Tenglar

Harpa Björk Eiríksdóttir í afgreiðslunni á Báta- og hlunnindasýningunni.
Harpa Björk Eiríksdóttir í afgreiðslunni á Báta- og hlunnindasýningunni.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum er að fara af stað með röð opinna húsa á þessu ári. Það fyrsta verður annað kvöld, þriðjudag 3. mars, og verða þau síðan fyrsta þriðjudaginn í hverjum mánuði alveg fram á haust. Húsið er opnað kl. 18 og verður opið til kl. 21. En ef mikil spilagleði er í fólki, nú eða spjallgleði, þá er bara opið lengur. Á þessari fyrstu samkomu ársins á Báta- og hlunnindasýningunni verður farið létt yfir það sem í boði verður á sýningunni fram til vorsins og tekið við tillögum gesta í þeim efnum.

...
Meira
Kristján Gauti Karlsson á Kambi.
Kristján Gauti Karlsson á Kambi.
1 af 4

Kristján Gauti Karlsson á Kambi í Reykhólasveit byrjaði fyrir réttum mánuði sem blaðamaður á vikublaðinu Skessuhorni á Akranesi og fréttavef þess. Hann er þar í sextíu prósent starfi til vors, samhliða vinnu við lokaverkefni til BA-prófs, og verður síðan í fullu starfi á Skessuhorni á komandi sumri. „Já, liðinn mánuður hefur verið mjög skemmtilegur og áhugaverður,“ segir hann. „Reyndar er ég í nokkuð sérhæfðu verkefni núna í byrjun, ég sé um allt efni, allan texta, í ferðablaðinu fyrir Vesturland sem Skessuhorn gefur út á hverju vori.“ Lokaverkefni Gauta til BA-prófsins fjallar um orðmyndunar-aðferðir í íslensku slangri.

...
Meira
Garðar Stefánsson, saltari, leikstjóri og hagfræðingur á gallabuxum.
Garðar Stefánsson, saltari, leikstjóri og hagfræðingur á gallabuxum.

„Við leggjum upp með hlutleysi og tökum ekki sjálfir afstöðu með eða á móti íslensku krónunni. Á hinn bóginn leiðum við fram fjölmörg sjónarmið og tölum við fólk sem hefur fastmótaðar skoðanir. Stjórnmálamenn, hagfræðinga, heimspekinga, fólk í atvinnulífinu, sjómenn, bændur og fólkið á götunni. Það gleymist stundum að almenningur hefur líka skoðanir. Þá er í myndinni sögumaður sem útskýrir hagfræðileg hugtök og annað slíkt á afar aðgengilegan hátt. Þessi mynd fjallar fyrst og fremst um krónuna sem samfélagslegt fyrirbæri.“ Þetta segir Garðar Stefánsson hagfræðingur, leikstjóri heimildamyndarinnar Íslenska krónan, sem frumsýnd verður næsta laugardag.

...
Meira
Jóhannes Geir Gíslason.
Jóhannes Geir Gíslason.

Málþing um menningar- og söguferðaþjónustu á Vestfjörðum var haldið á Ísafirði fyrir skömmu. Meðal gesta á þinginu var Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum á Breiðafirði. Fjölskylda hans hefur búið í Skáleyjum frá 1750 og hefur hann hugmyndir um það hvernig megi sem best varðveita verkhefðir sem eru óðum að falla í gleymskunnar dá. Skáleyjar eru innstar svonefndra Inneyja og eru í Reykhólahreppi eins og mestur hluti Breiðafjarðareyja.

...
Meira
1. mars 2015

Sátt við hverja?

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Þegar byrjað er að ræða um kvótakerfið svokallaða lokast oftar en ekki eyru þeirra sem ekki hafa beina hagsmuni af sjávarútvegi og mörgum þykir málið flókið og illskiljanlegt. Erfitt reynist að keppa við þá miklu áróðursmaskínu sem samtök í sjávarútvegi setja jafnan í gang þegar þeim þykir sínum hagsmunum ógnað og gleymist seint sú herferð og heimsendaspá sem lýst var yfir af LÍÚ á síðasta kjörtímabili þegar reynt var að bylta kvótakerfinu. Dóttir mín ráðlagði mér að nálgast umræðuna um sjávarútvegsmál á sem auðskiljanlegastan hátt, svo að ungt fólk gerði sér betur grein fyrir því út á hvað það gengi að breyta kvótakerfinu. Meginatriðin eru að tryggja atvinnurétt og afnot komandi kynslóða af sjávarauðlindinni með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér til þjóðarinnar.

