Tenglar

Kristján, Snæbjörn og Steinar við flugvélina á Reykhólum.
Kristján, Snæbjörn og Steinar við flugvélina á Reykhólum.

Kristján Þór Kristjánsson flugmaður kom í dag frá Akureyri til Reykhóla og lék margvíslegar kúnstir á amerískri tvíþekju af gerðinni Pitts. Fjöldi manns fylgdist með þessum viðburði og nokkrar fleiri vélar lentu á Reykhólum í dag. Eins og hér kom fram var tilefnið afmælisfagnaður Snæbjarnar Jónssonar frá Mýrartungu (nokkuð síðbúinn reyndar) við Þorskafjörð núna í kvöld. Veður var sérlega sólbjart og gott og fór hitinn á opinberum mæli Veðurstofunnar neðan við Reykhólaþorp yfir tuttugu stig síðdegis.

...
Meira
Séð yfir hluta Reykhólaþorps / ÁG.
Séð yfir hluta Reykhólaþorps / ÁG.

Í tilefni af afmælisfagnaði Snæbjarnar Jónssonar flugmanns frá Mýrartungu, sem verður í Bragganum hans við Þorskafjörð í kvöld, kemur listflugvél frá Akureyri og leikur listir sínar yfir Reykhólum klukkan fimm í dag. Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt beiðni Snæbjarnar um leyfi fyrir þessu.

...
Meira
Íslenskt emblubirki í góðum vexti.
Íslenskt emblubirki í góðum vexti.

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands verða á morgun, laugardag, gróðursett þrjú tré í sérhverju sveitarfélagi landsins. Þar koma við sögu á hverjum stað piltur og stúlka sem fulltrúar kynjanna og fulltrúar framtíðarinnar. Þegar Vigdís fór um landið á sínum tíma gróðursetti hún hvarvetna þrjú tré. Í Reykhólahreppi verða trén gróðursett í Hvanngarðabrekku á Reykhólum (Kvenfélagsgirðingunni) við hátíðlega athöfn kl. 18. Þar eru allir velkomnir. Trén sem gróðursett verða eru yrki af þjóðlegustu trjátegund Íslands, birkinu, yrkið emblubirki.

...
Meira
Frá Reykhóladögum 2014 / Herdís Erna.
Frá Reykhóladögum 2014 / Herdís Erna.

Boðað er til almenns íbúafundar í borðsal Reykhólaskóla kl. 17 á mánudag, 29. júní, þar sem rætt verður um byggðarhátíðina Reykhóladaga 2015. Þeir sem hafa hugmyndir eða skoðanir eða vilja taka þátt í Reykhóladögunum með einum eða öðrum hætti eru eindregið hvattir til að koma, og líka þeir sem vilja bara fylgjast með.

...
Meira
Breiðafjarðarferjan Baldur.
Breiðafjarðarferjan Baldur.

Breiðafjarðarferjan Baldur tók niðri á leið sinni yfir Breiðafjörðinn fyrir nokkrum dögum. Töluverðar skemmdir urðu á skipinu en þó verða engar frátafir. Óhappið má væntanlega rekja til þess að siglingabauja var færð til fyrir einhver mannleg mistök. „Skipið strandaði ekki heldur fór utan í klett,“ segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða í Stykkishólmi. Ástæðan er að minnsta kosti meðal annars sú, að merkibauja sem var búin að vera á sínum stað til margra ára hafði í einhverju ógáti verið færð til. „Það er enginn að gera þetta viljandi.“

...
Meira
Afmælisbarnið og Bragginn eru klárir.
Afmælisbarnið og Bragginn eru klárir.

