Tenglar

Mismunandi veglínur við Þorskafjörð. Morgunblaðið / Vegagerðin.
Mismunandi veglínur við Þorskafjörð. Morgunblaðið / Vegagerðin.

Ellefu athugasemdir bárust Skipulagsstofnun vegna þeirrar beiðni Vegagerðarinnar að taka upp á ný úrskurð Skipulagsstofnunar um umhverfismat vegna lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg við Þorskafjörð. Umsagnir eru ýmist neikvæðar eða jákvæðar. Eigendur jarðanna Hallsteinsness og Grafar við Teigsskóg mótmæla harðlega endurupptöku umhverfismatsins. Þeir stóðu að málaferlum gegn fyrri áformum Vegagerðarinnar um lagningu vegar þarna um, svonefndri B-leið, og fengu umhverfismatið ógilt.

...
Meira
Pylsugerðarmaður í Mexíkó / Wikipedia.
Pylsugerðarmaður í Mexíkó / Wikipedia.

Svava Björg Svavarsdóttir hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands minnir á pylsugerðarnámskeiðið sem haldið verður á Reykhólum á vordögum. Kenndar verða ýmsar aðferðir við pylsugerð, tilvalið fyrir þá sem vilja búa til pylsur heima hjá sér. Jafnframt vill Svava minna á möguleika á styrkjum úr fræðslusjóðum stéttarfélaga.

...
Meira

Annað kvöldið af fjórum í Spurningakeppni átthagafélaganna 2015 verður í kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20. Sem fyrr er keppnin haldin í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Meðal þeirra sem keppa í kvöld eru lið Barðstrendingafélagsins og Breiðfirðingafélagsins. Þar sem um útsláttarkeppni er að ræða er ljóst að annað þeirra mun falla úr leik.

...
Meira
25. febrúar 2015

21. Strandagangan á laugardag

Frá ræsingunni fyrir tveimur árum. Ljósm. Jón Halldórsson, Hólmavík.
Frá ræsingunni fyrir tveimur árum. Ljósm. Jón Halldórsson, Hólmavík.

Strandagangan 2015 verður haldin í Selárdal við Steingrímsfjörð á laugardaginn. Hún er hluti af Íslandsgöngunni, mótaröð sem haldin er á sex stöðum víðs vegar um landið. Keppt er í fjórum vegalengdum eða 1 km, 5 km, 10 km og 20 km, og eru rástímar kl. 12.30 og 13. Stysta gangan er eingöngu fyrir 10 ára og yngri. Keppendum er boðið að hlýja sér í heitum pottum á Hólmavík að keppni lokinni. Að því búnu fer fram verðlaunaafhending í Félagsheimilinu þar sem einnig verða framreiddar glæsilegar kaffiveitingar. Loks verður skíðaleikjadagur í Selárdal á sunnudag, þangað sem öll börn eru boðin velkomin án endurgjalds.

...
Meira

Námskeið í stjórn og meðferð gaffallyftara, hleðslukrana, dráttarvéla með tækjabúnaði, körfubíla, steypudælna og valtara verður haldið í Rósubúð á Hólmavík dagana 24.-26. mars ef næg þátttaka fæst. Verðið er kr. 41.000. Skráning á heimasíðu Vinnueftirlitsins eða í síma 550 4653 eða tölvupósti. Síðasti skráningardagur er 18. mars.

...
Meira

Silfursteypa er kjörin leið til að framleiða einfalda gripi og munu þátttakendur öðlast skilning og þekkingu á aðferð sem fylgt hefur mannkyninu í árþúsundir, segir í tilkynningu frá Símennt. Námskeið í þessari listgrein verður haldið í Auðarskóla í Búðardal helgina 7.-8. mars. Þar munu þátttakendur hanna og smíða hálsmen eftir þessari fornu aðferð.

...
Meira
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson.
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er friðlýsing Látrabjargs í forgangi í ár. Einnig endurskoðun friðlýsingar Flateyjar á Breiðafirði, sem og Varmárósa í Mosfellsbæ og Einkunna í Borgarfirði. Núna annað árið í röð er aftur á móti ekki gert ráð fyrir sérstakri fjárveitingu til friðlýsingaverkefna á vegum Umhverfisstofnunar. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun hefur niðurskurður í fjárframlögum hægt verulega á friðlýsingarvinnu stofnunarinnar.

...
Meira
24. febrúar 2015

Laust starf við Grettislaug

Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Grettislaug á Reykhólum auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf, unnin er önnur hver vika. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og vera reglusamur og sjálfstæður í starfi. Einnig þarf að kunna hjálp í viðlögum og hafa gilt skírteini frá RKÍ. Best væri að geta hafið störf sem fyrst.

...
Meira

Fundinum um framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu, sem átti að vera á Hólmavík á morgun og hér var greint frá, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Enn og aftur erum við í þeirri stöðu að þurfa að fresta fundi vegna óveðursspár,“ segir í tilkynningu.

...
Meira
24. febrúar 2015

Breiðfirðingur endurvakinn

Svavar Gestsson.
Svavar Gestsson.
1 af 2

Tímaritið Breiðfirðingur (ársrit) kom út á árunum 1942-2009 en lagðist þá í dvala. Ákveðið var á liðnu hausti að koma ritinu á stjá að nýju og var Svavar Gestsson fyrrv. alþingismaður og ráðherra fenginn til ritstjórnar. Svavar átti æsku sína og uppvöxt við Breiðafjörðinn og hefur nú um nokkurt árabil verið búsettur með annan fótinn í Reykhólahreppi. Fyrsta hefti Breiðfirðings undir hans stjórn kemur út núna á vormánuðum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31