Tenglar

Horft í hávestur við verksmiðjuna. Við hafsbrún eru Skáleyjar og nokkru ofar  dagstjarnan mjög að kvöldi hnigin.
Horft í hávestur við verksmiðjuna. Við hafsbrún eru Skáleyjar og nokkru ofar dagstjarnan mjög að kvöldi hnigin.
1 af 6

Þessar myndir voru teknar á Reykhólum og við Reykhólahöfn á sjöunda tímanum í kvöld. Þá var veður mjög snúið frá leiðindum síðustu dægra; nánast heiður himinn fyrir utan slæður í norðri og vestri, hæg austanátt, hiti skammt undir frostmarki. Tveir dagar frá jafndægrum þannig að núna er dagurinn orðinn lengri en nóttin rétt eina ferðina enn. Mjög var lágsjávað og gufur af heitu vatni óvenjumiklar bæði við Þörungaverksmiðjuna og Norðursalt.

...
Meira
Frá Flatey á Breiðafirði / ÁG.
Frá Flatey á Breiðafirði / ÁG.

Áfram verði haldið með verkefnið Vistvæn Flatey. Þetta var einróma niðurstaða á aðalfundi Framfarafélags Flateyjar og jafnframt að félagið skuli leiða verkefnið til farsælla lykta með samstarfsaðilum sínum, Flateyjarveitum, Landmótun, Arkís og Reykhólahreppi.

...
Meira
Gyða Steinsdóttir. Mynd: Skessuhorn og vefur Framfarafélags Flateyjar.
Gyða Steinsdóttir. Mynd: Skessuhorn og vefur Framfarafélags Flateyjar.

Nýr formaður Framfarafélags Flateyjar var kosinn á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Það er Gyða Steinsdóttir í Sunnuhvoli, fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi. Aðrir í stjórn eru Hörður Gunnarsson, Vesturbúðum, Svava Sigurðardóttir, Eyjólfshúsi, Kristín Ingimarsdóttir, Sólbakka, og Kjartan Þór Ragnarsson, Sólheimum. Þetta kemur fram á vef félagsins.

...
Meira
Frystihúsið er við bryggjuna í Flatey. Ljósm. Árni Geirsson í júní 2012.
Frystihúsið er við bryggjuna í Flatey. Ljósm. Árni Geirsson í júní 2012.

Á vetrarhátíð Framfarafélags Flateyjar fyrir skömmu voru eigendum Þrískerja ehf. veitt umhverfisverðlaun félagsins að þessu sinni fyrir viðgerð á frystihúsinu. „Fram kom að það var algjör samhljómur hjá dómnefnd að veita Þrískerjahópnum viðurkenninguna enda sjaldséð önnur eins stakkaskipti á einu húsi. Baldur Ragnarsson úr Byggðarenda tók við viðurkenningunni fyrir hönd hópsins en auk Byggðarenda-fólksins eru þátttakendur í Þrískerjum úr Læknishúsi, Sunnuhvoli, Sjávarslóð og Sólbakka,“ segir á vef Framfarafélags Flateyjar.

...
Meira

Eins og undanfarin ár kemur Jón Pétur danskennari úr Dansskóla Jóns Péturs og Köru eftir helgina og kennir nemendum Reykhólaskóla dans fram eftir vikunni. Á vef skólans kemur fram, að vonast sé eftir 100% þátttöku. Danssýningin verður svo kl. 11 á fimmtudaginn.

...
Meira

Velunnari vefjarins benti umsjónarmanni á meðfylgjandi mynd á Facebook-síðunni Svipmyndir úr fortíðinni. Litla flugan er óneitanlega nátengd Reykhólum, því að þar var Sigfús Halldórsson tónskáld þegar hann samdi lagið á nokkrum mínútum við ljóð Sigurðar Elíassonar tilraunastjóra á Reykhólum. Með myndinni á téðri síðu fylgir eftirfarandi texti (ásamt fyrsta erindinu á norsku):

...
Meira
1 af 3

Fróðir menn telja að ár og dagur séu síðan eins hvasst hafi verið á Reykhólum eins lengi samfellt og frá því í nótt og fram eftir degi. Í tólf tíma eða frá klukkan fjögur í nótt og til klukkan fjögur í dag fóru vindhviður á hverjum klukkutíma á sjálfvirku stöðinni neðan við Reykhólaþorp aldrei niður fyrir 30 metra á sekúndu og allt upp í 36 m/sek. milli klukkan ellefu og tólf. Þó var enn hvassara bæði á Hjallahálsi og Klettshálsi.

...
Meira
Vestfjarðarit III: Vestur-Barðastrandarsýsla.
Vestfjarðarit III: Vestur-Barðastrandarsýsla.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í dag að veita Útgáfufélagi Búnaðarsambands Vestfjarða 300.000 króna styrk vegna ritunar og útgáfu heimildarits um Austur-Barðastrandarsýslu, auk þess sem keypt verði 15 eintök af bókinni þegar hún kemur út. Þetta verður fjórða bókin í ritröð Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða undir hinu sameiginlega heiti Vestfjarðarit. Ritstjóri þessarar bókar er Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla í Múlasveit.

...
Meira
Frá Handverkshátíð 2013. Myndin fengin á vef hátíðarinnar.
Frá Handverkshátíð 2013. Myndin fengin á vef hátíðarinnar.

Handverkshátíðin á Hrafnagili í Eyjafirði verður haldin í 22. sinn 7.-10. ágúst í sumar en frestur til að sækja um þátttöku rennur út 1. apríl. Úr umsóknum eru valdir ríflega hundrað sýnendur, bæði lærðir og leikir af öllu landinu, sem þarna sýna og selja handverk sitt og hönnun. „Stemmningin á sýningarsvæðinu er einstök, það sanna þær 15-20 þúsund heimsóknir sem sýningin fær nú árlega,“ segir í tilkynningu.

...
Meira
Úr skýrslunni um Skáleyjar.
Úr skýrslunni um Skáleyjar.

Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna fær styrki úr Fornminjasjóði til tveggja verkefna, en úthlutunin var birt á vef Minjastofnunar Íslands í gær. Annað verkefnið er skráning fornleifa í Flatey á Breiðafirði en hitt er skráning bænhús- og kirkjustaða í Dalasýslu, samtals rúmlega tvær milljónir. Félagið hefur áður staðið fyrir skráningu menningarminja í Öxney, Akureyjum, Hergilsey, Oddbjarnarskeri og Skáleyjum og hefur látið skrá alla bænhús- og kirkjustaði í Austur-Barðastrandarsýslu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31