Bændur skipa öll sæti í stjórn
Ný stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) var kjörin í dag. Fækkað var í stjórninni og hana skipa nú fjórir bændur af Norður- og Suðurlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn SAM er eingöngu skipuð bændum. „Íslenskur mjólkuriðnaður er í eigu bænda. Þeir mörkuðu þá stefnu sem skilað hefur milljarðalækkun kostnaðar í mjólkurvinnslunni á liðnum árum og hefur lagt grunn að hækkun hráefnisverðs til bænda og raunlækkun á afurðaverði til neytenda á markaði,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, kúabóndi í Flugmýrarhvammi, nýkjörinn formaður.
...Meira