Norðursalt á Reykhólum: Pökkunin flutt suður
Eins og hér var greint frá hefur Norðursalt auglýst Sæmundarhúsið á Reykhólum til sölu og jafnframt hafa tvö störf við pökkun verið flutt suður. „Þessari breytingu fylgir ákveðin hagræðing,“ segir Garðar Stefánsson hjá Norðursalti um flutninginn á pökkuninni. „Með þessu móti getum við betur einbeitt okkur að sjálfri framleiðslunni á Reykhólum, bæði auknum afköstum og gæðum vörunnar. Það hefur verið mikið álag á starfsfólkinu að vera með bæði pökkunina og vörulager í verksmiðjuhúsinu, fyrir utan rýmið sem þetta tók frá nauðsynlegri framtíðarstækkun á plássi fyrir framleiðsluna,“ segir Garðar. „Þetta reyndist vandasamara en við reiknuðum með.“
...Meira