Eru Reykhólar næstir á dagskránni hjá N1?
Tankarnir hjá N1 á Reykhólum eru, það ég best veit, á svipuðum aldri og tankarnir í Króksfjarðarnesi, og því fer væntanlega að styttast í að eitthvað þurfi að gera fyrir þá. Þess vegna vil ég hvetja þá sem málið varðar að sjá til þess, að sem allra fyrst verði farið í þær framkvæmdir sem þarf á Reykhólum til að þar geti verið eldsneytissala til frambúðar, svo að einn daginn verði ekki búið að loka þar líka. Þetta eru framkvæmdir sem gætu verið upp á 15 milljónir eða meira, og ekkert víst, núna eftir að N1 var skráð í Kauphöllinni, að hluthafarnir séu spenntir fyrir því að henda peningunum sínum í eitthvert krummaskuð út á landi og tapa þeim.
...Meira