Í Flatey er drukkið Guði til dýrðar
Helgin fyrir hálfri annarri viku var annasöm í Flatey á Breiðafirði. „Bæði voru það verkefni sem við vildum inna af hendi samkvæmt tilmælum biskups og samtímis var farin dósaferð nr. 2 á þessu hausti og vetri,“ segir Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi í Flatey. „Veðurlag var ekki með allra besta móti í Flatey þessa helgi en dósamenn létu sig hafa það þó vindmælirinn á Kjalarnesi sýndi 52 vindstig þegar ekið var þar í gegn á föstudag. En dósamenn kalla nú ekki allt ömmu sína og eru frómt frá sagt vanir slíkum vindi í dósaferðum. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hin árlega dósaferð út í Flatey nokkurs konar uppskeruhátíð fyrir fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju, sem er jafnan farin í októbermánuði ár hvert.“
...Meira