Tenglar

Þyrlan við Hótel Bjarkalund.
Þyrlan við Hótel Bjarkalund.
1 af 2

Nokkuð óvenjulegur farkostur var á tjaldsvæðinu við Hótel Bjarkalund í Reykhólasveit aðfaranótt sunnudagsins. Það var þyrla frá Norðurflugi sem verið hefur á ferð með bandaríska kvikmyndatökumenn við myndatökur á ýmsum stöðum á okkar fagra landi. Á laugardagskvöldið kom hópurinn í Bjarkalund og snæddi kvöldverð áður en gengið var til náða á hótelinu og nýjum kröftum safnað fyrir komandi dag.

...
Meira

Hefur þú áhuga á að ferðast, kynnast nýju fólki og upplifa öðruvísi menningu? Hvernig væri að skella sér til Frakklands og upplifa menningu Saint Julien en Beauchêne og taka þátt í skemmtilegu verkefni? - Þannig hefst kynning á næstu ungmennaskiptum SEEDS-samtakanna, sem fólk í Reykhólahreppi og víða um land er farið að þekkja vel. Síðan segir:

...
Meira
Lífsins notið í Hvanngarðabrekkunni á Reykhóladögum í fyrra.
Lífsins notið í Hvanngarðabrekkunni á Reykhóladögum í fyrra.

Dagskrá Reykhóladaganna 2013 sem verða eftir rúma viku eða 25.-28. júlí (frá fimmtudegi og fram á sunnudag) liggur nú fyrir í nánast öllum atriðum. Eins og verið hefur síðustu árin eftir að dögunum fjölgaði úr einum degi í lok ágúst upp fjóra daga mánuði fyrr er dagskrá þessarar byggðar- og héraðshátíðar í nokkuð föstum skorðum. Samt er alltaf verið að læra af reynslunni og eitthvað nýtt bætist við á hverju ári. Dagskráin er hér fyrir neðan.

...
Meira
Myndir af merinni sem saknað er.
Myndir af merinni sem saknað er.
1 af 5

Átta vetra rauðskjótt faxprúð hryssa tapaðist úr girðingu í Gufudal í vor. Hennar er sárt saknað. Merin er tamin og var á járnum þegar hún hvarf, hún er gæf í aðhaldi en mikill flótti var á henni. Hún var í þjálfun í Fremri-Gufudal og fór upp Reiphólsfjöll. Ekkert hefur spurst til hennar síðan. Endilega hafið samband við Sjöfn Sæmundsdóttur í síma 663 6725 ef þið vitið um ferðir hryssunnar.

...
Meira

Ennþá fleiri mættu gjarnan gefa sig fram til að bjóða gestum á Reykhóladögum heim í súpu eða annað gott á föstudeginum og laugardeginum (26. og 27. júlí). Umsjónarfólk hátíðarinnar útvegar diska og skeiðar og alla þá aðstoð sem hægt væri að láta í té.

...
Meira

Franski tónlistarmaðurinn Oliver (Olí), sem vinnur í sumar sér til ánægju á Stað í Reykhólasveit (var SEEDS-liði á Reykhóladögum í fyrra), efnir ásamt Hrefnu Jónsdóttur til söngskemmtunar í kirkjunni á Reykhólum á miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld (17. og 18. júlí) kl. 20. Ýmist syngja þau saman eða hvort í sínu lagi.

...
Meira
Stefán á Seljanesi á leiðinni á Reykhóladaga 2011. Á hátíðinni eru gömlu traktorarnir ómissandi.
Stefán á Seljanesi á leiðinni á Reykhóladaga 2011. Á hátíðinni eru gömlu traktorarnir ómissandi.

Dagskrá héraðshátíðarinnar (byggðarhátíðarinnar) Reykhóladaga 2013 sem verður fyrir og um aðra helgi liggur fyrir í meginatriðum og hafa Ingi Þór og Rósamunda tekið saman yfirlit sem birt er hér fyrir neðan. Undanfarin ár hefur mótast hefð sem ekki verður brugðið út af a.m.k. á þessu ári. Hins vegar koma inn nýjungar eins og alltaf og skerpt er á áherslum hvers dags. Hafa skyldi í huga að á hátíðum sem þessari er maður manns gaman.

...
Meira
SEEDS-stúlkurnar Carmen og Jannica aðstoðuðu krakka sem fóru á hestbak á Reykhóladögunum í fyrra.
SEEDS-stúlkurnar Carmen og Jannica aðstoðuðu krakka sem fóru á hestbak á Reykhóladögunum í fyrra.

Í tengslum við Reykhóladagana koma að þessu sinni til starfa sex ungmenni frá sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS. Þau eru hvert frá sínu landi eða Ítalíu, Spáni, Suður-Kóreu, Frakklandi, Rússlandi og Litháen. Fólk í Reykhólahreppi sem vildi fá aðstoð við eitthvað dagana fyrir hátíðina eða meðan á henni stendur er hvatt til að hafa samband.

...
Meira
Guðmundur og Halldóra.
Guðmundur og Halldóra.

Halldóra Guðjónsdóttir, sem jafnan var kennd við Gröf í Þorskafirði, var í dag jarðsungin og jarðsett á Reykhólum. Halldóra fæddist á Litlu-Brekku í Geiradal 12. desember 1916 og var því á 97. aldursári þegar hún lést þann 4. júlí. Guðmund Sveinsson mann sinn missti hún fyrir liðlega tveimur árum eftir sambúð í tvo þriðju aldar.

...
Meira

Byggðar- og fjölskylduhátíðin Reykhóladagar 2013 verður 25.-28. júlí eða frá fimmtudegi fram á sunnudag eins og áður. Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum verður með sín hlutverk á hátíðinni og núna er Harpa Eiríksdóttir framkvæmdastjóri sýningarinnar að gera svolitla skoðanakönnun varðandi kvikmyndir fyrir börn og unglinga. Þetta er eins einfalt og hugsast getur, eins konar krossapróf með þremur spurningum, þar sem fyrstu tvær eru ætlaðar börnum og unglingum en sú þriðja foreldrum og forráðamönnum.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31