Tenglar

Breiðafjarðarferjan Baldur. Morgunblaðið/sbs.
Breiðafjarðarferjan Baldur. Morgunblaðið/sbs.

Undanfarnar vikur hefur Eimskip átt í viðræðum við eigendur Sæferða í Stykkishólmi um hugsanleg kaup á fyrirtækinu og hafa félögin undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Eimskip sendi frá sér núna fyrir helgi. Sæferðir reka tvö skip í siglingum á Breiðafirði, annars vegar ferjuna Baldur, sem siglir milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey, og hins vegar Særúnu, sem notuð er í skoðunarferðum um Breiðafjörð.

...
Meira
Ásbjörn Egilsson verkfræðingur.
Ásbjörn Egilsson verkfræðingur.
1 af 6

Ásbjörn Egilsson á Mávavatni á Reykhólum hefur fengið veglegan námsstyrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar fyrir góðan árangur í meistaranámi á orkusviði, en í lokaverkefni sínu í byggingarverkfræði er hann að gera frumathugun á virkjun Múlaár í Gilsfirði. Þar mun hann finna hagkvæmustu útfærslu virkjunar, skoða arðsemi hennar og meta helstu umhverfisáhrif. Auk þess mun hann skoða hvaða möguleikar eru til þess að tengja virkjunina við raforkudreifikerfið og hvaða áhrif hún hefði á dreifikerfið í Reykhólahreppi og á Vestfjörðum.

...
Meira
Gylfi og Hanna í hátíðabúningum. Nánari myndaskýringar í meginmáli.
Gylfi og Hanna í hátíðabúningum. Nánari myndaskýringar í meginmáli.
1 af 7

Gylfi Helgason var jarðsunginn á Reykhólum í dag í mjög fögru veðri; glaðasólskin og fjallahringurinn hvítur og bjartur, stund milli stríða í tíðarfarinu, ef svo má segja. Minningarathöfn var í Friðrikskapellu á Hlíðarenda í Reykjavík í gær, nánast á þeim stað undir Öskjuhlíðinni þar sem Gylfi fæddist. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum annaðist báðar athafnirnar. Gylfi varð bráðkvaddur þann 6. febrúar á heimili sínu að Hellisbraut 2 á Reykhólum (Læknishúsinu). Eftirlifandi eiginkona hans er Ósk Jóhanna Guðmundsdóttir (Hanna) frá Gröf í Þorskafirði.

...
Meira
Frá Hólmavík. Ljósm. Jón Halldórsson.
Frá Hólmavík. Ljósm. Jón Halldórsson.

Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar boða til fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu núna á miðvikudaginn, 25. febrúar kl. 15-17, í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þar verður rætt um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu og kallað eftir ábendingum þátttakenda. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu. Brýnt er að ferðaþjónar og aðrir sem eiga hagsmuni í ferðaþjónustu hafi aðkomu að verkefninu og geti komið á framfæri ábendingum og leiðum til að efla ferðaþjónustuna og gera hana alþjóðlega samkeppnishæfa.

...
Meira
20. febrúar 2015

Sundlaugin lokuð

Grettislaug á Reykhólum / ÁG.
Grettislaug á Reykhólum / ÁG.

Á það skal minnt, sem hér hefur áður komið fram, að sundlaugin á Reykhólum verður lokuð á morgun, laugardag, vegna útfarar Gylfa Helgasonar. Venjulega er hún opin á laugardögum kl. 14-17. Laugin er lokuð á sunnudögum yfir vetrartímann og verður næst opin kl. 16-20 á mánudag eins og venjulega.

...
Meira
Gylfi Helgason.
Gylfi Helgason.

Útför Gylfa Helgasonar, fyrrverandi skipstjóra á Reykhólum, sem andaðist 6. febrúar, verður gerð frá Reykhólakirkju kl. 14 á laugardag. Minningarathöfn verður í Friðrikskapellu að Hlíðarenda í Reykjavík kl. 14 á morgun, föstudag. Hlíðarendi var einmitt fæðingarstaður Gylfa heitins.

...
Meira
Hentar ekki viðkvæmum sálum ...
Hentar ekki viðkvæmum sálum ...

Um þessar mundir setur Leikfélag Hólmavíkur upp leiksýninguna Sweeney Todd – morðóði rakarinn við Hafnargötuna. Leikstjóri er Eyvindur Karlsson og í leikarahópnum er góð blanda yngri og annarra reyndari áhugaleikara. Þessi magnaða sýning býður upp á ferðalag um allan tilfinningaskalann – blóð, svita og tár! Athygli er vakin á því að sýningin hentar ekki ungum börnum né viðkvæmum sálum. Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.

...
Meira

Spurningakeppni átthagafélaganna 2015 hefst kl. 20 í kvöld, fimmtudag. Eins og áður verður hún haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Alls taka nítján lið þátt í keppninni að þessu sinni, þar af eftirtalin átta núna í kvöld (útsláttarkeppni):

...
Meira
Á Hörmungardögum í fyrra voru andstyggilegar vöfflur í boði / EÖV.
Á Hörmungardögum í fyrra voru andstyggilegar vöfflur í boði / EÖV.

Veturinn er mörgum erfiður, langur, kaldur, dýr og óútreiknanlegur. Á Hörmungardögum á Hólmavík, sem nú eru haldnir í annað sinn, gefst tækifæri til að njóta allra þessara ömurlegheita saman og reyna að gera gott úr þeim - eða bara að líða ennþá verr yfir hlutskipti okkar í slæmum félagsskap annarra furðufugla. Hugmyndin er að nálgast allt það sem talist getur hörmulegt, með hverjum þeim hætti sem fólk getur látið sér detta í hug. Nálgunin er æði misjöfn og iðulega heldur kómísk, þó einnig fræðandi og jafnvel sorgleg eða alveg hræðileg. Helsti kosturinn er þó sá, að þó að allt klúðrist, þá gerir það ekkert endilega til, enda samræmist það þemanu fullkomlega.

...
Meira
Nýja Reykhólafólkið: Ása og Reynir Þór.
Nýja Reykhólafólkið: Ása og Reynir Þór.

Eins og greint var frá hér á vefnum núna í morgun er að rætast úr verslunarleysinu á Reykhólum. Þau Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal, búsett í Ytri-Njarðvík (sem eftir sameiningu sveitarfélaga tilheyrir Reykjanesbæ eins og fleiri af gömlu sveitarfélögunum þar syðra), stefna að því að opna verslun á Reykhólum á nýjan leik um mánaðamótin mars-apríl. Reynir Þór og Ása eru vel kunnug rekstri verslana og bærilega reynd á þeim vettvangi.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31