Tenglar

Saltpakkar frá verksmiðju Norðursalts í Karlsey, rétt við Reykhólahöfn.
Saltpakkar frá verksmiðju Norðursalts í Karlsey, rétt við Reykhólahöfn.

Eins og hér var greint frá hefur Norðursalt auglýst Sæmundarhúsið á Reykhólum til sölu og jafnframt hafa tvö störf við pökkun verið flutt suður. „Þessari breytingu fylgir ákveðin hagræðing,“ segir Garðar Stefánsson hjá Norðursalti um flutninginn á pökkuninni. „Með þessu móti getum við betur einbeitt okkur að sjálfri framleiðslunni á Reykhólum, bæði auknum afköstum og gæðum vörunnar. Það hefur verið mikið álag á starfsfólkinu að vera með bæði pökkunina og vörulager í verksmiðjuhúsinu, fyrir utan rýmið sem þetta tók frá nauðsynlegri framtíðarstækkun á plássi fyrir framleiðsluna,“ segir Garðar. „Þetta reyndist vandasamara en við reiknuðum með.“

...
Meira

Komið hefur í ljós að þegar slökkt var endanlega á hliðrænni (analog) útsendingu RÚV núna þann 2. febrúar urðu í einhverjum tilfellum breytingar á möguleikum fólks í dreifbýli að ná útsendingunni. Dæmi eru um það í Strandabyggð að bæir, þar sem er heilsársbúseta og áður náðist hliðræn útsending með ágætum, eiga nú ekki kost á að ná stafrænni (digital) útsendingu þótt þeir hafi allan tilskilinn búnað. Merki frá sendi næst einfaldlega ekki og svör sem íbúar fá um úrbætur eru misvísandi eða óljós.

...
Meira
Sæmundarhúsið á Reykhólum. Ljósm. Fasteignamiðlun Vesturlands.
Sæmundarhúsið á Reykhólum. Ljósm. Fasteignamiðlun Vesturlands.
1 af 3

Sæmundarhúsið svokallaða að Hellisbraut 14 á Reykhólum hefur verið sett á sölu á Fasteignamiðlun Vesturlands á Akranesi. Norðursalt á Reykhólum keypti húsið fyrir rúmu ári og hugðist nota það til íbúðar fyrir starfsfólk sitt. Húsið var í mjög slæmu ástandi að nánast öllu leyti og hefur fyrirtækið lagt mikla vinnu og fjármuni í endurbætur á því. Enn er þó mikið ógert innanhúss.

...
Meira
Reykhólar 11. ágúst 1988 / lmi.is.
Reykhólar 11. ágúst 1988 / lmi.is.

Hér var í gærkvöldi (næsta frétt hér á undan) birt gömul loftmynd af Reykhólum, undir fyrirsögninni Kannast einhver við þennan stað? Fram kom að myndin hefði verið tekin 11. ágúst 1988 og spurt var hvaðan hún væri. Að sjálfsögðu þekkti heimafólk staðinn, en það sem meira var: Ýmsir fullyrtu í umræðum á Facebooksíðu umsjónarmanns þessa vefjar, að myndin væri eldri en þarna var tiltekið, og voru ýmis rök færð fyrir því. Núna í morgun hafði umsjónarmaður samband við Landmælingar Íslands varðandi þetta, og þar var svarið klárt og kvitt: „Að sjálfsögðu hafa heimamenn rétt fyrir sér, þarna urðu mannleg mistök til þess að skráð var röng dagsetning við myndina.“ Myndin sem birt var og hér um ræðir var tekin nánast réttum tíu árum áður en sagt var, eða 15. ágúst 1978. Til samanburðar er hér birt „rétta“ myndin, tekin 11. ágúst 1988. Fróðlegt er að bera þær saman því að margt hefur breyst á einum áratug.

...
Meira
Hvaðan er þessi mynd?
Hvaðan er þessi mynd?

LEIÐRÉTT Loftmyndin sem hér fylgir var verðlaunagetraun janúar-mánaðar á vef Landmælinga Íslands. Fram kom að myndin hefði verið tekin 11. ágúst 1988 og spurt var hvaðan hún væri. Kannast ekki einhver við þennan stað og þetta svæði þó að sumt hafi breyst á rúmum fjórðungi aldar? Ef svo er, þá er bara næst að spreyta sig á getraun febrúarmánaðar hjá Landmælingum Íslands.

...
Meira
3. febrúar 2015

Ljóðakvöld í Barmahlíð

Ljóðakvöld ætlað öllum eldri borgurum í Reykhólahreppi sem áhuga hafa verður í Barmahlíð á Reykhólum núna á fimmtudagskvöld, 5. febrúar, og hefst kl. 19.30. Skilgreiningin á því hverjir teljast eldri borgarar er bæði óljós og breytileg og verður varla farið að rekast í aldri gesta við þetta tækifæri. Þess má geta, að Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi er opið fólki 60 ára og eldra og líka mökum þó að þeir séu yngri en sextugir.

...
Meira

Símenntunarmiðstöð Vesturlands gengst fyrir námskeiði í pylsugerð á Reykhólum í vor. „Þetta námskeið er tilvalið fyrir þá sem vilja læra að gera pylsur heima hjá sér. Kenndar verða ýmsar aðferðir varðandi pylsugerð,“ segir í tilkynningu. Leiðbeinandi verður Jóhannes Geir Númason kjötiðnaðarmeistari.

...
Meira

Allmargir starfsmenn Reykhólahrepps hafa ekki verkfallsrétt, skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Skrá yfir þá sex starfsmenn og þau níu stöðugildi til viðbótar sem hér eiga í hlut tók gildi núna um mánaðamótin og hefur verið auglýst í Stjórnartíðindum. Starfsmenn og stöðugildi sem um ræðir:

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir eftir sumarstarfsfólki við Grettislaug á Reykhólum. Um er að ræða bæði full störf og hlutastörf. Umsækjendur þurfa að hafa náð átján ára aldri. Björgunarpróf verða haldin áður en sumartíminn í lauginni hefst.

...
Meira
2. febrúar 2015

Opna húsinu frestað um viku

Frá Báta- og hlunnindasýningunni.
Frá Báta- og hlunnindasýningunni.

Fram kom í fréttabréfi sem dreift var í héraðinu í fyrri hluta janúar og birt hér á vefnum, að opið hús yrði á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Núna hefur verið ákveðið að opna húsið sem hefði þannig átt að vera á morgun, þriðjudag, frestist um eina viku. Þetta er gert vegna útbreiddra veikinda og annarra forfalla.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31