Tenglar

Þetta er auðvitað Jói í Skáleyjum. Myndir: Goddur.
Þetta er auðvitað Jói í Skáleyjum. Myndir: Goddur.
1 af 12

Bæði fólk og bátar hrepptu eins gott veður og hugsast getur í hópsiglingunni á Bátadögum á Breiðafirði í gær, glaðasólskin og hægviðri eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja. Lagt var upp frá Staðarhöfn á Reykjanesi um klukkan tíu í gærmorgun og voru fjögur nes heimsótt: Skálmarnes, Svínanes og Bæjarnes í Múlasveit og Skálanes í Gufudalssveit. Hátt í þrjátíu manns nutu blíðunnar á sjö bátum, sem voru súðbyrtu trébátarnir Baldur, Bjargfýlingur, Gustur, Kári, Ólafur og Sindri, og síðan einn öllu hraðskreiðari slöngubátur sem fékk að fylgja með. Hann var nafnlaus en ótækt þótti annað en hann bæri heiti eins og hinir og var hann af skiljanlegum ástæðum nefndur Maddi. Jói í Skáleyjum og Bergljót Aðalsteinsdóttir frá Svínanesi sáu um að fræða fólkið þegar komið var við á nesjunum.

...
Meira
Frá Reykhóladögum fyrir tveimur árum.
Frá Reykhóladögum fyrir tveimur árum.

Dagskrá Reykhóladaga 2015 er alveg að skríða saman. Hátíðin verður eins og áður síðustu helgina í júlí og stendur í fjóra daga, 23.-26. júlí, eða frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Heildarmyndin er svipuð frá ári til árs þó að alltaf séu einhverjar breytingar og eitthvað nýtt bætist við. Hér skal drepið á margt af því helsta sem í boði verður á hátíðinni.

...
Meira
Gestir undir vegg í Ólafsdal.
Gestir undir vegg í Ólafsdal.
1 af 8

Opið verður í Ólafsdal við Gilsfjörð kl. 12-17 alla daga í sumar fram til 16. ágúst. Ólafsdalur er merkur sögu- og minjastaður, um 6 km innan við þjóðveginn yfir Gilsfjörð að sunnanverðu. Þarna eru sýningar um sögu Ólafsdalsskólans og konurnar í Ólafsdal og fleira, en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 sérlega fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar á boðstólum kaffi og rjómavöfflur og ís frá rjómabúinu á Erpsstöðum. Einnig geta gestir fræðst um lífræna ræktun grænmetis í Ólafsdal og keypt það á staðnum. Fræðslustígur er í Ólafsdal og góðar gönguleiðir í fallegu umhverfi. Staðurinn er því ein af þeim perlum á Íslandi sem allir þurfa að heimsækja.

...
Meira
Gömul mynd frá veginum yfir Þorskafjarðarheiði.
Gömul mynd frá veginum yfir Þorskafjarðarheiði.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um snjómokstur á Þorskafjarðarheiði. Jón Hörður Elíasson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hólmavík, segir í samtali við fréttavefinn bb.is að heiðin hafi verið skoðuð á mánudag og enn sé þar talsverður snjór. „Þetta er mikið seinna á ferðinni en undanfarin ár. Við mokuðum í endaðan maí í fyrra. Það hefur verið svo kalt og bráðnunin hæg en það er ekki mikið sem vantar upp á svo við getum farið að moka,“ segir hann.

...
Meira
Frá Bátadögum sumarið 2009. Myndina tók Óskar Steingrímsson.
Frá Bátadögum sumarið 2009. Myndina tók Óskar Steingrímsson.

Tvísýnt þótti í byrjun vikunnar hvort veður myndi leyfa Bátadaga á Breiðafirði á tilsettum tíma núna um komandi helgi eða hvort þeim yrði frestað um viku. Í dag segir hins vegar á vefnum bátasmíði.is: „Nú lítur út fyrir að veðrið muni verða mjög gott á laugardaginn. Við viljum hvetja eigendur súðbyrðinga til að koma og vera með í skemmtilegri siglingu um fagurt umhverfi.“

...
Meira
Ingibjörg Birna, Karl og Egill á skrifstofu Reykhólahrepps í gær.
Ingibjörg Birna, Karl og Egill á skrifstofu Reykhólahrepps í gær.

