Fannlaug Snæbjörnsdóttir sextug
Sextug er á morgun, laugardag 1. mars, Fannlaug Svala Snæbjörnsdóttir í Barmahlíð á Reykhólum, þar sem hún hefur verið búsett síðustu fimmtán árin. Hún dvelst á heimili bróður síns í Hafnarfirði á afmælinu.
...Meira
Sextug er á morgun, laugardag 1. mars, Fannlaug Svala Snæbjörnsdóttir í Barmahlíð á Reykhólum, þar sem hún hefur verið búsett síðustu fimmtán árin. Hún dvelst á heimili bróður síns í Hafnarfirði á afmælinu.
...Núna við mánaðamót skal minnt á söfnunina til styrktar Kristni Arinbirni Guðmundssyni og fjölskyldu hans, sem hér var greint frá. Reykhóladeild Lions hefur ákveðið að leggja henni lið með fjárframlagi og vonast til að það geti jafnframt orðið einhverjum hvatning til að gera slíkt hið sama.
...Leikreglunum hefur verið breytt eftir á og nú gilda þær reglur að því aðeins fær þjóðin að ráða ef ráðherrunum þóknast svo, annars ekki. Vilji ráðherranna er nú settur ofar vilja þjóðarinnar. Það heitir á máli formanns Sjálfstæðisflokksins pólitískur ómöguleiki þegar þjóðarvilji er annar er ráðherravilji, og þá víkur þjóðarvilji. Ráðherravaldið hefur með þessu náð nýjum hæðum og hrokagikkir valdsins hafa gengið lengra en áður.
...Dalabyggð, í samvinnu við Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN), auglýsir starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að stýra metnaðarfullu og lifandi starfi. Starfshlutfall er 50% og skiptist þannig, að starf íþrótta- og tómstundafulltrúa Dalabyggðar er 30% og framkvæmdastjórn UDN 20%.
...Jóhannes Haukur Hauksson mjólkurfræðingur í Búðardal verður skáld hinnar árvissu saltkjötsveislu og skáldakynningar Lionsdeildarinnar í Reykhólahreppi að þessu sinni. Veislan verður í borðsal Reykhólaskóla föstudagskvöldið 7. mars og verður með sama sniði og venjulega. Allir eru velkomnir, ekki bara Lionsfólk. „Ég var orðinn nokkuð fullorðinn þegar ég byrjaði að yrkja fyrir alvöru,“ segir Jóhannes Haukur. „Þegar ég gekk í Lionsklúbbinn hérna í Búðardal má segja að ég hafi fengið vettvang til að láta að mér kveða á skemmtifundum og við önnur tækifæri. Svo hef ég nú nokkrum sinnum komið fram á samkomum hjá ykkur á Reykhólum.“
...„Þetta er að braggast, en bújarðasala datt alveg niður 2008,“ segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni, sem sérhæfir sig í sölu bújarða. Hann segir að núna sé mikill áhugi á jarðakaupum og margir nefni ný lán Byggðastofnunar. Til að greiða fyrir kynslóðaskiptum í landbúnaði býður stofnunin nú sérstök lán til jarðakaupa, en skilyrði fyrir slíku láni er að á viðkomandi jörð sé stundaður búskapur í atvinnuskyni og að á jörðinni sé föst búseta. Lánin eru verðtryggð jafngreiðslulán til allt að 25 ára með 5% vöxtum. Möguleiki er á að semja um að fyrstu þrjú árin verði aðeins greiddir vextir.
...Í tilefni opnunar stálsmiðju og bíla- og vélaverkstæðis B.A. Einarssonar (Björn Anton Einarsson) að Vesturbraut 8 í Búðardal (í gamla Megin-húsnæðinu) kl. 17 á morgun, fimmtudag, er íbúum Dalabyggðar og Reykhólahrepps og nærsveita boðið að kíkja við og þiggja léttar veitingar meðan birgðir endast. „Hlökkum til að sjá sem flesta og fagna með okkur,“ segja þau Toni og Gróa, Katarínus, Stefán og Fanney Þóra.
...Því miður er afgreiðslan á Reykhólum ekki opin í dag, segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Á morgun eða föstudag ætti að liggja fyrir hvenær afgreiðslan verður þar næst og verður þá strax greint frá því hér á vefnum.
...Kristinn Arinbjörn Guðmundsson (betur þekktur í daglegu tali sem Kiddi) ólst upp á Reykhólum til fjórtán ára aldurs. Núna fyrir skömmu fékk hann heilablóðfall og liggur lamaður vinstra megin. Áður hafði hann lengi átt við mjög erfið veikindi að stríða. Foreldrar Kidda eru Halldóra Elín Magnúsdóttir og Guðmundur Sæmundsson frá Eyri í Kollafirði í Gufudalssveit (Lilla og Mummi). Þau áttu heima í Reykhólasveit um fimmtán ára skeið, fyrst í Melbæ en lengst á Reykhólum, og hafa verið með annan fótinn hér fyrir vestan síðan þau fluttust suður. Eiginkona Kidda er Helga Björk Gunnarsdóttir. Þau eiga dótturina Kristjönu Bellu, sem er sex ára gömul.
...Eins og hér kom fram efndu krakkarnir í fimmta og sjötta bekk Reykhólaskóla til tombólu og kakósölu í tilefni af góðverkavikunni í skólanum og ákváðu að innkoman skyldi renna til Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Í morgun komu þau svo í Barmahlíð með peningana þar sem Hrefna Hugosdóttir hjúkrunarforstjóri veitti þeim viðtöku fyrir hönd heimilisins.
...