Tenglar

9. febrúar 2015

Gylfi Helgason látinn

Gylfi Helgason og Toppur hans ungur.
Gylfi Helgason og Toppur hans ungur.

Gylfi Helgason skipstjóri, Hellisbraut 2 á Reykhólum (læknishúsinu gamla), varð bráðkvaddur að morgni nýliðins föstudags, sjötíu og tveggja ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ósk Jóhönnu Guðmundsdóttur (Hönnu) frá Gröf í Þorskafirði, og þrjú börn, Höllu Sigrúnu, Helga Frey og Unu Ólöfu, og fjögur barnabörn.

...
Meira

Eins og hér kom fram var opna húsinu á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, sem átti að vera á þriðjudaginn í síðustu viku, frestað um viku. Núna hefur því verið frestað á nýjan leik og allt fram á fyrsta þriðjudag næsta mánaðar, 3. mars. Faraldrinum sem herjar á unga sem eldri í héraðinu er hvergi nærri lokið og má þar nefna sem dæmi, að í dag voru þrjátíu nemendur í Reykhólaskóla forfallaðir, þar af ellefu í leikskólanum og nítján í grunnskólanum.

...
Meira

Auglýst er eftir fólki í ólík störf á þremur vinnustöðum á Reykhólum í sumar, bæði fullar stöður og hlutastörf. Um er að ræða Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð, Grettislaug og Báta- og hlunnindasýninguna. Nánari upplýsingar sem þetta varðar er að finna hér fyrir neðan.

...
Meira
Unnið að mokstri. Ljósm. M.Ól.H.
Unnið að mokstri. Ljósm. M.Ól.H.
1 af 3

Núna á fjórða tímanum síðdegis á sunnudegi eru Brynjólfur Víðir Smárason á Reykhólum og Einar V. Hafliðason í Fremri-Gufudal með tæki sín að ryðja burt aurskriðu sem féll fyrr í dag yfir veginn rétt innan við Múla við Kollafjörð austanverðan. Enn flæðir leysingadrulla yfir veginn og út í sjó. Líklegt er talið að vegurinn verði orðinn fær eftir kannski einn til tvo klukkutíma. Báðum megin bíða nokkrir bílar. Viðbót: Líka féll nú fyrir stuttu aurskriða við Klett í Kollafirði. Þar er unnið að hreinsun og líklegt að vegurinn opnist fljótlega.

...
Meira

Notendur þessa vefjar eru minntir á undirsíðuna sem hér var búin til fyrir skömmu - og eindregið hvattir til að nota hana! Ef mjög sjaldan er sett þar eitthvað inn, þá trénast fólk einfaldlega upp á því að líta þar inn. Smellið á gula kassann hér hægra megin (sjá meðfylgjandi mynd), lesið innganginn efst á síðunni og það sem þar er nýtt - og notið þetta, bæði sjálfum ykkur og ekki síður öðrum til gagns!

...
Meira
6. febrúar 2015

Sumarstarfsmann vantar

Auglýst er eftir sumarstarfsmanni á Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum. Um er að ræða 75-100% stöðu. Unnið er í lotum ef óskað er eftir því. Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, duglegir og samviskusamir, hafi gaman af samskiptum við fólk og séu kunnugir Reykhólahreppi og því sem hann hefur að bjóða. Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir kunnáttu í erlendum tungumálum, þá sérstaklega ensku. Reynsla af þjónustustörfum er kostur.

...
Meira

Anna Björg Ingadóttir kennari á Reykhólum hefur varpað fram þeirri hugmynd að haldinn verði markaður í Reykhólaskóla. Hann yrði með þeim hætti að fólk gæti komið með vörur og selt, hvort sem það væri eigin framleiðsla, handverk eða bara eitthvað gamalt úr bílskúrnum. „Okkur Önnu Björgu langar að kanna áhuga á þessu og óskum eftir að fólk hafi samband við aðra hvora okkar ef það hefur áhuga á að selja einhverja hluti,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal, sem einnig starfar við skólann.

...
Meira
Gauti Eiríksson að stjórna keppninni í Breiðfirðingabúð í fyrra.
Gauti Eiríksson að stjórna keppninni í Breiðfirðingabúð í fyrra.

Spurningakeppni átthagafélaganna hefur fest sig í sessi og verður nú haldin þriðja árið í röð. Hún verður í Breiðfirðingabúð eins og áður og verður sýnt frá henni á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Fyrsta umferðin verður fimmtudagskvöldið 19. febrúar en lokasennan þremur vikum síðar eða 12. mars. Nítján lið keppa og hafa aldrei verið fleiri. Athygli hefur vakið hversu stór hluti þessara félaga er og hefur alltaf verið skipaður fólki með átthaga á svæðinu frá Breiðafirði og norður um Vestfirði. Höfundur spurninga, spyrill og dómari verður eins og í fyrri skiptin Gauti Eiríksson frá Stað.

...
Meira

Fregnir bárust af því í dag að vatn myndi hafa komist í dísilolíu á sjálfsafgreiðslustöð N1 í Bjarkalundi í Reykhólasveit og vandræði hlotist af. Mæltust menn til að varað yrði við þessu hér á vefnum. Núna hefur verið staðfest að þetta er rétt.

...
Meira
5. febrúar 2015

Hvers virði er Ísland?

Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, oddviti VG í NV-kjördæmi.

Það gengur ekki að einkaaðilar fari að selja inn á sín afmörkuðu svæði og við önnur svæði verði sett upp söluhlið þar sem sýna þarf náttúrupassa. Þessi ásýnd landsins fyrir ferðamenn er fráhrindandi og óaðlaðandi og mun fljótt skila sér í neikvæðri umræðu um landið, sem hefur fengið þá ímynd eftir mikla markaðssetningu að vera í hópi þeirra landa sem skarta fjölbreyttri náttúrufegurð og þar sem fjölbreytni er höfð í hávegum. Það er auðvelt að eyðileggja árangur áratuga vinnu við markaðssetningu í ferðamálum með illa ígrunduðum tillögum um náttúrupassa, sem þingmenn úr öllum flokkum hafa gagnrýnt undanfarið ásamt félagasamtökum og almenningi í landinu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31