Tenglar

„Ég hef fengið töluvert af fyrirspurnum um muninn á ítarskráningu og grunnskráningu í Westfjords Official Tourist Guide,“ segir Díana Jóhannsdóttir hjá Markaðsstofu Vestfjarða. Ítarskráning er með mynd og meiri upplýsingum. Muninn á þessu má sjá á myndinni.

...
Meira

Markaðsstofa Vestfjarða hefur undanfarið haldið fundi á Patreksfirði, Reykhólum og Hólmavík og kynnt þar sameiginlegt markaðsátak sem sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að fara í. Fundur á Ísafirði er næst á dagskrá og verður líklega auglýstur í næstu viku. Fyrir þá sem ekki hafa komist á fundina er hér að finna skýringarmyndband.

...
Meira

Það hefur æ oftar komið fram á fundum hjá aðildarfélögum Landssambands eldri borgara hversu mikilvægt er að við fáum „umboðsmann aldraðra“. Í umræðunni hefur verið bent á að æði mörg og margvísleg mál gætu borist til umboðsmanns aldraðra. Fyrirspurnir, ábendingar og hreinlega kærur þar sem menn telja rétt sinn brotinn. Það er líka rétt að það komi fram, að barist hefur verið fyrir því að fá umboðsmann aldraðra árum saman á meðan aðrir hagsmunahópar hafa fengið talsmann eða umboðsmann. Á undanförum árum hefur t.d. ítrekað verið farið í kringum réttindi eldri borgara um að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir. Erfið varnarstaða kemur þá upp þar sem þessi hópur hefur ekki kjarasamningsrétt.

...
Meira
Grunnur korts: Landmælingar Íslands.
Grunnur korts: Landmælingar Íslands.

Samkvæmt nýbirtum mannfjöldatölum Hagstofu Íslands hefur fólki í Reykhólahreppi fækkað um 9 milli ára, þar af um 4 á Reykhólum (miðað er við 1. janúar 2013 og 2014). Núna um áramótin voru íbúar Reykhólahrepps 3,9% af mannfjölda á Vestfjarðakjálkanum (6.972) eða 0,08% af mannfjölda á landinu öllu (325.671). Sjá meðfylgjandi töflu og skýringar.

...
Meira
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Maðurinn sem slasaðist í gær í vélsleðaslysi efst í Töglunum þar sem farið er upp á Þorskafjarðarheiði er Játvarður Jökull Atlason á Reykhólum, þaulvanur útivistarmaður og björgunarsveitarmaður. Hann fótbrotnaði illa og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Til stóð að gera aðgerð á fætinum í gærkvöldi en það frestaðist þangað til í dag vegna annars slyss.

...
Meira
Rækilega hefur snúist upp á grind bílsins. Ljósm bb.is / Páll Janus.
Rækilega hefur snúist upp á grind bílsins. Ljósm bb.is / Páll Janus.

Önnur flutningabifreið frá vöruflutningafyrirtækinu Nönnu ehf. á Patreksfirði stórskemmdist á Mikladal í gær. Bíllinn var fulllestaður af fiski. Gríðarleg hálka var á veginum, að sögn Helga Auðunssonar, eiganda Nönnu. Bíllinn var á leið niður brekku þegar tengivagninn rann til og valt en bíllinn sjálfur stóð á veginum stórskemmdur eftir átökin þegar vagninn reif sig lausan og valt. Á föstudag fyrir tæpri viku valt bíll frá Nönnu á Hjallahálsi í Reykhólahreppi.

...
Meira
Myndirnar tala sínu máli þó að söngur eða hljóðfæraleikur fylgi ekki.
Myndirnar tala sínu máli þó að söngur eða hljóðfæraleikur fylgi ekki.
1 af 18

Furðuverur af ýmsu tagi, ýmsum stærðum og á ýmsum aldri komu í gær í Hólakaup á Reykhólum eins og venjulega á öskudaginn, sem stundum er líka kallaður maskadagur. Þar var sungið (og jafnvel leikið á hljóðfæri) fyrir kaupmanninn. Launin voru með sama hætti og venjulega, enda væru þessar undraverur varla að standa í þessum söngskemmtunum ár eftir ár ef þær væru ekki metnar að verðleikum.

...
Meira
Jóhannes Haukur Hauksson verður skáldið á samkomunni þetta árið.
Jóhannes Haukur Hauksson verður skáldið á samkomunni þetta árið.

Minnt skal á hina árvissu saltkjöts- og bókmenntaveislu Lions í Reykhólahreppi annað kvöld, föstudagskvöld. Veislur þessar eru öllum opnar, ekki bara Lionsfólki. Hafið samband við Ingvar Samúelsson í síma 898 7783 sem allra fyrst.

...
Meira
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslu eru nú á slysstað á Þorskafjarðarheiði þar sem vélsleðamaður ók fram af hengju. Verið er að búa um manninn, en fregnir af slysstað herma að hann sé illa fótbrotinn. Verður hann fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef Slysavarnafélagsins Landsbjargar núna laust fyrir kl. 14. Önnur frétt þar á vefnum skömmu áður er á þessa leið:

...
Meira

Enn eru laus sæti á 70 ára afmælisfagnað Barðstrendingafélagsins, sem verður 15. mars eða á laugardaginn eftir rúma viku. Frestur til að panta miða hefur því verið framlengdur fram á laugardaginn 8. mars, í síðasta lagi kl. 17, en þá verður afgreiðslunni í Konnakoti lokað.

...
Meira

Atburðadagatal

« September 2025 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30