Tenglar

Tekjustofnar sveitarfélaga hafa verið áberandi í ályktunum landshlutasamtaka sveitarfélaga, en þau halda aðalfundi sína nú á haustdögum. Nú þegar hafa aðalfundir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Eyþings, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum farið fram, sem og haustþing Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Aðalfundir annarra landshlutasamtaka sveitarfélaga verða haldnir síðar í þessum mánuði.

...
Meira
Guðmundur Theódórsson miðskips, Hafliði Aðalsteinsson lengst til hægri. Myndir: Goddur.
Guðmundur Theódórsson miðskips, Hafliði Aðalsteinsson lengst til hægri. Myndir: Goddur.
1 af 3

Hér var fyrir stuttu greint frá nýjum aðföngum (nokkuð gömlum í árum talið) á Bátasafni Breiðafjarðar og Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, bæði vélum og bátum. Núna skal getið merkisgjafar sem Bátasafnið fékk í sumar. Það er báturinn Sindri, sem Guðmundur Theódórsson frá Laugalandi við Þorskafjörð afhenti safninu til eignar og varðveislu að loknum Bátadögum á Breiðafirði. Valdimar Ólafsson í Hvallátrum á Breiðafirði smíðaði Sindra árið 1936 fyrir Jón Þórðarson og Snæbjörn Jónsson á Stað á Reykjanesi. Á þeim tíma var tvíbýli á Stað en síðar byggði Jón nýbýlið Árbæ. Staðar- og Árbæjarbændur notuðu bátinn við hlunnindanytjar og flutninga á vörum og fólki.

...
Meira
13. október 2015

Magnús á Seljanesi 75 ára

Magnús Jónsson á Seljanesi.
Magnús Jónsson á Seljanesi.

Sjötíu og fimm ára er í dag, 13. október, Magnús Jónsson, bóndi á Seljanesi í Reykhólasveit. Hann og fjölskylda hans ætla að halda upp á afmælið þegar lengra líður fram á haustið og verður greint frá því hér þegar þar að kemur.

...
Meira
María Játvarðardóttir flytur erindi á Ólafsdalshátíðinni í sumar.
María Játvarðardóttir flytur erindi á Ólafsdalshátíðinni í sumar.

María Játvarðardóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit, félagsmálastjóri Reykhólahrepps og Stranda, er sextug í dag, 12. október. Sjá nánar frétt hér á vefnum þar sem greint er frá ráðningu hennar í starfið sumarið 2013.

...
Meira
Ingibjörg Sæmundsdóttir.
Ingibjörg Sæmundsdóttir.

Sextug er á morgun, 13. október, Ingibjörg Sæmundsdóttir á Reykhólum. Hún og Jón Þór Kjartansson eiginmaður hennar verða að heiman á afmælisdaginn. Myndina tók Jón Þór í Saarbrücken á ferð þeirra um Þýskaland á síðasta ári.

...
Meira
Framkvæmdir við Stjórnsýsluhúsið.
Framkvæmdir við Stjórnsýsluhúsið.
1 af 2

Núna er verið að helluleggja og gera fínt framan við Stjórnsýsluhúsið við Maríutröð á Reykhólum. Auk þess sem hellur eru lagðar verður steypt stétt upp að dyrum og verður aðgengi eins og best verður á kosið fyrir fólk í hjólastólum eða með göngugrindur. Grjóti og rekaviði verður komið fyrir í kring til skreytingar.

...
Meira
Bílar, bátar og menn: Gunnbjörn, Torfi Sigurjónsson, Hjalti og Hafliði. Hinar myndirnar ættu að tala sínu máli.
Bílar, bátar og menn: Gunnbjörn, Torfi Sigurjónsson, Hjalti og Hafliði. Hinar myndirnar ættu að tala sínu máli.
1 af 7

Tveir merkisbátar komu fyrir skömmu frá Byggðasafninu í Görðum á Akranesi til varðveislu á Reykhólum, Draupnir BA og Bjarmi SH. Flutninginn annaðist Gunnbjörn Óli Jóhannsson verktaki frá Kinnarstöðum í Reykhólasveit (Kolur ehf.) og ók hann öðrum bílnum, en hinum ók Hafliði Aðalsteinsson, sérfræðingur um breiðfirska súðbyrðinga og einn þeirra sem standa að Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum. Aðeins eru þrjár vikur síðan Gunnbjörn kom með tvo vagna hlaðna gömlum bátavélum norðan frá Akureyri til varðveislu á Reykhólum.

...
Meira
Þjónustubíllinn nýi sem fer um landið.
Þjónustubíllinn nýi sem fer um landið.

Móttaka heyrnarfræðinga Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands verður í hinum nýja heyrnarmælinga- og þjónustubíl við Heilbrigðisstofnunina í Búðardal kl. 9-12 á miðvikudaginn, 14. október. Þar verður í boði heyrnarmæling, ráðgjöf, heyrnartæki, aðstoð og stillingar.

...
Meira
9. október 2015

Auka-frídagur í Hólabúð

Hólabúð á Reykhólum verður lokuð á morgun, laugardag. Næst verður hún opin á mánudag frá kl. tíu eins og venjulega. Eftir að sumartíma lauk er búðin annars opin á laugardögum en lokuð á sunnudögum.

...
Meira
Reykhólakirkja í bleiku skini. Á innfelldu myndinni er Bleika slaufan 2015.
Reykhólakirkja í bleiku skini. Á innfelldu myndinni er Bleika slaufan 2015.

Núna er Reykhólakirkja bleiklýst eins og undanfarin ár í tilefni af Bleikum október, sem að þessu sinni er helgaður baráttunni gegn ristilkrabbameini. Til fjáröflunar selur Krabbameinsfélag Íslands skartgripinn Bleiku slaufuna, sem er með nýrri hönnun á hverju ári. Erling Jóhannesson hönnuður og silfursmiður hannaði slaufuna í ár. Á vefnum Bleiku slaufunni, sem er hluti af vef Krabbameinsfélags Íslands, má fá nánari upplýsingar um Bleiku slaufuna 2015, sölustaði og vefverslun.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30