Tenglar

Séð yfir austurhluta Flateyjar. Hægra megin kirkjan á Bókhúsflöt, litlu aftar Bókhlaðan smáa og síðan Klausturhólar. Ljósm. Árni Geirsson.
Séð yfir austurhluta Flateyjar. Hægra megin kirkjan á Bókhúsflöt, litlu aftar Bókhlaðan smáa og síðan Klausturhólar. Ljósm. Árni Geirsson.
1 af 2

Helgin fyrir hálfri annarri viku var annasöm í Flatey á Breiðafirði. „Bæði voru það verkefni sem við vildum inna af hendi samkvæmt tilmælum biskups og samtímis var farin dósaferð nr. 2 á þessu hausti og vetri,“ segir Gunnar Sveinsson í Eyjólfshúsi í Flatey. „Veðurlag var ekki með allra besta móti í Flatey þessa helgi en dósamenn létu sig hafa það þó vindmælirinn á Kjalarnesi sýndi 52 vindstig þegar ekið var þar í gegn á föstudag. En dósamenn kalla nú ekki allt ömmu sína og eru frómt frá sagt vanir slíkum vindi í dósaferðum. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hin árlega dósaferð út í Flatey nokkurs konar uppskeruhátíð fyrir fjáröflunarnefnd Flateyjarkirkju, sem er jafnan farin í októbermánuði ár hvert.“

...
Meira
Hlé var gert á leikfiminni meðan á Glasgowdvöl spriklaranna stóð, en núna fara Reykhóladúkkurnar af stað á ný.
Hlé var gert á leikfiminni meðan á Glasgowdvöl spriklaranna stóð, en núna fara Reykhóladúkkurnar af stað á ný.

Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir hefur um árabil stýrt leikfimihópi í íþróttahúsinu á Reykhólum síðdegis á mánudögum og miðvikudögum. Hópurinn er kappsamur í tímum og þar hittast ungir og yngri í anda til að hita upp, styrkja sig og teygja í klukkutíma í senn. Núna verður breyting á um nokkurt skeið, því að María Maack tekur við að leiða hópinn og um leið breytist mætingartíminn frá 16.15 til 16.30. María mun leiða hópinn gegnum æfingar sem fara gætilega með bak, hné og háls. Lagt verður upp úr liðkun og styrkingu frá miðju á rólegan og yfirvegaðan hátt. Teygjur miðast einnig við að hlífa hryggjarliðum.

...
Meira
1 af 2

Hópur fólks í fjallgönguklúbbnum Toppförum fór fyrir skemmstu til Himalajafjalla. Frá þessari ferð er greint í máli og myndum í nýjasta Sunnudagsmogganum, þar sem Orri Páll Ormarsson blaðamaður ræðir við nokkra af fjallagörpunum. Naumast væri sagt frá þessu hér á Reykhólavefnum nema vegna myndar af fólki með taflborð á milli sín í 5.364 metra hæð yfir sjávarmáli. Það eru þau Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu í Reykhólasveit og Arnar Þorsteinsson námsráðgjafi. Orri Páll ræðir við Arnar um tildrögin:

...
Meira

Kaffihússfagnaður Leikfélagsins Skruggu, sem frestað var um daginn vegna slæms veðurútlits, verður haldinn í íþróttahúsinu á Reykhólum núna á fimmtudagskvöldið, 20. nóvember. Þarna verða leikþættir og söngur, grín og gleði, og kaffi og meðlæti í hléi. Skemmtunin hefst kl. 20 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

...
Meira
1 af 2

Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annað kvöld, þriðjudag, verður fjallað um mannlíf í Kvígindisfirði í Reykhólahreppi vestanverðum bæði fyrr og nú. Eigendur Kvígindisfjarðar eru átta systkin, sem öll eru þar fædd og uppalin, og bræðurnir sem rætt er við telja að ekki hafi áður verið sýndar myndir þaðan í sjónvarpi, og minnast þess raunar heldur ekki að í þeirra tíð hafi birst fréttir úr firðinum í útvarpi né dagblöðum, að sögn Kristjáns Más Unnarssonar fréttamanns.

...
Meira
Bingó í Barmahlíð / Harpa Eiríksdóttir.
Bingó í Barmahlíð / Harpa Eiríksdóttir.
1 af 4

Hópur fólks í Félagi eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi kom í heimsókn á Dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum í gær, spilaði bingó ásamt heimafólki og drakk síðdegiskaffi. Myndirnar sem hér fylgja tók Harpa Eiríksdóttir við þetta tækifæri.

...
Meira
Frá Hólmavík. Ljósm. Jón Halldórsson.
Frá Hólmavík. Ljósm. Jón Halldórsson.

Hólmavík breytist í Bókavík vikuna 17.-23. nóvember, þegar haldin verður Bókmennta- og ljóðavika á Ströndum. Hugmyndina að hátíðinni fengu nokkrir unglingar í Strandabyggð, en tilgangurinn er að fagna ljóðum og bókmenntum. Dagskráin fer hér á eftir og geta þar allir aldurshópar fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir eru viðburðirnir gjaldfrjálsir nema annað komi fram.

...
Meira

Fyrsta spilakvöldið í þriggja kvölda félagsvist sem Nemendafélag Reykhólaskóla stendur fyrir er annað kvöld, fimmtudag. Spilað er í borðsal skólans og hefst spilamennskan kl. 20. Veglegir vinningar í flokkum kvenna og karla, bæði fyrir hvert kvöld og fyrir öll kvöldin samanlagt. Þetta framtak er liður í fjáröflun félagsins.

...
Meira

Stjórn Orkubús Vestfjarða hefur í þriðja sinn ákveðið að veita styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 3.500.000 krónur. Umsóknir um styrkina þurfa að berast Orkubúi Vestfjarða fyrir 25. nóvember. Stefnt er að því að þeim verði úthlutað í desember.

...
Meira
Jensína Andrésdóttir á 105 ára afmælinu sínu. Ljósm. Morgunblaðið / Þórður.
Jensína Andrésdóttir á 105 ára afmælinu sínu. Ljósm. Morgunblaðið / Þórður.

Vinir og ættingjar samglöddust í gær Jensínu Andrésdóttur, sem þá varð 105 ára. Hún fæddist á Þórisstöðum í Gufudalssókn í Austur-Barðastrandarsýslu 10. nóvember 1909 og ólst þar upp í hópi fimmtán systkina. Hún fór ung að heiman og var vinnukona á sveitabæ við Ísafjarðardjúp í tvo vetur en fór síðan til systur sinnar sem átti 12 börn og hjálpaði við heimilishaldið. Lengst af bjó Jensína, sem aldrei giftist eða eignaðist börn, í Reykjavík og sinnti gjarnan ræstingum og þjónustustörfum ýmiss konar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31