Tenglar

13. febrúar 2015

Lengi skal manninn reyna ...

Eyvindur Magnússon í leikþætti um viðskipti í Reykhólaþorpi.
Eyvindur Magnússon í leikþætti um viðskipti í Reykhólaþorpi.
1 af 3

Annállinn sem fluttur var á þorrablótinu á Reykhólum 2015 er kominn hér á vefinn ásamt ívafi. Höfundur og flytjandi annálsins var Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli en ívafið er annars vegar leikþáttur eftir Svanborgu Guðbjörnsdóttur (Lóu á Kambi) og hins vegar gamanvísur um gömlu sveitarstjórnina og þá nýju. Braginn um þá gömlu orti Sveinn Ragnarsson en Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal orti um þá nýju. Einar og Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli sungu bragina.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Þeir ríku verða ríkari með hverju árinu sem líður. Þeim sem eiga erfitt að veita sér sómasamleg lífskjör fer fjölgandi á sama tíma. Tiltölulega fámennir hópar í þjóðfélaginu hafa sótt sér hærri kauphækkun en almennir kjarasamningar hafa kveðið á um. Enn er þessi þróun í gangi, nú síðast með verkfalli og stórfelldum kauphækkun lækna. Verkafólki er í kjölfarið vísað á 3-4% dyrnar og gert ábyrgt fyrir efnahagslegum stöðugleika í þjóðfélaginu. Síðustu 20 árin hefur þróunin verið meira og minna stöðugt í þessa átt. Skattar á háar tekjur og eignir hafa verið lækkaðir og eru ákaflega hóflegir, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Skattar á lágar tekjur og engar eignir eru óhóflegir.

...
Meira
Kort: Fréttablaðið, júlí 2014.
Kort: Fréttablaðið, júlí 2014.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps mun undir lok mánaðarins sitja fund með sveitarstjórnum Dalabyggðar og Strandabyggðar um sameiningarmál eða samstarfsverkefni sveitarfélaganna. Samhliða kosningum til sveitarstjórna í fyrravor voru gerðar kannanir bæði í Reykhólahreppi og Dalabyggð á viðhorfi fólks til sameiningar við önnur sveitarfélög. Afar mjótt var á munum í Reykhólahreppi en í Dalabyggð vildi talsverður meirihluti þeirra sem afstöðu tóku sameiningu við annað eða önnur sveitarfélög.

...
Meira
Séð yfir austurhluta Flateyjar / ÁG.
Séð yfir austurhluta Flateyjar / ÁG.

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær var lagt fram til kynningar samrit af erindi íbúa Reykhólahrepps í Flatey til bæjarstjórnar Stykkishólmsbæjar, dags. 24. október 2014. Þar óska íbúarnir eftir viðræðum við Stykkishólmsbæ um að hann yfirtaki stjórnsýsluna í Flatey. Erindið hefur verið tekið fyrir í byggðaráði Stykkishólmsbæjar, þar sem tekið var jákvætt í það.

...
Meira
Míla er búin að uppfæra búnað sinn.
Míla er búin að uppfæra búnað sinn.

Snemma í vetur bárust kvartanir þess efnis (allar af Reykhólasvæðinu), að Reykhólavefurinn væri svo óeðlilega hægur að óviðunandi væri. Umsjónarmaður lét athuga þetta eins rækilega og nokkur leið var. Sérfræðingar í þessum efnum, bæði á Ísafirði þar sem vefurinn er hýstur og líka syðra, komust að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri athugavert við vefinn að þessu leyti. Slíkt væri fyrst og fremst bundið við netþjónustu þar sem viðkomandi væri í viðskiptum, væntanlega hjá Símanum, en hugsanlega líka í einhverjum tilvikum við búnað hjá einstökum notendum. Í gær hringdi maður búsettur í jaðri Reykhólaþorps og sagði að ástandið í þessu efni væri óþolandi.

...
Meira

Dísilbyssan (áfyllingarhandfangið) á dælunni við verslunarhúsið á Reykhólum lekur. Svokallað stoppinnsigli er rofið, sennilega vegna kulda. Þó er hægt að dæla olíu en þá lekur meðfram þessu innsigli við handfang byssunar. Búið er að tilkynna Olíudreifingu um þetta og verður viðgerðamaður sendur, en ekki er víst að það verði í dag.

...
Meira
Sigurlið Breiðfirðingafélagsins í fyrstu keppninni fyrir tveimur árum.
Sigurlið Breiðfirðingafélagsins í fyrstu keppninni fyrir tveimur árum.

Spurningakeppni átthagafélaganna, sem verður í Breiðfirðingabúð eins og í fyrri skiptin, hefst á fimmtudagskvöldið í næstu viku, 19. febrúar. Dregið var um það á sjónvarpsstöðinni ÍNN í gærkvöldi hvaða lið lenda saman, en þetta er útsláttarkeppni. Lið Breiðfirðingafélagsins skipa að þessu sinni Grétar Guðmundur Sæmundsson, Daníel Freyr Birkisson og Páll Guðmundsson, en ekki hefur enn tekist að skipa varamann. Lið Barðstrendingafélagsins skipa Ólína Kristín Jónsdóttir, Gunnlaugur Júlíusson og Héðinn Árnason, en liðsstjóri er Jóhanna Fríða Dalkvist. Höfundur spurninga, spyrill og dómari verður sem fyrr Gauti Eiríksson.

...
Meira
Áslaug til vinstri, Sandra Rún til hægri, og Lovísa Ósk með dótturina.
Áslaug til vinstri, Sandra Rún til hægri, og Lovísa Ósk með dótturina.
1 af 6

Núna um helgina afhentu sveitarstjórnarkonurnar í Reykhólahreppi Áslaug Berta Guttormsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir „startpakka“ nr. 2 þegar þær heimsóttu sveitungana Lovísu Ósk Jónsdóttur og Hlyn Stefánsson og börn þeirra. Í desember höfðu þær heimsótt Sigrúnu Kristjánsdóttur og Ágúst Má Gröndal og þeirra börn í sömu erindum. „Auðvitað fengum við að halda á litlu stelpunum, sem báðar eru yndislegar. Þetta voru einstaklega ánægjulegar heimsóknir og gaman að njóta þeirra forréttinda að færa þeim sængurgjöf frá öllum íbúum sveitarfélagsins,“ segir Áslaug.

...
Meira

Héraðsbókasafnið á Reykhólum verður lokað núna á föstudaginn vegna námskeiðs sem haldið verður í húsakynnum þess. Í staðinn verður safnið opið á sama tíma daginn áður, fimmtudaginn 12. febrúar, eða frá kl. 9 til 11.

...
Meira
Myndir: SR. Nánar í meginmáli.
Myndir: SR. Nánar í meginmáli.
1 af 7

Myndirnar sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í gær í Gautsdalnum þar sem þjóðvegurinn liggur áleiðis upp á Þröskulda. Krapastífla hafði komið í Gautsdalsána einhvern tíma um morguninn þannig að hún flóði upp úr farveginum framarlega í dalnum, rann niður með veginum, reif úr kantinum og stíflaði ræsi. Eins og sjá má voru Hafliði í Garpsdal og Magnús í Gautsdal þarna með tæki sín að opna ræsi sem stíflaðist. Mikið var farið að sjatna þegar myndirnar voru teknar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31