...
Meira
Frystihúsið er við bryggjuna í Flatey. Myndina tók Árni Geirsson sumarið 2012 þegar viðgerðir á húsinu stóðu yfir.
Frystihúsið er við bryggjuna í Flatey. Myndina tók Árni Geirsson sumarið 2012 þegar viðgerðir á húsinu stóðu yfir.

Þrísker ehf. (Frystihúsið í Flatey) fær 2,5 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða við fyrstu úthlutun á þessu ári. Hann er veittur til uppsetningar á salernisaðstöðu og til að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Markmið styrkveitingarinnar er að auka möguleika ferðamanna, óháð líkamlegri getu, til að njóta þeirrar ferðaþjónustu sem nú er í boði í Frystihúsinu og í Flatey. Þá fær Ólafsdalsfélagið 1,5 milljónir fyrir annan áfanga í endurreisn Ólafsdals í Gilsfirði. Flatey tilheyrir Reykhólahreppi eins og mikill meirihluti Breiðafjarðareyja. Ólafsdalur við Gilsfjörð sunnanverðan tilheyrir hins vegar Dalabyggð, en Reykhólahreppur er meðal stofnenda og hluthafa í Ólafsdalsfélaginu.

...
Meira
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.

Ný gjaldskrá fyrir Grettislaug á Reykhólum tekur gildi núna um mánaðamótin og hækka flest gjöld í samræmi við hækkun á vísitölu. Aðrar breytingar eru þó veigameiri. Ekki verður lengur frítt í laugina fyrir börn og ungmenni heldur verða gefin út tómstundakort. Tilhögunin varðandi tómstundakortin gildir eingöngu um börn og ungmenni á aldrinum 6-17 ára, sem eiga lögheimili í Reykhólahreppi. Ekki verður heldur frítt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega eins og verið hefur, heldur greiða þeir sama gjald og börn og ungmenni.

...
Meira
Breytt skipulag.
Breytt skipulag.
1 af 2

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 12. febrúar 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi á landi Fremri-Gufudals í Reykhólahreppi skv. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að ný íbúðarhúsalóð er skilgreind innan skipulagssvæðisins. Skipulagsmörkum er hnikað lítillega til vegna þessa og tekur deilskipulagið því til 22,3 hektara svæðis í stað 21,5 hektara. Innan skipulagssvæðisins eru fjögur sumarhús, tvö íbúðarhús og útihús sem tilheyra jörðinni.

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Grettislaug á Reykhólum verður opin kl. 16-18 á morgun, laugardag, ekki kl. 14-17 eins og venjulega á laugardögum. Hér með er líka auglýst eftir starfsmanni við laugina núna strax. Jafnframt er enn verið að leita að sumarstarfsmanni. Ef enginn fæst núna eða á næstunni má búast við því að einhverjar breytingar verði fram á vorið á tímum þegar laugin er opin frá því sem áformað var.

...
Meira
Lið Breiðfirðinga og Barðstrendinga eigast við. Ljósm. JR.
Lið Breiðfirðinga og Barðstrendinga eigast við. Ljósm. JR.

Lið Breiðfirðingafélagsins sigraði í sínum riðli í Spurningakeppni átthagafélaganna í kvöld og komst þar með í átta liða úrslit. Í öðru sæti í þeim riðli varð lið Barðstrendingafélagsins og í þriðja sæti varð lið Skaftfellingafélagsins, sem sigraði í fyrra. Hin liðin sem komust áfram í átta liða úrslit í kvöld eru lið Átthagafélags Vestmannaeyinga, lið Siglfirðingafélagsins og lið Félags Djúpmanna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31