Tenglar

18. febrúar 2015

Excel-námskeið á Reykhólum

María Maack.
María Maack.

Eins og fram kom í viðtali hér fyrr í dag við Maríu Maack heldur hún námskeið á Reykhólum í notkun töflureiknis (Excel-forritsins) og þjálfar nemendur í notkun forritsins. Námskeiðið hefst á mánudagskvöldið, 23. febrúar. Kennt verður tvö kvöld í viku í þrjár vikur, tvær kennslustundir í senn. Að námskeiðinu standa Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Vistmenning. Áhugasamir hafi samband við Maríu fyrir frekari upplýsingar og skráningu.

...
Meira
María Maack.
María Maack.

María Maack hefur unnið í afleysingum á skrifstofu Reykhólahrepps síðan í haust en hættir þar í vor. „Mér finnst rétt að nýta mína löngu reynslu af rannsóknum og kennslu, leiðsögn og þróun ferðaþjónustu, og hafði samband við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, og þar var ég fengin beint í kennslu. Hjá Þörungaverksmiðjunni hefur verið talað um að tilfinnanlega vantaði að starfsmenn þar kynnu að notfæra sér töflureikni eða Excel-forrit. Þar sem ég hef notað þetta forrit mikið á undanförnum áratugum tók ég að mér að kenna það. Áhuginn þar er mikill en mér virðist að hann sé líka til staðar hérna uppi í þorpi,“ segir María.

...
Meira
Verslunarhúsið á Reykhólum.
Verslunarhúsið á Reykhólum.

Loksins sér fyrir endann á verslunarleysinu á Reykhólum, sem staðið hefur frá áramótum. Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal, sem búsett eru á Suðurnesjum, stefna að því að opna verslun á Reykhólum um mánaðamótin mars-apríl, eða eftir um sex vikur. Þau taka á leigu verslunarhúsið, sem er í eigu Reykhólahrepps, ásamt ýmsum búnaði sem þar er.

...
Meira

Nú líður að öðrum fundi foreldra í Reykhólahreppi í þriggja funda röð um málefni barna. Hann verður á fimmtudagskvöldið kl. 19.30 og fjallar um sjálfsmynd og tilfinningar barna. Fundurinn verður á bókasafninu í Reykhólaskóla og verður með sama sniði og sá fyrsti, þar sem samskipti barna voru viðfangsefnið. Þar var góð mæting, líflegar umræður og skemmtilegar niðurstöður sem verið er að vinna úr, segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi. Það væri gaman ef mætingin núna verður eins góð og þá, segir hún.

...
Meira

Bókasafnið á Reykhólum verður lokað á morgun, miðvikudag, en í staðinn verður það opið lengur en venjulega á föstudag eða kl. 9-13. Vegna jarðarfarar á Reykhólum á laugardag verður sundlaugin lokuð þann dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu Eiríksdóttur, bókaverði og forstöðumanni Grettislaugar.

...
Meira

Vegna veikinda er útibú Lyfju í Búðardal lokað í dag, þriðjudaginn 17. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfju.

...
Meira

Félagsþjónustan í Reykhólahreppi auglýsir eftir starfsmanni í afleysingu í heimaþjónustu í nokkrar vikur vegna veikinda. Um hlutastarf er að ræða. Upplýsingar gefur María Játvarðardóttir félagsmálastjóri í tölvupósti og símum 451 3510 / 842 2511.

...
Meira
Matthías Ólason.
Matthías Ólason.

Matthías Ólason, bóndi og vörubifreiðastjóri á Hamarlandi í Reykhólasveit, er sjötugur á morgun, 16. febrúar. Matthías er upprunninn á Hamarlandi en Olga Sigvaldadóttir kona hans er frá Hafrafelli í Reykhólasveit. Þau verða að heiman. Á myndinni er Matthías í sumarblíðu í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum fyrir fáeinum árum.

...
Meira

Í bæklingi um tómstundastarf í Reykhólahreppi fram á vor, sem dreift var fyrir rúmum mánuði, kemur fram að saltkjötsveisla Lions verði 6. mars. Hún hefur nú verið færð til um tvær vikur og verður í staðinn (með hefðbundnu ívafi bókmennta) föstudagskvöldið 20. mars.

...
Meira
Kortið og handbókin í fyrra.
Kortið og handbókin í fyrra.

Hið árlega Vestfjarðakort The Official Tourist Map sem Markaðsstofa Vestfjarða gefur út er komið í vinnslu og verður gefið út í 30 til 35 þúsund eintökum. Því er dreift á upplýsingamiðstöðvar um allt land, bílaleigur, flugvelli og alla helstu ferðamannastaði. Á kortinu eru í boði nokkur auglýsingapláss í mismunandi stærðum. Þeir sem vilja tryggja sér auglýsingapláss hafi samband við Díönu Jóhannsdóttur. Stofan er einnig að vinna að ferðahandbókinni The Official Tourist Guide fyrir 2015-2016.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31