Tenglar

Skjáskot af vef N1 17. mars 2014.
Skjáskot af vef N1 17. mars 2014.

Tankarnir hjá N1 á Reykhólum eru, það ég best veit, á svipuðum aldri og tankarnir í Króksfjarðarnesi, og því fer væntanlega að styttast í að eitthvað þurfi að gera fyrir þá. Þess vegna vil ég hvetja þá sem málið varðar að sjá til þess, að sem allra fyrst verði farið í þær framkvæmdir sem þarf á Reykhólum til að þar geti verið eldsneytissala til frambúðar, svo að einn daginn verði ekki búið að loka þar líka. Þetta eru framkvæmdir sem gætu verið upp á 15 milljónir eða meira, og ekkert víst, núna eftir að N1 var skráð í Kauphöllinni, að hluthafarnir séu spenntir fyrir því að henda peningunum sínum í eitthvert krummaskuð út á landi og tapa þeim.

...
Meira

Afgreiðsla Landsbankans verður á Reykhólum núna á þriðjudaginn að þessu sinni en ekki á miðvikudag. Staðir og tímasetningar verða með sama hætti og vanalega: Á dvalarheimilinu Barmahlíð kl.11.30-12 og skrifstofu hreppsins við Maríutröð kl. 13-16.

...
Meira
Kassinn til að smella á (dálkurinn hægra megin á síðunni).
Kassinn til að smella á (dálkurinn hægra megin á síðunni).

Á álagningarseðlum Reykhólahrepps, sem eiga að birtast í heimabönkum fólks núna eftir helgina segir, að álagningarákvæðin sé að finna hér á heimasíðu Reykhólahrepps. Þau eru í dálkinum Gjaldskrár allra neðst á síðunni og undir Stjórnsýsla - Gjaldskrár í valmyndinni vinstra megin. Jafnframt hefur verið komið fyrir kassa til að smella á hér hægra megin, fyrir neðan tengilinn inn á heimasíðu Björgunarsveitarinnar Heimamanna.

...
Meira
Myndin er fengin af vef skólans.
Myndin er fengin af vef skólans.

Nemendur í 3. og 4. bekk Reykhólaskóla hafa að undanförnu verið að yrkja og ætla að taka þátt í ljóðasamkeppni meðal vestfirskra grunnskólanema í tengslum við Bókahátíðina á Flateyri í lok þessarar viku. Ekkert ákveðið þema er í keppninni og mega skáldin ungu yrkja um hvað sem andinn blæs þeim í brjóst.

...
Meira
Skjáskot af vef N1.
Skjáskot af vef N1.

Í gærkvöldi var stofnað til undirskriftasöfnunar, þar sem því er beint til N1 að fresta lokun eldsneytisafgreiðslunnar í Króksfjarðarnesi fram á haustið. Þegar þetta er ritað hefur nokkuð á fimmta tug fólks skrifað undir. Þeir sem það gera geta valið hvort nöfn þeirra birtast opinberlega eða ekki. Þegar skrifað hefur verið undir kemur til baka í netfangið sjálfvirkur póstur sem staðfesta þarf.

...
Meira
Vísir 13. september 1945.
Vísir 13. september 1945.

Barðstrendingafélagið í Reykjavík var stofnað þennan dag, 15. mars, árið 1944 og fagnar sjötugsafmælinu í Lionssalnum Lundi í Kópavogi í kvöld. Fagnaðurinn hefst með fordrykk á undan veisluhlaðborði og skemmtiatriðum ættuðum að vestan en síðan er dansleikur. Tilvalið gæti verið að óska félaginu til hamingju með afmælið og árna því heilla í framtíðinni á Facebooksíðu þess.

...
Meira

Eldsneytisdælum N1 í Króksfjarðarnesi verður lokað á mánudaginn. Tímasetningin á þessari nánast fyrirvaralausu lokun hefur vakið megna óánægju, einkum hjá þeim sem eru með rekstur í kaupfélagshúsinu gamla yfir sumartímann. Tankarnir í Nesi eru komnir á aldur og þyrfti annað hvort að skipta um þá ef þarna ætti að vera eldsneytissala til frambúðar, eða grípa til annarra aðgerða og fá frekari undanþágu til notkunar þeirra fram á haustið. Tankarnir eru rétt við kaupfélagshúsið en þar verða Handverksfélagið Assa, nytjamarkaður, kaffihús, Arnarsetur Íslands og upplýsingaþjónusta fyrir ferðafólk starfandi í sumar eins og undanfarin ár. Búið er að skipuleggja starfið og ráða starfsfólk.

...
Meira
Hér er lesið af miklum áhuga.
Hér er lesið af miklum áhuga.

Dugnaður nemenda í 1. og 2. bekk er með ólíkindum. Ég hef varla haft undan að útvega þeim ný verkefni í vetur, hvort sem það er í íslensku eða stærðfræði. Ekki líður sá dagur að ekki komi nemandi til mín og tilkynni mér að annað hvort vanti hann nýja lestrarbók eða nýja stærðfræðibók heim. Í vetur eru nemendur mínir búnir að lesa a.m.k. 110-120 bækur samanlagt, ýmist heima eða í skólanum. Þarna er ekki verið að telja þær sögubækur og blöð sem lesin eru í frjálsum lestri heima eða í skólanum. Reyndar er þetta afskaplega ánægjulegt verkefni og ég er lánsöm að fá að kenna svona duglegum krökkum, takk fyrir mig krakkar.

...
Meira

Skrifstofa Reykhólahrepps hefur sent álagningarseðla fyrir árið 2014 á island.is og birtast þeir í heimabönkum fólks eftir helgi. Greiðsluseðlar verða á rafrænu formi og birtast í heimabanka greiðanda. Áfram verða þó greiðsluseðlar sendir út í hefðbundnum pósti til þeirra sem eru 67 ára og eldri.

...
Meira

Mæðgurnar Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur og María Játvarðardóttir félagsráðgjafi MA halda hjóna- og paranámskeið í borðsal Reykhólaskóla mánudagskvöldin 17. og 24. mars kl. 20.30- 22. Markmið með námskeiðinu er að styrkja og efla hjónabönd og parasambönd. Áhersla er á að fyrirbyggja vandamál. Alls ekki þurfa að vera nein vandamál til staðar til að fólk mæti. Markmiðið er að gera hjónabandið skemmtilegra og styrkja fólk í sambandinu. Einnig verður komið inn á styrkingu fólks í foreldrahlutverkinu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31