Myndir frá jafndægrablíðu við Breiðafjörð
Þessar myndir voru teknar á Reykhólum og við Reykhólahöfn á sjöunda tímanum í kvöld. Þá var veður mjög snúið frá leiðindum síðustu dægra; nánast heiður himinn fyrir utan slæður í norðri og vestri, hæg austanátt, hiti skammt undir frostmarki. Tveir dagar frá jafndægrum þannig að núna er dagurinn orðinn lengri en nóttin rétt eina ferðina enn. Mjög var lágsjávað og gufur af heitu vatni óvenjumiklar bæði við Þörungaverksmiðjuna og Norðursalt.
...Meira