Tenglar

Vegna aðstæðna verður heilsugæslustöðin á Reykhólum opnuð kl. 13:00 mánudaginn 25. október.

Vegna tímabókana eða annarra erinda vinsamlegast hafið samband við heilsugæsluna í Búðardal í síma 432 1450 - opnunartími þar er kl. 9:00

Leirmunir af námskeiði á vegum Kötlu, sem Guðbjörg Björnsdóttir hélt árið 2012, mynd GB.
Leirmunir af námskeiði á vegum Kötlu, sem Guðbjörg Björnsdóttir hélt árið 2012, mynd GB.

Nú er komið að aðalfundinum okkar sem við ætlum að halda í Reykhólabúðinni fimmtudaginn 28. október kl. 20:30.
Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Vonumst til að sjá sem flestar eftir þetta leiðinlega covid vesen.


Stjórnin

Hér er beint streymi frá haustþingi Fjórðungsambandi Vestfirðinga

Aðalskipulag Reykhólahrepps 2021-2033 - Kynning tillögu á vinnslustigi. 


Reykhólahreppur hefur birt vinnslutillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2021-2033 til kynningar á vefnum: www.skipulagreykholahrepps.com. Tillagan er sett fram í greinargerð, á fimm skipulagsuppdráttum á þremur kortablöðum og þremur þemauppdráttum, auk umhverfismatsskýrslu. 

 

Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin og senda ábendingar, ef einhverjar eru,  til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@dalir.is fyrir  20. nóvember 2021.  Ábendingar má einnig senda á heimilisfangið:  Skrifstofa Reykhólahrepps, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, 380 Reykhólahreppur.

 

Kynningin er á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Unnið verður úr ábendingum sem berast áður en gengið verður frá tillögu og umhverfisskýrslu til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Þá gefst lögbundinn 6 vikna athugasemdafrestur áður en gengið verður frá nýju aðalskipulagi til lokaafgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Þórður Már Sigfússon,

Skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps

 

Vegna veðurs fellur niður í dag ferð losunarbílsins frá Íslenska gámafélaginu. Tunnurnar verða losaðar á morgun, 20. okt.

Kort sem fylgdi gjöfinni, teiknað af Unni Helgu Jónsdóttur
Kort sem fylgdi gjöfinni, teiknað af Unni Helgu Jónsdóttur
1 af 2

Höfuðdagurinn, 29. ágúst, var afmælisdagur Jóns Snæbjörnssonar bónda í Mýrartungu II. Hann var alltaf kallaður Manni og ef einhver talaði um Jón í Mýrartungu, héldu sumir að átt væri við nafna hans sem bjó þar nokkru fyrr. Manni bjó í Mýrartungu liðlega 20 ár en varð að hætta búskap vegna heilsubrests 1988 og fluttist suður til Reykjavíkur ásamt fjölskyldu sinni. Hann lést í byrjun ársins 2000.

 

Nú í sumar hefði Manni orðið 80 ára og af því tilefni kom fjölskylda hans saman í Mýrartungu, en þar er komin eins og kunnugt er fyrirtaks gisti- og samkomuaðstaða. Aðalheiður Hallgrímsdóttir, ekkja Manna, vildi heiðra minningu hans á þessum tímamótum með áþreifanlegum hætti og ákvað hún og börn þeirra að styrkja björgunarsveitina Heimamenn í Reykhólahreppi með fjárframlagi upp á 260.000. Björgunasveitin kom einmitt tengdasyni Heiðu og Manna, Magnúsi Kristjáni Þórssyni til aðstoðar fyrr í sumar þegar hann lenti í slæmu slysi.

 

Framámenn björgunasveitarinnar, Eiríkur Kristjánsson og Vilberg Þráinsson tóku á móti styrknum við hátíðlega athöfn í Krossnesi og honum fylgdu að sjálfsögðu góðar óskir í bundnu máli frá Heiðu.

 

Þegar eitthvað út af ber

og ekki er gott til ráða,

til Heimamanna hringt þá er

þeir halda af stað til dáða.

 

Megi alltaf auðnan sjálf

yfir ykkur vaka,

svo ætíð komið heilir heim

og hraustir fljótt til baka.

 

Krónurnar sem komum með

kannski mæta þörf,

með þökkum fyrir ykkar öll

óeigingjörnu störf.

 

Aðalheiður Hallgrímsdóttir.

 

Fjölskyldan hvatti jafnframt aðra sem vildu heiðra minningu Manna til að láta björgunarsveitina njóta þess. Nokkur fjöldi styrkja barst björgunarsveitinni í framhaldi af því.

