Tenglar

Samúel Ingi og Sigurjón Árni ásamt Ingibjörgu Birnu sveitarstjóra.
Samúel Ingi og Sigurjón Árni ásamt Ingibjörgu Birnu sveitarstjóra.

Þeir félagarnir á Reykhólum Samúel Ingi Björnsson og Sigurjón Árni Torfason héldu fyrir skömmu tombólu við verslunina Hólakaup til styrktar kaupum á vatnsrennibraut við Grettislaug. Myndin var tekin þegar þeir komu á skrifstofuna hjá Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra og afhentu henni innkomuna af framtakinu.

...
Meira
Myndir: Vefur Reykhólaskóla.
Myndir: Vefur Reykhólaskóla.
1 af 3

Við krakkarnir erum að unga út hænueggjum. Við fengum útungunarvél lánaða hjá Möggu í Borg. Settum 7 egg í vélina 4. mars og áætlaður útungartími er 25. mars. Þegar ungarnir koma úr eggjunum ætlum við að ala þá fyrst um sinn í stofunni og finna þeim svo framtíðarheimili. - Þetta kemur fram í frétt á vef Reykhólaskóla. Þar eru núna þemadagar með yfirskriftinni Fjölmiðlar og krakkarnir skrifa fréttir á vefinn. Í þeirri sem hér um ræðir kemur líka fram, að í stofunni hjá 5.-6. bekk er froskur búsettur. Svo langar krakkana í hamstur til viðbótar. Í annarri frétt, sem Sindri Júlíus í 10. bekk og Aron Viðar í 7. bekk skrifa, segir:

...
Meira
Grettislaug / Árni Geirsson.
Grettislaug / Árni Geirsson.

Sundlaugarverði vantar í Grettislaug á Reykhólum frá 1. júní. Bæði er óskað eftir fólki í fast starf á vaktir og tímabundin störf í sumar. Umsækjandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og verður haldið björgunarpróf fyrir umsækjendur fyrir sumaropnun laugarinnar.

...
Meira
Frá Strandagöngunni í fyrra. Ljósm. Ingimundur Pálsson.
Frá Strandagöngunni í fyrra. Ljósm. Ingimundur Pálsson.

Tuttugasta Strandagangan verður í Selárdal upp af Steingrímsfirði á laugardag. Hægt er að velja um nokkrar vegalengdir í mörgum aldursflokkum og jafnframt að taka þátt í sveitakeppni. Að göngu lokinni er hægt að fara í sturtu og heita potta í íþróttamiðstöðinni á Hólmavík og síðan verður kaffihlaðborð og verðlaunaafhending í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á sunnudag verður svo skíðaleikjahátíð í Selárdal.

...
Meira
Grænlenskir skákkrakkar með íslenska fánann. Myndin fengin af Facebooksíðu skákfrömuðarins Hrafns Jökulssonar.
Grænlenskir skákkrakkar með íslenska fánann. Myndin fengin af Facebooksíðu skákfrömuðarins Hrafns Jökulssonar.

Við förum þess eindregið á leit við fjölmiðla og fréttamenn á Íslandi, að þeir birti oftar fréttir og frásagnir frá næstu nágrönnum okkar, Færeyjum og Grænlandi. Þetta eru frændur okkar og bestu vinir. Það er ekki vansalaust að við skulum ekki vita meira um þeirra hag en raun ber vitni. Hvað eru þeir að bardúsa svona dags daglega og hvernig er mannlífið hjá þeim?

...
Meira
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.
Grettislaug. Ljósm. Árni Geirsson.

Reykhólahreppur auglýsir starf umsjónarmanns Grettislaugar á Reykhólum, sem er laust frá 1. maí. Umsækjandi þarf að hafa náð 25 ára aldri og vera ábyrgur og skipulagður í verkum. Starfið felst í allri umsjón með rekstri laugarinnar, ráðningu starfsfólks, skipulagningu vakta, innkaupum, uppgjöri og fleiru.

...
Meira
12. mars 2014

Jón Árni sextugur

Jón Árni Sigurðsson.
Jón Árni Sigurðsson.

Jón Árni Sigurðsson á Reykhólum er sextugur á morgun, 13. mars. Ekki verður neitt tilstand vegna afmælisins fyrr en í maí, en frá því verður greint hér þegar þar að kemur.

...
Meira

Aðalfundur Búðardalsdeildar Rauða kross Íslands, sem spannar einnig Reykhólahrepp, verður haldinn í Auðarskóla í Búðardal annað kvöld, 13. mars, og hefst kl. 20.

...
Meira
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Árshátíð Reykhólaskóla verður núna á föstudagskvöld, 14. mars. Yfirskrift hennar er að þessu sinni Fjölmiðlar og verða nemendur bæði í leikskóla og grunnskóla með atriði sem tengjast þessu. Húsið verður opnað kl. 19, sýningin hefst kl. 19.30 og skemmtun lýkur kl. 22.30. Foreldrafélag Reykhólaskóla sér um kaffiveitingar.

...
Meira

Reykhólahreppur auglýsir eftir umsjónarmanni fyrir Reykhóladaga í sumar. Um er að ræða tímabundið starf við skipulagningu og framkvæmd byggðarhátíðar Reykhólahrepps, sem verður 25.-27. júlí. Umsækjandi þarf að hafa náð 25 ára aldri. Æskilegt er að hafa áður annast viðburð af svipuðum toga.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31