Félagsmálastjóri í sumarfríi
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Reykhólahrepps og Stranda, er í sumarfríi frá 8. júlí til 6. ágúst.
...Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir, félagsmálastjóri Reykhólahrepps og Stranda, er í sumarfríi frá 8. júlí til 6. ágúst.
...Fjölskyldunni í Kaplaskjóli í Fremri-Gufudal fæddist drengur fyrir nokkrum vikum eða þann 10. júní. Foreldrar hans eru Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Styrmir Sæmundsson, en fyrir eiga þau dótturina Ásborgu. Drengurinn hefur þegar verið nefndur Einar Valur en verður ekki skírður fyrr en í næsta mánuði. Einar Valur litli er dóttursonur Svandísar Berglindar Reynisdóttur frá Gufudal og Einars Hafliðasonar frá Hafrafelli, og þar með er hann þriðja sveinbarnið ættað frá Hafrafelli í Reykhólasveit sem bætist í hóp íbúa Reykhólahrepps á þessu ári.
...Arnarsetur Íslands í Kaupfélagshúsinu gamla í Króksfjarðarnesi í Reykhólahreppi hefur komið sér upp heimasíðu. Hvatinn að stofnun setursins var að miklu leyti vefmyndavél sem komið var upp í ónefndri breiðfirskri eyju vorið 2008, þar sem hægt var að fylgjast með arnarhreiðri, athöfnum foreldranna og uppeldi ungans. Með þessu var jafnframt fylgst hér á vef Reykhólahrepps.
...Bókasafnið á Reykhólum verður af óviðráðanlegum orsökum lokað á þriðjudagskvöld, 9. júlí. Í staðinn verður safnið opið kvöldið eftir, miðvikudag, á sama tíma og venjulega eða frá kl. 19 til 21.
...Þorsteinn B. Sveinsson rafeindavirki í Grundarfirði verður á ferð í Reykhólahreppi í vikunni sem fer í hönd. Auk þjónustu við siglinga- og fiskileitartæki annast hann rásaskipt brunaviðvörunarkerfi, þ.e. ársskoðanir, viðgerðir og uppsetningar. Líka veitir hann þjónustu við gervihnattadiska og búnað tengdan þeim. Þeir sem vilja nýta sér þessa vinnuferð í Reykhólahrepp geta haft samband við Þorstein í síma eða netpósti svo að undirbúa megi ferðina sem best.
...Dauður örn fannst í Djúpafirði í Gufudalssveit í Reykhólahreppi skömmu fyrir síðustu mánaðamót og fór fólk frá Arnarsetrinu í Króksfjarðarnesi daginn eftir og sótti hræið. Á vef setursins kemur fram, að lasburða örn hafi sést á þessum slóðum vikurnar á undan. Hræið var heillegt og hafði því fuglinn drepist nýlega og hafði verið orðinn mjög horaður.
...Í Reykhólasveit verður á morgun, sunnudag, hlaupinn dálítill spölur í alþjóðlega Friðarhlaupinu og síðan gróðursett friðartré á Reykhólum. Mæting er við afleggjarann að Reykhólum (vegamótin rétt sunnan við Bjarkalund) klukkan hálfþrjú og lagt af stað kílómetrana fjórtán út að Reykhólum tíu mínútum seinna. Ekki verður farið mjög hratt því að áætlað er að koma að Reykhólum klukkan fjögur, þar sem Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir tekur á móti hópnum fyrir hönd Reykhólahrepps.
...Halldóra Guðjónsdóttir frá Gröf í Þorskafirði andaðist í gær, 4. júlí, á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Hún fæddist 12. desember 1916 og var því á 97. aldursári. Útförin verður auglýst síðar.
...Fólk í Reykhólahreppi hefur fengið í pósti auglýsingu sem jafnframt er „hálfgerður happdrættismiði“ (mynd 4) frá Bátakaffi, litla kaffihúsinu sem opnað var um síðustu helgi á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Harpa Eiríksdóttir framkvæmdastjóri sýningarinnar vill taka fram, að á miðanum er sú innsláttarvilla, að þar er dagsetningin 5. júní í staðinn fyrir 5. júlí, sem er í dag. „Nei, við gleymdum ekki að setja miðann í póst og pósturinn gleymdi ekki að bera hann út!“ segir hún. „Við bjóðum fólki að koma með miðann núna í dag og sjá hvaða góðgæti kynni að leynast á bak við hann.“
...Nokkrir krakkar á Reykhólum, þau Ólafur Stefán, Birna, Sara Dögg og Hlynur, eru í dag við Sæmundarhúsið við Hellisbraut að selja safa til styrktar vaðlaug við Grettislaug. Á spjaldinu stendur: Áður en tungan fer að lafa fáðu þér safa. Glasið kostar aðeins 50 krónur.
...