 

Starf björgunarsveita er ekki tímabundið afmarkað verkefni og alltaf þörf fyrir fjármuni til rekstrar og viðhalds á búnaði, þess vegna er reikningsnr. Heimamanna látið fljóta með hérna ef einhver vill leggja hönd á plóg með þeim: 0153 – 26 – 000781  kt. 430781-0149.

 

 

 

 

Tilkynning

 

 Aðalskrifstofa Sýslumannsins á Vestfjörðum hefur nú opnað tímabundið að Bjarkargötu 1 (2. hæð), Patreksfirði. 

 

Afgreiðslutími verður eftirfarandi:


Mánudaga til fimmtudaga:  Kl. 09:30 - 12:00 og 13:00 - 15:00

 

Föstudaga:                         Kl. 09:30 - 12:00

 

 

Athygli er vakin á að ekki verður unnt að sækja um vegabréf eða myndatöku í dvalarleyfiskort á Patreksfirði þann tíma sem skrifstofan verður staðsett að Bjarkargötu 1, en alla aðra venjulega þjónustu verður hægt að sækja til skrifstofunnar.   

 

Hægt er að sækja um vegabréf á skrifstofum sýslumanns á Ísafirði og Hólmavík, og hjá sýslumönnum um land allt.

 

 

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

vestfirdir@syslumenn.is

sími 458-2400

 

Hafliði Aðalsteinsson við bátinn Sindra, mynd af vef Bátasafns
Hafliði Aðalsteinsson við bátinn Sindra, mynd af vef Bátasafns
1 af 2

Þann 11. október 2021, veitti Samband íslenskra sjóminjasafna þremur valinkunnum mönnum viðurkenningu fyrir farsæl störf á sviði sjó- og strandminja um áratuga skeið.

 

Þetta eru Hafliði Aðalsteinsson, formaður Báta- og hlunnindasýningarinnar, Geir Hólm, fyrrum safnstjóri Sjóminjasafns Austurlands og Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður. Þessir menn hafa starfað hver á sínu sviði en allir skilað sérlega drjúgu og merku lífsverki.

 

Hafliði fæddist 24. mars 1949 í Hvallátrum á Breiðafirði. Hann lærði hjá föður sínum Aðalsteini Eyjólfi Aðalsteinssyni sem rak skipasmíðastöði í Hvallátrum. Síðan stundaði hann nám við Iðnskólann í Reykjavík, tók sveinspróf í skipa- og bátasmíði 1970 og í húsasmíði 1989. Hann hefur meistarabréf í skipasmíði.

 

Hafliði hefur unnið að iðnum sínum og rak einnig verktakafyrirtæki með mági sínum í Búðardal  um tíma. Hann rak skipasmíðastöð í Kópavogi í kringum 1980 og smíðaði þar nokkra báta.

 

Hafliði er stofnfélagi í Félagi áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum árið 2006, varformaður frá upphafi og tók við sem formaður árið 2009 og hefur verið það síðan. Félagið byggir á gjöf föður hans, sem gaf öll sín tæki og þrjá báta til stofnunar félagsins. Hafliði var stofnfélagi í Báta- og hlunnindasýningunni ehf á Reykhólum árið 2012 og hefur verið formaður félagsins frá upphafi. Sjá  www.batasmidi.is 

 

Hafliði hefur verið óþreytandi í að efla þekkingu á skipasmíðum og hefur haldið fjölda námskeiða, í skipasmíði,  í samvinnu við IÐUNA fræðslusetur, m.a. í Reykjavík og á Reykhólum, Siglufirði, Akureyri o.v. Einnig hefur hann unnið að endurgerð ýmissa báta undanfarin ár.

 

Hafliði er kvæntur Jófríði Benediktsdóttur, kjóla- og klæðskerameistara og eiga þau tvær dætur. Þau hjónin voru útnefnd heiðursiðnaðarmenn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík árið 2020.

 

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða vegna verkefna ársins 2022. Veittir verða stofn- og rekstrarstyrkir, verkefnisstyrkir til menningarmála og verkefnisstyrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Til úthlutunar eru um 50 milljónir króna, en endanleg upphæð hefur enn ekki verið tilkynnt.

...
Meira

Starfsemi smíðavinnustofu í tré á vegum Félagsþjónustunnar hefst næsta fimmtudag.
Rebekka Eiríksdóttir á Stað sér um vinnustofuna sem verður í smíðastofu Reykhólaskóla á fimmtudögum, milli kl. 16:00 og 18:30. Vinnustofan verður opin á þessum tíma til mánaðamóta, apríl - maí.

Eldri borgarar ganga fyrir en annars eru allir velkomnir.
Ekki er nauðsynlegt að skrá þátttöku, bara að mæta.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30