Snæbjörn Jónsson flugmaður frá Mýrartungu (afkomandi og nafni hins fræga Snæbjarnar í Hergilsey) varð fimmtugur á þjóðveldisdaginn fyrsta desember í vetur. Loksins er komið að afmælisfagnaðinum, sem verður núna á laugardagskvöld með pompi og prakt í „Bragganum“ á lögheimili hans, Krossnesi við Þorskafjörð. Þeir Múlabræður og Óskar Valda eru búnir að stilla græjurnar og munu halda uppi fjörinu. Jón Kristinn Snæhólm sér um veislustjórnina og Steinar Pálma ætlar að heilgrilla eins og eitt stykki sauðkind. Kvenfélagið Katla ætlar að sjá um að útbúa nesti svo að enginn verði svangur.

...
Meira
Í sól og sumaryl við Barmahlíð í dag.
Í sól og sumaryl við Barmahlíð í dag.
1 af 3

Vinnuskóli Reykhólahrepps hefur starfað á hverju sumri í mörg ár. Þar gefst ungmennum kostur á því að vinna margvísleg störf, einkum við fegrun og lagfæringar á hinu og þessu. Lengi var Jón Þór Kjartansson á Reykhólum umsjónarmaður og verkstjóri en núna hefur Jóhanna Ösp Einarsdóttir í Kaplaskjóli það hlutverk með höndum. Á fatnaðinum á myndunum sem hér fylgja sést vel hversu mikið hefur hlýnað í veðri. Mynd nr. 2 var tekin 9. júní en sú fremsta var tekin í rjómablíðunni í dag.

...
Meira
Frá Furðuleikum á Ströndum.
Frá Furðuleikum á Ströndum.
1 af 3

Sauðfjársetur á Ströndum heldur sína árlegu Furðuleika í tólfta sinn núna á sunnudag og hefjast þeir kl. 13. Leikarnir fara fram á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð og eru lokapunkturinn á bæjarhátíðinni Hamingjudögum á Hólmavík. Á Furðuleikum er keppt í ýmsum skringilegum íþróttagreinum, sem eiga sameiginlegt að vera afbragðs skemmtun þó að þær hafi ekki enn hlotið viðurkenningu á Ólympíuleikum. Meðal þess sem fólk getur prófað eru öskurkeppni, kvennahlaup (þar sem karlar hlaupa um þrautabraut með konur sínar á bakinu), ruslatínsla, stígvélakast og farsímakast og fleira. Þá má nefna trjónufótbolta sem er afar vinsæl grein og skemmtileg á að horfa.

...
Meira
Grettir við bryggju í Hvallátrum.
Grettir við bryggju í Hvallátrum.
1 af 3

Fyrir skömmu fór Grettir, flutningaskip Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, í þjónustuferð í Skáleyjar og Hvallátur á Breiðafirði. Farið var með samtals fjórtán þúsund lítra af olíu á báða staðina. Þetta er annað árið í röð sem Grettir annast þennan flutning. Olíuskipið Lauganes, skip Olíudreifingar, sinnti þessari þjónustu við eyjarnar í fjölda ára en fer ekki lengur innar í Breiðafjörðinn en í Flatey. „Við fluttum líka í Hvallátur fuglafóður handa æðarungunum og nýja ljósavél,“ segir Björn Samúelsson, vélstjóri á Gretti. Þess má geta, að líka er nýbúið að endurnýja ljósavélina í Skáleyjum.

...
Meira
24. júní 2015

Endar ná saman

Slitlagskaflarnir tengdir saman.
Slitlagskaflarnir tengdir saman.

Suðurverk hefur lokið við að klæða seinni kaflann af nýjum Vestfjarðavegi um Múlasveit í vesturhluta Reykhólahrepps. Er nú kominn góðvegur frá Bíldudal og til Reykjavíkur, að undanskildum þrætukaflanum í Gufudalssveit sem jafnan er kenndur við Teigsskóg. Nýi vegurinn er tæplega 16 kílómetrar, frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði, og liggur meðal annars yfir brýr á Kjálkafirði og Mjóafirði. Leysir hann af hólmi átta kílómetrum lengri veg sem lagður var um fjarðabotnana. Gamli vegurinn var krókóttur og oft holóttur, og snjóþungur á köflum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30