Einstök blíða á Bátadögum 2015 - urmull mynda
Bæði fólk og bátar hrepptu eins gott veður og hugsast getur í hópsiglingunni á Bátadögum á Breiðafirði í gær, glaðasólskin og hægviðri eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja. Lagt var upp frá Staðarhöfn á Reykjanesi um klukkan tíu í gærmorgun og voru fjögur nes heimsótt: Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes í Múlasveit og Skálanes í Gufudalssveit. Hátt í þrjátíu manns nutu blíðunnar á sjö bátum, sem voru súðbyrtu trébátarnir Baldur, Bjargfýlingur, Gustur, Kári, Ólafur og Sindri, og síðan einn öllu hraðskreiðari slöngubátur sem fékk að fylgja með. Hann var nafnlaus en ótækt þótti annað en hann bæri heiti eins og hinir og var hann af skiljanlegum ástæðum nefndur Maddi. Jói í Skáleyjum og Bergljót Aðalsteinsdóttir frá Svínanesi sáu um að fræða fólkið þegar komið var við á nesjunum.
...Meira