Tenglar

Oft er blíða á Hamingjudögum.
Oft er blíða á Hamingjudögum.

Byggðarhátíðin árvissa Hamingjudagar á Hólmavík byrjar í dag og stendur fram á sunnudag. Meðal ótalmargra dagskrárliða má nefna, að Hólmvíkingurinn margfrægi Gunnar Þórðarson sem löngum hefur verið kenndur við Hljóma og Trúbrot verður með tónleika í Bragganum. Boðið verður upp á námskeið í afrískum trommuleik sem meðlimir hljómsveitarinnar Bangoura Band annast, en þeir koma líka fram á hátíðinni. Jónsi í svörtum fötum mun leiða söng og útiskemmtun í Hvamminum á föstudagskvöldi og gert er ráð fyrir góðu veðri.

...
Meira
23. júní 2015

Laust starf til umsóknar

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir laust starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum frá og með 1. september 2015, jafnvel fyrr ef hentar. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera samviskusamur og traustur og góður í mannlegum samskiptum. Starfið felst í umsjón með sundlauginni, rekstri hennar og öryggi laugargesta.

...
Meira
Myndir: Herdís Erna og Gústaf Jökull.
Myndir: Herdís Erna og Gústaf Jökull.
1 af 12

Fjöldi svipmynda frá fjölskylduhátíðinni í Bjarkalundi 17. júní er kominn á vefinn. Þær er að finna í tveimur hlutum undir Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin, 27 myndir í hvorum hluta. Að hátíðinni stóðu í sameiningu Kvenfélagið Katla og Hótel Bjarkalundur. Fjallkona var Jóhanna Ösp Einarsdóttir, eins og hér hefur komið fram.

...
Meira
Elfar Logi í hlutverki Grettis. Ljósm. Ágúst G. Atlason.
Elfar Logi í hlutverki Grettis. Ljósm. Ágúst G. Atlason.

Grettir hinn sterki Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði kemur á fornar slóðir á Reykhólum í kvöld, laugardagskvöld, nánar tiltekið við Grettislaug, þar sem einleikurinn Grettir byrjar stundvíslega kl. 21.30. Hægt verður að skella sér í pottinn eða sitja á bakkanum og horfa á. Ef veður verður með leiðindi (reyndar er spáin prýðileg) færist sýningin upp á Báta- og hlunnindasýningu. Aldurstakmark er 14 ár og aðgangseyrir kr. 3.000. Einleikurinn Grettir er nýtt verk úr smiðju Kómedíuleikhússins. Lengd sýningarinnar er 45 mínútur. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson, leikmynd og brúður gerði Marsibil G. Kristjánsdóttir, tónlistin er í höndum Guðmundar Hjaltasonar en leikstjóri er Víkingur Kristjánsson. Allt eru þetta Vestfirðingar. - Hér á eftir er til upprifjunar stiklað á stóru varðandi veturvist Grettis á Reykhólum fyrir hartnær þúsund árum.

...
Meira
Bæði María Maack og hýasinturnar prúðbúnar í tilefni kvennadagsins.
Bæði María Maack og hýasinturnar prúðbúnar í tilefni kvennadagsins.

Næsta undarlegt þótti ýmsum í vetur í hinu friðsæla Reykhólaþorpi þegar kona sást hlaupandi á undan traktorsgröfu og grípa öðru hverju dekk úr skóflunni og slöngva með tilþrifum út fyrir götu. Skýringuna má finna hér. Núna standa hýasintur í blóma þar sem dekkin lentu (þau eru nú horfin fyrir löngu). Eitt þessara ótalmörgu dekkja lenti á mótum Grettistraðar og Reykjabrautar. Á myndinni má sjá konuna sem hér um ræðir og blómin bláu sem uxu upp af laukunum sem settir voru niður í vetur.

