Tenglar

Ný stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) var kjörin í dag. Fækkað var í stjórninni og hana skipa nú fjórir bændur af Norður- og Suðurlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn SAM er eingöngu skipuð bændum. „Íslenskur mjólkuriðnaður er í eigu bænda. Þeir mörkuðu þá stefnu sem skilað hefur milljarðalækkun kostnaðar í mjólkurvinnslunni á liðnum árum og hefur lagt grunn að hækkun hráefnisverðs til bænda og raunlækkun á afurðaverði til neytenda á markaði,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, kúabóndi í Flugmýrarhvammi, nýkjörinn formaður.

...
Meira
Snorri Sturluson / Christian Krohg.
Snorri Sturluson / Christian Krohg.

Árshátíð Reykhólaskóla verður annað kvöld, föstudag, í íþróttahúsinu á Reykhólum. Víkingar og Sturlungaöld eru þema hennar að þessu sinni og verða nemendur leikskólans og grunnskólans með atriði þessu tengd. Nemendur grunnskólans hafa unnið að verkefnum tengdum Sturlungaöld og verður afraksturinn sýndur á hátíðinni.

...
Meira

Minnt skal á samverustundina í Barmahlíð á Reykhólum núna í kvöld, fimmtudag. Þar verður spilað og teflt, kaffi drukkið og spjallað saman. Allir eru velkomnir, ungir jafnt sem gamlir og allt þar á milli.

...
Meira
Globetrotterinn með 40 feta gám. Hlynur Stefánsson á innfelldu myndinni.
Globetrotterinn með 40 feta gám. Hlynur Stefánsson á innfelldu myndinni.
1 af 2

Fyrir stuttu stofnaði Hlynur Stefánsson á Reykhólum ásamt Lovísu Ósk Jónsdóttur konu sinni flutningafyrirtæki sem ber heitið Leiftur flutningar ehf. Núna fyrir helgina var síðan gengið frá kaupum á 520 hestafla Volvo Globetrotter flutningabíl árgerð 2006. Fyrsta fasta verkefnið er þegar í höfn, en þar er um að ræða alla flutninga á framleiðslu Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum til Reykjavíkur. Ferðirnar suður eru að meðaltali tvisvar í viku með 20-24 tonn hverju sinni í fjörutíu feta gámum. „Fyrir okkur vakir ekki annað en ef til vill það sem kalla mætti samfélagslega ábyrgð. Verksmiðjan er mikilvæg í samfélaginu og það munar um hvert einasta starf á svæðinu. Ef við getum átt þátt í að þau verði fleiri, þá skoðum við það,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar.

...
Meira
Hellisbraut 50 á Reykhólum.
Hellisbraut 50 á Reykhólum.

Guðrún Guðmundsdóttir og Björn Fannar Jóhannesson hafa ákveðið að selja einbýlishúsið sitt að Hellisbraut 50 á Reykhólum, gegn yfirtöku á Íbúðalánasjóðsláni og 3,6 milljónum króna að auki. Húsið var málað á síðasta ári og settur á það nýr þakkantur. Bílskúr. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu í síma 865-5237.

...
Meira
Friðrik, Sturla og Einar Sveinn taka höndum saman.
Friðrik, Sturla og Einar Sveinn taka höndum saman.

Stykkishólmsbær, Matís og írska fyrirtækið Marigot, sem á Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal, hafa undirritað samkomulag um samstarf í tengslum við nýtt verkefni, sem lýtur að frekari nýtingu stórþörunga í Breiðafirði í nýju iðnfyrirtæki, Deltagen Iceland. Áformað er að reisa verksmiðju í Stykkishólmi þar sem unnir verði hágæða þörungakjarnar til útflutnings. Gangi áætlanir eftir má gera ráð fyrir að starfsemi Deltagen Iceland með 15 nýjum heilsársstörfum hefjist á síðari hluta næsta árs.

...
Meira
Náttúrufegurðin í Reykhólahreppi er einstök. Séð yfir Borgarland og til Reykhóla. Ljósm. Árni Geirsson.
Náttúrufegurðin í Reykhólahreppi er einstök. Séð yfir Borgarland og til Reykhóla. Ljósm. Árni Geirsson.

Almennur fundur um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu, sem halda átti í í síðustu viku í Hnyðju á Hólmavík en var frestað vegna veðurs og ófærðar, hefur nú verið boðaður á nýjan leik á sama stað kl. 15-17 miðvikudaginn 11. mars. Að honum standa Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar. Á fundinum verður rætt um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og kallað eftir ábendingum þátttakenda.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

„Kvótakerfið í sjávarútvegi hefur gefið handhöfum kvótans hverju sinni mikið vald. Það hafa þeir notað til þess að hámarka verðmæti kvótans og þar með eigin gróða. Kvótakerfið hefur gefið ágirndinni, einni af höfuðsyndunum, lausan tauminn. Vanrækt hefur verið að setja nauðsynlegar hömlur á gróðasöfnun kvótahafanna á kostnað annarra. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Verð á kvóta hefur í nánu samráðu við fjármálastofnanir verið spennt svo hátt að ógerningur er fyrir nýja aðila að koma undir sig fótunum í sjávarútvegi. Það finnst enginn grundvöllur fyrir því að standa undir kaupum á kvóta með þeim tekjum sem aflinn gefur.“

...
Meira

Haldið verður spilakvöld og skákkvöld ásamt kaffidrykkju í matsal og setustofu Barmahlíðar á Reykhólum á fimmtudagskvöld, 5. mars, og verður byrjað kl. 19.30. Allir eru velkomnir, ungir og gamlir og allt þar á milli. Alveg sérstaklega þeir sem hafa áhuga á skák! segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi Reykhólahrepps.

...
Meira
Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.
Séð yfir hluta Flateyjar / Árni Geirsson.

Vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar verður haldin laugardagskvöldið 14. mars í félagsheimili Hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Segja má að hátíð þessi sé hápunkturinn í félagslífi Flateyinga, Inneyinga og velunnara Flateyjar á hverjum vetri, en hún hefur verið haldin með þessu sniði í meira en tíu ár. Venjan er að húsin í Flatey standi fyrir hátíðinni og eitt hús tilnefnt hverju sinni til að halda næstu hátíð. Að sjálfsögðu setur þessi tilhögun ákveðið mark á hverja hátíð enda húseigendur með mismunandi skoðanir varðandi skemmtanahald, umgjörð, matarrétti og tónlistarflutning. Þetta hefur tekist afar vel og hátíðirnar jafnan vel sóttar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31