Tenglar

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð.

Starfsfólk vantar á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð, annars vegar til að annast þrif (frá næstu mánaðamótum) og hins vegar til að annast almenna aðhlynningu. Upplýsingar veitir Þuríður Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri í síma 434 7817 eða 895 2177.

...
Meira
Fjárhúsin og hlaðan.
Fjárhúsin og hlaðan.
1 af 2

Til sölu eru fjárhús og hlaða Jónasar Samúelssonar á Reykhólum, sem fyrrum tilheyrðu Tilraunastöð ríkisins, svo og Bragginn. Upplýsingar gefur Bergur Þrastarson í síma 847 0632.

...
Meira

Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Reynsla og þekking á eldhússtörfum og matreiðslu eru skilyrði. Starfshlutfall er um 80%. Unnið er aðra hverja helgi.

...
Meira
Hjallaháls sumarið 2012. Ljósm. Jónas Guðmundsson í Bolungarvík.
Hjallaháls sumarið 2012. Ljósm. Jónas Guðmundsson í Bolungarvík.

Innanríkisráðherra (sem fer með samgöngumál), vegamálastjóri, fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum og fulltrúar frá atvinnulífi á Vestfjörðum (fiskeldi og ferðaþjónustu) fluttu framsögur á opnu málþingi um samgöngumál, sem Fjórðungssamband Vestfirðinga boðaði til á Tálknafirði á föstudag. Tilgangurinn var að upplýsa ný stjórnvöld og þingmenn um áherslur Vestfirðinga í samgöngumálum.

...
Meira

Samkvæmt tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða má búast við rafmagnstruflunum í Reykhólahreppi eftir hádegi í dag, þriðjudag. Ekki er ljóst hversu lengi þær myndu standa yfir en hugsanlega gætu það orðið tveir til þrír tímar.

...
Meira
Það var létt yfir mannskapnum á laugardagsmorgni á Reykhólum.
Það var létt yfir mannskapnum á laugardagsmorgni á Reykhólum.
1 af 3

Tjaldsvæðið við Grettislaug í suðurjaðri þorpsins á Reykhólum er mjög þéttskipað þessa helgina vegna Jónsmessuferðar Húsvagnafélags Íslands. Félagsfólk var yfirleitt snemma á fótum á laugardagsmorgni þó að bæði sólin og fuglarnir væru komin ennþá fyrr á kreik. Einhverjum varð að orði, að fuglarnir sæju til þess með margrödduðu kvaki sínu að mannskapurinn svæfi ekki of lengi.

...
Meira
Flugvélar af gerðinni Piper Cub voru smíðaðar í meira en hálfa öld.
Flugvélar af gerðinni Piper Cub voru smíðaðar í meira en hálfa öld.
1 af 2

Þau voru á hringferð um landið og tylltu sér niður á Reykhólum til að taka bensín á vélina og fá eitthvað gott í gogginn. Enda ekki langt að fara því að búðin og bensínið eru aðeins nokkra tugi metra frá enda flugbrautarinnar. Flugvélin er Piper Super Cub í hinum dæmigerða gula lit sem oft mátti sjá í grennd við Reykjavík þegar vélar af þessari gerð voru notaðar sem kennsluvélar á sjötta áratug síðustu aldar.

...
Meira
Daníel Jónsson bóndi á Ingunnarstöðum.
Daníel Jónsson bóndi á Ingunnarstöðum.

Héraðsdómur Vestfjarða hafnaði í dag kröfu dótturfélags Landsbankans um að Daníel Jónsson á Ingunnarstöðum verði borinn út af jörðinni. Ekki þótti upplýst hvernig gengið hefði verið frá málum gagnvart Daníel og búrekstri hans. Í úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða segir að ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að Daníel hafi haldið áfram búrekstri á Ingunnarstöðum á þriðja ár eftir að bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta.

...
Meira
Myndirnar tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi þegar markaðurinn í Nesi var opnaður um síðustu helgi.
Myndirnar tók Hrefna Karlsdóttir á Kambi þegar markaðurinn í Nesi var opnaður um síðustu helgi.
1 af 12

Bóka- og nytjamarkaðurinn í Kaupfélaginu gamla í Króksfjarðarnesi er nú starfræktur fjórða sumarið í röð. Handverksfélagið Assa rekur markaðinn í sjálfboðavinnu og rennur öll innkoma til góðra málefna í héraðinu. Fyrir utan varning af nánast öllu tagi er kaffi á boðstólum alla daga og auk þess vöfflur og kannski fleira gott um helgar. Opið verður alla daga í sumar kl. 12-18.

...
Meira
Uppi á Vaðalfjöllum á Jónsmessunótt fyrir tveimur árum. Gauti Eiríksson leiðsögumaður fræðir göngufólk á þessum einstaka útsýnisstað.
Uppi á Vaðalfjöllum á Jónsmessunótt fyrir tveimur árum. Gauti Eiríksson leiðsögumaður fræðir göngufólk á þessum einstaka útsýnisstað.

Gönguhátíðin í Reykhólahreppi um Jónsmessuleytið, Gengið um sveit, sem hefst núna í dag þriðja sumarið í röð, er ljóslega „komin til að vera“ og fjölgar þátttakendum ár frá ári. Vel yfir þrjátíu manns hafa skráð sig í löngu gönguna, kjötsúpugönguna, eða liðlega tvöfalt fleiri en í fyrra. Í styttri göngurnar fjórar hafa samtals um fimmtíu manns skráð sig. Þar er ennþá hægt að bæta við þátttakendum en ekki er lengur hægt að bæta við í löngu gönguna.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31