Þrjár saman frá Mýrartungu I og II: Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður félagsins, Jóhanna Fríða Dalkvist veislustjóri og Unnur Helga Jónsdóttir.
Sæmundur Guðmundsson og Rannveig Jónsdóttir.
Gyða Eyjólfsdóttir og Eyjólfur Sveinsson. Gyða var á stofnfundinum fyrir 70 árum.
Aðalheiður Hallgrímsdóttir, Aldís Jónsdóttir og Unnur Laufey Jónsdóttir.
Nanna Jónsdóttir og Jóhannes Guðmundsson.
Ólína Kristín Jónsdóttir, formaður Barðstrendingafélagsins.
Aðalheiður Hallgrímsdóttir og Margrét Ágústsdóttir.
Félagarnir sjö heiðraðir.
Jóhanna Fríða Dalkvist, Ólína Kristín Jónsdóttir og Magnús Kr. Þórsson.
Snorri Jóhannesson, Guðrún Hafliðadóttir, Ásta Jónsdóttir, Sæmundur Guðmundsson, Gunnlaugur Már Olsen, Helga Játvarðardóttir, Erla Gísladóttir, Ólína Kristín Jónsdóttir og Helgi Sæmundsson.
Snorri R. Jóhannesson.
Tindatríóið: Guðlaugur Atlason, Atli Guðlaugsson og Bjarni Atlason.
Ólafur A. Gíslason og Gísli Þór Þorgeirsson.
Ingimar Guðmundsson og Bryndís Guðmundsdóttir.
Hljómsveit Marinós Björnssonar, Marinó er við skemmtarann.
Um áttatíu manns sátu hátíðarmálsverðinn í 70 ára afmælisfagnaði Barðstrendingafélagsins í Reykjavík í fyrrakvöld og síðan bættust nokkrir við á ballið. Veislustjóri var Jóhanna Fríða Dalkvist frá Mýrartungu I. Formaður félagsins, Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II, flutti samantekt um sögu og starf félagsins og heiðraði sjö manns fyrir störf í þágu þess (sjá nánar hér neðar). Einn félagi á stofnfundinum fyrir 70 árum var mættur á svæðið, en það er Gyða Eyjólfsdóttir frá Gillastöðum.