garpsdal. Ljósm. hþm.

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir kveður söfnuð sinn í Reykhólakirkju á morgun, sunnudag, og hefst athöfnin kl. 14. Viðar Guðmundsson annast tónlistina að venju og leiðir almennan safnaðarsöng. Að messu lokinni er boðið til kaffisamsætis í borðsal Reykhólaskóla. Fyrir nokkru var sr. Elína skipuð í embætti sóknarprests í Odda á Rangárvöllum og tók við því um síðustu mánaðamót. Hún þjónaði sóknunum sex í Reykhólaprestakalli frá 1. nóvember 2008 eða í nærfellt sjö ár.

...
Meira
Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).
Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).
1 af 2

Verulegur munur er á hlutfallslegum fjölda roskins og aldraðs fólks eftir sveitarfélögum á Vestfjörðum. Jónas Ragnarsson ritstjóri hefur tekið þetta saman. Þannig eru íbúar 70 ára og eldri með lögheimili í Árneshreppi nærri 84% yfir landsmeðaltali (16,7% af íbúafjölda) en í Kaldrananeshreppi eru þeir innan við helmingur af landsmeðaltali (4,5% af íbúafjölda). Í Reykhólahreppi eru þeir tæplega 40% yfir landsmeðaltali (12,7% af íbúafjölda). Þar er hlutfallið tvöfalt hærra í dreifbýli en þéttbýli (Reykhólar) þar sem hlutfallið er lítillega undir landsmeðaltali.

...
Meira
15. október 2015

Tekist á um rammaáætlun

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.

Gríðarleg átök urðu um rammaáætlun á síðasta þingi þegar meirihluti atvinnuveganefndar gerði það að tillögu sinni, að farið yrði í fleiri virkjanakosti en verkefnastjórn þriðja áfanga hafði lagt til við ráðherra að yrðu nýttir. Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, hafði áður sett átta virkjunarkosti í flýtimeðferð og tók með því fram fyrir hendur verkefnisstjórnarinnar, sem lagði einungis til að Hvammsvirkjun færi í nýtingarflokk.

...
Meira

Umhverfisstofnun gengst fyrir skotvopnanámskeiði í Þróunarsetrinu á Hólmavík 30.-31. október og veiðikortanámskeiði á sama stað 10. nóvember. Skotvopnanámskeiðið er ætlað þeim sem vilja sækja um skotvopnaleyfi hjá lögreglunni. Veiðikortanámskeiðið er ætlað þeim sem vilja sækja um veiðikort, sem gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi.

...
Meira
15. október 2015

Þórarinn í Hólum sjötugur

Þórarinn Sveinsson fv. ráðunautur.
Þórarinn Sveinsson fv. ráðunautur.

Sjötugur er í dag, 15. október, Þórarinn Sveinsson fyrrverandi ráðunautur og bóndi í Hólum í Reykhólasveit, innsta bænum í Reykhólahreppi hinum gamla. Hann brá sér til Þýskalands og heldur upp á afmælið sitt þar.

...
Meira

Þetta árið verður Jóhannes Kristjánsson eftirherma af Ingjaldssandi veislustjóri á jóla- og villibráðarhlaðborðunum árvissu í Bjarkalundi, en þau verða laugardagskvöldin 7. og 14. nóvember. Eftir að notið hefur verið hefðbundinna jólarétta og villibráðar og annars góðgætis sér Palli Sig. um fjörið fram eftir nóttu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30