Egill Sigurgeirsson á Mávavatni lét í gær af starfi umsjónarmanns fasteigna Reykhólahrepps, sem hann hafði gegnt í tólf ár. Á þeim tíma hefur margt verið framkvæmt í sveitarfélaginu sem Egill hefur komið að á einn eða annan hátt. Má þar nefna byggingu íþróttahússins á Reykhólum, byggingu raðhúsa við Hólatröð, sjóvarnargarð, framkvæmdir við núverandi húsnæði leikskóla og bókasafns, lokun sorpsvæðis í Króksfjarðarnesi, endurvinnslustöð á Reykhólum og slökkvistöð, ásamt öllu því viðhaldi og eftirliti sem heyrir undir starfið. Auk umsjónar með fasteignum sveitarfélagsins má meðal annars nefna umsjón með höfn og hafnarumferð og vatnsveitu Reykhólahrepps og Króksfjarðarness.

...
Meira
Hópurinn í búningunum í marki.
Hópurinn í búningunum í marki.
1 af 2

Öll ungmenni á aldrinum 6-16 ára innan vébanda Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) fá jakka að gjöf frá sambandinu. Meðal aðildarfélaga UDN er Ungmennafélagið Afturelding í Reykhólahreppi. Jakkinn er með auglýsingum frá fyrirtækjum á Dala- og Reykhólasvæðinu, sem styrkja starfið. Hjá Aftureldingu voru jakkarnir afhentir þeim ungmennum sem komu á fyrsta kvöldmót félagsins í Búðardal í gærkvöldi. Síðan getur fólk pantað buxur og peysur að vild til viðbótar.

...
Meira
29. júní 2015

Hús á ferðalagi

Aðfaranótt laugardags fengu þau Jóhann Freyr Guðmundsson og Hafrós Huld Einarsdóttir í Fremri-Gufudal hús frá Hvítadal innst í Saurbæ sunnan Gilsfjarðar. Ferðalag hússins tók um sex klukkutíma og var meðal annars yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls að fara. Lagt var af stað frá Hvítadal um klukkan níu um kvöldið. „Það gekk rosavel að flytja húsið og hífa það á vagninn og af honum. Ég fékk hjálp frá föður mínum og Kristjáni bróður mínum að setja húsið á vagninn. Svo var Einar tengdapabbi búinn að gera allt klárt fyrir kranann og vagninn hérna í Gufudal. Við hífðum húsið af vagninum og á grunninn um nóttina og það var komið á sinn stað korter yfir þrjú,“ segir Jóhann Freyr.

...
Meira
Frá gróðursetningu birkitrjánna á Reykhólum. Myndirnar tók hþm.
Frá gróðursetningu birkitrjánna á Reykhólum. Myndirnar tók hþm.
1 af 12

Birkitrén hennar Vigdísar Finnbogadóttur voru gróðursett í blíðunni í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum í gærkvöldi. Þetta eru þrjú tré af íslenska yrkinu sem nefnt hefur verið Embla. Þrjú ungmenni önnuðust verkið, þau Bjarni Ágústsson og Birna Björt Hjaltadóttir á Reykhólum og Ketill Ingi Guðmundsson á Litlu-Grund. Viðstaddir voru ýmsir fulltrúar sveitarfélagsins, sem og stjórnarfólk í Skógræktarfélaginu Björk og aðrir bæði ungir (sumir mjög ungir) og gamlir. Ungmennin voru fulltrúar kynjanna ásamt því að vera fulltrúar framtíðar. Myndirnar sem hér fylgja voru teknar við þetta tækifæri og ættu að skýra sig að mestu sjálfar.

...
Meira
Hvenær, hvar, hvaða fólk?
Hvenær, hvar, hvaða fólk?

Myndin sem hér fylgir birtist fyrir nokkrum dögum á Facebooksíðu Skógræktarfélags Íslands og jafnframt á síðu Ástu Þórarinsdóttur, tengdadóttur Jens heitins Guðmundssonar skólastjóra á Reykhólum. Nú skal spurt: Hvar og hvenær var þessi mynd tekin og hvert er fólkið sem er með Vigdísi forseta á myndinni?

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30