Upptöku umhverfismats harðlega mótmælt
Ellefu athugasemdir bárust Skipulagsstofnun vegna þeirrar beiðni Vegagerðarinnar að taka upp á ný úrskurð Skipulagsstofnunar um umhverfismat vegna lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg við Þorskafjörð. Umsagnir eru ýmist neikvæðar eða jákvæðar. Eigendur jarðanna Hallsteinsness og Grafar við Teigsskóg mótmæla harðlega endurupptöku umhverfismatsins. Þeir stóðu að málaferlum gegn fyrri áformum Vegagerðarinnar um lagningu vegar þarna um, svonefndri B-leið, og fengu umhverfismatið ógilt.
...Meira