Framlag til vatnsrennibrautar afhent sveitarstjóra
Þeir félagarnir á Reykhólum Samúel Ingi Björnsson og Sigurjón Árni Torfason héldu fyrir skömmu tombólu við verslunina Hólakaup til styrktar kaupum á vatnsrennibraut við Grettislaug. Myndin var tekin þegar þeir komu á skrifstofuna hjá Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra og afhentu henni innkomuna af framtakinu.
...Meira