Tenglar

Kátur leikhópur Skruggu á kaffihúsinu.
Kátur leikhópur Skruggu á kaffihúsinu.

Kaffihúsið hjá Leikfélaginu Skruggu í íþróttahúsinu á Reykhólum fyrir helgina var mjög vel sótt. Þar var reyndar ekki aðeins kaffi heldur einnig leikþættir, grín og gaman. „Mig langar að senda þeim sem voru að leika og öllum þeim sem komu að því sem við vorum að gera hjartans þakkir,“ segir Solla Magg, formaður Skruggu. Eins og fólk veit er hún flutt í burtu en kom vestur til að leikstýra og annast þennan viðburð. Hún segist vona að vilji sé fyrir því að setja upp gamanleikrit í fullri lengd eftir áramótin.

...
Meira
Ásdís Margrét, Ólína Kristín, Aðalheiður og Unnur Helga. Fréttablaðið / Pjetur.
Ásdís Margrét, Ólína Kristín, Aðalheiður og Unnur Helga. Fréttablaðið / Pjetur.
1 af 2

Lið sem bar heitið Láki og félagar sigraði í opnum flokki í landsleiknum Allir lesa, sem lauk á Degi íslenskrar tungu. Sex konur og einn karl skipuðu liðið, þar af þrjár mæðgur frá Mýrartungu í Reykhólasveit, þær Aðalheiður Hallgrímsdóttir og Ólína Kristín og Unnur Helga Jónsdætur (Snæbjörnssonar frá Stað). Með þeim á þessari mynd, sem birtist í Fréttablaðinu, er Ásdís Margrét Magnúsdóttir. Á Facebook-síðu sinni segir Ólína Kristín: „Verst að Fréttablaðið setti ekki inn þá sem vantaði í hópinn. Það vantar Magga Hafliða, Sigrúnu og Lilju Margréti, þau voru öll utan þjónustusvæðis ...“

...
Meira

Hinn árlegi og sívinsæli sameiginlegi jólamarkaður ýmissa félaga verður haldinn í Vogalandi í Króksfjarðarnesi um næstu helgi, 29.-30. nóvember, fyrstu helgina í aðventu. Opið verður bæði laugardag og sunnudag kl 13-18. Kvenfélagið Katla verður með kaffi og meðlæti til sölu. Seljendur á markaðinum verða þessir:

...
Meira

Tveir heppnir miðaeigendur voru með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar í Lottóinu og skiptu með sér fyrsta vinningnum. Fengu þeir rúmar 6,6 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Hólakaupum á Reykhólum og Kúlunni við Réttarholtsveg í Reykjavík.

...
Meira

Hafin er sala á kjörgripum fjáröflunarnefndar Flateyjarkirkju fyrir þessi jól. Salan er reyndar yfirleitt nokkuð jöfn allt árið þó að vikurnar fyrir jól toppi hana vissulega, segir Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi í Flatey, gjaldkeri nefndarinnar. „Þessi góða sala hefur verið mikil fjárhagsleg lyftistöng fyrir Flateyjarkirkju, sem hefur staðið í fjárfrekum framkvæmdum á undanförnum árum eins og kunnugt er. Vel tókst til með viðgerð á listaverkum kirkjunnar á síðasta ári og var ákaflega ánægjulegt að vinna með Baltasar og Kristjönu að því verkefni,“ segir hann.

...
Meira
Stilla úr þættinum um Kvígindisfjörð.
Stilla úr þættinum um Kvígindisfjörð.
1 af 4

Á þriðjudag var sýndur á Stöð 2 þáttur í röðinni „Um land allt“ sem tekinn var upp í Kvígindisfirði í Múlahreppi hinum gamla í sumar. Hann bar yfirskriftina Ættaróðal í Kvígindisfirði og kynningin var á þessa leið: Kvígindisfjörður á sunnanverðum Vestfjörðum hefur verið skráð eyðijörð frá árinu 1965. Samt hafa þar risið fimm ný hús. Eigendur, átta systkin, öll fædd þar og uppalin, hafa í sameiningu byggt upp ættaróðal, sem nýtt er í frístundum.

...
Meira
21. nóvember 2014

Norðursalt: Enn ein tilnefningin

Auglýsingastofan Jónsson & Le'macks hefur verið tilnefnd til alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna Epica vegna hönnunar umbúða fyrir Norðursalt á Reykhólum. Með tilnefningunni hafa umbúðirnar nú verið tilnefndar til þrennra eftirsóttustu hönnunarverðlauna heims. Epica-verðlaunin hafa verið veitt í tæpa þrjá áratugi. Þau eru einu alþjóðlegu hönnunarverðlaunin sem veitt eru af fjölmiðlum og eiga fulltrúar rúmlega fjörutíu tímarita, blaða og vefmiðla sæti í dómnefnd.

...
Meira
Garðar Jónsson, Eggert Ólafsson og Helgi Jón Ólafsson og fremst Fanney Birgisdóttir með skjöldinn.
Garðar Jónsson, Eggert Ólafsson og Helgi Jón Ólafsson og fremst Fanney Birgisdóttir með skjöldinn.
1 af 2

Starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum fékk fyrir nokkru viðurkenningarskjöld frá móðurfyrirtækinu FMC vegna öryggismála. Viðurkenningin er fyrir samfellt tveggja ára tímabil eða árin 2012 og 2013 þar sem engin slys urðu á starfsmönnum fyrirtækisins. Skjöldurinn er svartur og gylltur á dökkri viðarfjöl og prýðir nú mötuneyti verksmiðjunnar. Þar er hann áminning um gott starf í öryggismálum og nauðsyn þess að áfram verði haldið á sömu braut.

...
Meira
Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.
Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

Hagyrðingakvöld Barðstrendingafélagsins eru vel þekkt. Að þessu sinni taka Barðstrendingafélagið og Breiðfirðingafélagið höndum saman og halda hagyrðingakvöld núna í kvöld, fimmtudag, í Breiðfirðingabúð að Faxafeni 14 (fyrir ofan Bónus). Aðgangseyrir er einn þúsundkall og þar eru kaffi og kaka innifalin. Verðlaun verða veitt fyrir besta botninn, en fyrripartana má sjá hér neðst. Hagyrðingarnir verða:

...
Meira

Hinn óviðjafnanlegi köttur Laxnes hefur þvælst að heiman og er nú eftirlýstur! Hann er bröndóttur og spengilegur, ómerktur. Þeir sem hafa orðið varir við hann eða þykjast sjá tófu í grenndinni eru vinsamlegast beðnir að hringja strax í Soffíu frænku í síma 863 6509.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31