...
Meira
19. júní 2015

Upphlutur úr laxaroði

María búin að reisa Íslands merki og hnýtir fánalínuna við stöngina.
María búin að reisa Íslands merki og hnýtir fánalínuna við stöngina.
1 af 2

María Maack á Reykhólum klæðist í tilefni kvennadagsins upphlut að íslenskum sið, reyndar nýjustu útgáfunni af þessum gamla þjóðlega hátíðarfatnaði. Hann er úr sútuðu laxaroði. Í morgun dró María íslenska fánann að húni við húsið heima að Reykjabraut 13 áður en hún fór til starfa á sólbjörtum sumardegi á upplýsingamiðstöðinni og Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.

...
Meira
19. júní 2015

Laust starf á Reykhólum

Aðstoðarmatráð vantar í mötuneyti Reykhólahrepps sem allra fyrst. Starfshlutfall 100%. Hæfnisskilyrði: Góð þjónustulund, lipurð í samskiptum. Reynsla af matseld æskileg. Nánari upplýsingar um starfið og allt sem því viðkemur gefur Ingvar Samúelsson matráður í síma 898 7783 eða sveitarstjóri í síma 430 3200. Umsóknarfrestur er til 10. júlí.

...
Meira
18. júní 2015

Gengið um sveit að hætta?

Teymt undir börnum í hlýrri og mildri rigningu á Reykhóladögum í fyrra.
Teymt undir börnum í hlýrri og mildri rigningu á Reykhóladögum í fyrra.

Gönguhelgin Gengið um sveit hefur verið haldin í Reykhólahreppi allt frá sumrinu 2011. Núna eru vísbendingar um að hún hafi runnið sitt skeið. Minnt skal á mikilvægi þess að skrá sig fyrirfram, því að lágmarksþátttöku þarf til að af verði. Eins og staðan er nú að kvöldi fimmtudags er mjög léleg skráning í löngu gönguna (kjötsúpugönguna) á laugardag. Allar líkur eru á því að hún falli niður, í fyrsta sinn frá upphafi, nema úr rætist. Lokað verður fyrir skráningu síðdegis á morgun, föstudag. Ef hún fellur niður, þá má jafnframt búast við að þessi árlega gönguhelgi í Reykhólahreppi sé þar með úr sögunni.

...
Meira
Frisbígolf / reykjavik.is.
Frisbígolf / reykjavik.is.

Erindi Hörpu Eiríksdóttur þar sem hún greinir frá áhuga fyrir því að koma upp frisbí-golfvelli (folfvelli) á Reykhólum var kynnt á síðasta fundi sveitarstjórnar. „Kostnaður er um 800 þúsund fyrir völl sem hefur 6 körfur. Hver karfa kostar 100 þúsund og síðan eru það merkingar og fleira (verð voru fengin frá Frisbígolfsambandi Íslands). Frísbígolf er frábær leið til að hvetja til útivistar allan ársins hring og eykur þá afþreyingu sem er í boði fyrir ferðamenn sem og sveitunga. Körfurnar eru með mjög litlu viðhaldi og hægt að bæta við körfu hvenær sem er – þannig að hægt væri að gera stærri völl með hverju ári. Óskað er eftir að sveitarstjórn skoði málið og sjái hvað þetta geti verið flott fyrir sveitarfélagið,“ segir Harpa.

...
Meira
Vegleg björg mynda hlið þar sem ekið er austur á tjaldsvæðið á Miðjanesi.
Vegleg björg mynda hlið þar sem ekið er austur á tjaldsvæðið á Miðjanesi.

Í fyrrasumar var gengið frá nýju tjaldsvæði á jörðinni Miðjanesi í Reykhólasveit, nokkur hundruð metra austan við bæinn. Svæðið var jafnað og þökulagt og núna er það fullgróið og klárt. Komið hefur verið upp þjónustuhúsi þar sem er bæði heitt og kalt vatn, sturta og salerni. Rafmagn hefur verið lagt á svæðið með tengingum á nokkrum stöðum. Þetta er viðbót við bændagistinguna sem Halldóra Játvarðardóttir (Lóa á Miðjanesi) hefur rekið í hálfan annan áratug.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30