Tenglar

Sólbjart fólk á Reykhóladögum í fyrra.
Sólbjart fólk á Reykhóladögum í fyrra.

Dagskrá byggðarhátíðarinnar Reykhóladaga 2015, sem verður 23.-26. júlí eða frá fimmtudegi fram á sunnudag, er frágengin. Hún er í meginatriðum í svipuðum dúr og undanfarin ár þó að alltaf komi fram nýjungar. Hér skal sérstaklega minnst á Reykhóladagahlaupið þar sem um fjórar vegalengdir er að velja. Tvær gamalkunnar og vinsælar hljómsveitir koma fram, annars vegar Spaðar (Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og tónlistarmaður og kompaní) og hins vegar Sóldögg. Trúbadúrinn Halli Reynis verður í Bjarkalundi, í boði verður kennslustund í jóga, skottsala (hver er með stærsta skottið?), fyrstu Össuleikarnir í Króksfjarðarnesi og þar fram eftir götunum sem hér er allt of langt upp að telja (sjá tengil hér neðst).

...
Meira
Frá leiðinni yfir Þorskafjarðarheiði.
Frá leiðinni yfir Þorskafjarðarheiði.

Vegurinn um Þorskafjarðarheiði var opnaður fyrir helgi. Þetta er óvenjulega seint, en leysingar hafa gengið afar hægt í því kalda veðri sem hefur að mestu ríkt síðan í vor. Í fyrra var heiðin opnuð í lok maí. Ýmsir kjósa að keyra Þorskafjarðarheiði í stað Þröskulda, þó ekki væri nema vegna tilbreytingar. Það styttir leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 14 km, en sé sú leið valin eru 23 km á malarvegum en þeir eru engir á Þröskuldaleið.

...
Meira
Smellið á tengilinn í textanum fyrir neðan til að skoða einstaka staði.
Smellið á tengilinn í textanum fyrir neðan til að skoða einstaka staði.
1 af 2

Ferðamálastofa hefur birt gögn sem söfnuðust í verkefninu „Kortlagning auðlinda íslenskrar ferðaþjónustu“. Verkefnið miðar að því að kortleggja auðlindir ferðaþjónustu og helstu innviði svæða í samstarfi við heimafólk og greina þannig með myndrænum hætti hvar auðlindir ferðaþjónustunnar og tækifæri liggja til framtíðar. Ráðgjafarstofan Alta ehf. vann verkið á grundvelli útboðs sem efnt var til í samvinnu við Ríkiskaup en Rannsóknamiðstöð ferðamála hafði áður unnið forverkefni sem tók til átta sveitarfélaga á Suðurlandi. Þá hafa Landmælingar Íslands einnig setið í stýrihóp verkefnisins og veitt ráðgjöf.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Reykhólaskóli auglýsir laus störf grunnskólakennara, leikskólakennara og stuðningsfulltrúa eins og nánar kemur fram hér fyrir neðan. Enn frekari upplýsingar gefur Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri. Öllum umsóknum verður svarað.

...
Meira

Nokkuð á sjöunda hundrað manns hafa lagt leið sína í Kaupfélagið gamla í Króksfjarðarnesi síðan þar var opnað snemma í júní. „Við fengum einn stóran hóp eða yfir fjörutíu manns frá stéttarfélaginu Eflingu, sem kom í kaffi og kökur og skoðaði arnarsýninguna. Mikið hefur verið um erlenda ferðamenn, en Íslendingarnir eru farnir að ferðast núna um og eftir mánaðamótin,“ segir Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir þjóðfræðingur, sem hefur umsjón með allri starfseminni í Nesi í sumar.

...
Meira
Erla Björk Jónsdóttir.
Erla Björk Jónsdóttir.
1 af 2

Líklegt má telja að EB bókhald sf. sé yngsta fyrirtækið í Reykhólahreppi, stofnað núna seint í júní. Hér er um að ræða bókhaldsþjónustu sem Erla Björk Jónsdóttir viðskiptafræðingur í Ásaheimum í Króksfjarðarnesi rekur, en hún hefur um árabil annast bókhald fyrir einstaklinga og fyrirtæki jafnhliða öðrum störfum þó að ekki hafi verið um það sérstakt fyrirtæki fyrr en nú.

...
Meira
Vignir Jónsson á Klukkufelli.
Vignir Jónsson á Klukkufelli.

Vignir Jónsson bóndi á Klukkufelli í Reykhólasveit er sjötugur á morgun, 8. júlí. Hann er að heiman á afmælinu, staddur á Grænlandi. Varðandi myndina sérstæðu sem hér fylgir:

...
Meira

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Reykhólahrepps nú þegar eða sem allra fyrst. Starfshlutfall 100%. Hæfnisskilyrði: Góð þjónustulund, lipurð í samskiptum. Reynsla af matseld æskileg. Nánari upplýsingar um starfið og allt sem því viðkemur gefur Ingvar Samúelsson matráður í síma 898 7783 eða sveitarstjóri í síma 430 3200.

...
Meira

Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum frá og með 1. september, jafnvel fyrr ef hentar. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur og góður í mannlegum samskiptum. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi laugargesta.

...
Meira
6. júlí 2015

Sumarstarfskraftur óskast

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum leitar að sumarstarfsmanni í hlutastarf. Aldurstakmark er 18 ár. Um er að ræða ákveðin tímabil núna í sumar, þá sérstaklega í næsta mánuði eða 7.-17. ágúst og 28.-31. ágúst. Í þessum mánuði er um að ræða 13.-20. júlí og 23.-26. júlí. Auk þess myndi viðkomandi þurfa að koma í þjálfun núna sem fyrst. Leitað er eftir einhverjum sem getur tekið hluta af þessum tíma eða allt.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30