Tenglar

Hafliði Halldórsson frá Ögri.
Hafliði Halldórsson frá Ögri.

Hafliði Halldórsson frá Ögri við Djúp, formaður Klúbbs matreiðslumeistara, annast matseldina á hátíðarkvöldverðinum á Reykhóladögum í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld og samdi jafnframt matseðilinn. Hvað matseðilinn varðar mætti segja, eins og fram kemur hér á eftir, að Hafliði hafi verið á undan sinni framtíð, svo notað sé orðalag ágæts manns á Flateyri á sínum tíma. Síðustu árin vinnur Hafliði minna í faginu en áður en kokkar þó á sumrin í veitingahúsinu í Ögri og tekur auk þess að sér einstök verkefni eins og núna á Reykhólum.

...
Meira

Hæstiréttur hefur hafnað kröfu dótturfélags Landsbankans um að Daníel H. Jónsson á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reykhólahreppi skuli borinn út af jörðinni. Þar með staðfesti dómurinn úrskurð Héraðsdóms Vestfjarða frá 21. júní, en bankinn áfrýjaði honum til Hæstaréttar, sem taldi eins og héraðsdómur að bankinn hefði ekki fært sönnur á að réttur hans til að Daníel viki af jörðinni væri skýr.

...
Meira

Byggðar- og héraðshátíðin Reykhóladagar hófst síðdegis í gær með kvikmyndasýningum og kaffihúsi og núna verður stanslaus dagskrá fram á sunnudag. Frá dagskránni sem upphaflega var birt hefur orðið sú eina breyting, að við bætist sýning í Reykhólaskóla þar sem hægt er að kynna sér starf Sambands breiðfirskra kvenna í tilefni 80 ára afmælis sambandsins. Veðurspáin í dag og á morgun er óneitanlega góð: Hæg breytileg átt og þokubakkar, en birtir til að deginum. Hiti 10 til 20 stig síðdegis, svalast úti við sjóinn. Dagskráin er þessi:

...
Meira

Hefðbundin heimboð í súpu á Reykhóladögum eru í dag og á morgun, föstudag og laugardag. Allir eru velkomnir að ganga á milli og smakka á ýmsu ljúfmeti sem er í boði á milli kl. 11.30 og 13.30 báða dagana. Þeir sem bjóða heim eru þessir:

...
Meira
26. júlí 2013

Leið um Teigsskóg hafnað

Kort: Mbl./Loftmyndir.
Kort: Mbl./Loftmyndir.

Skipulagsstofnun hefur hafnað því að leið B um Teigsskóg í Þorskafirði fari í mat á umhverfisáhrifum. Nýlega heimilaði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Vegagerðinni að hafa leið B með öðrum leiðum, sem til greina koma við nýja legu Vestfjarðavegar í Gufudalssveit, við matið. Vegagerðin lagði til nokkrar mögulegar veglínur í Gufudalssveit í tillögu sinni að matsáætlun. Áætlunin segir til um hvaða veglínur verði síðan metnar.

...
Meira

Matseðillinn á kvöldskemmtun Reykhóladaganna í íþróttahúsinu á laugardagskvöld liggur fyrir. Minnt skal á það, að talsverðu máli skiptir fyrir fólkið sem annast matinn að hafa með fyrra fallinu einhverja hugmynd um væntanlegan fjölda. Forsala miða er í Reykhólaskóla í dag, fimmtudag, kl. 12-13 og 16-19. Líka má utan þess tíma hringja í síma 691 6960 og mæla sér mót til að fá miða. Verð á kvöldskemmtun og ball er kr. 5.000 í forsölu en kr. 5.500 við innganginn. Matseðillinn er þannig:

...
Meira
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur.
Sverrir Jakobsson sagnfræðingur.

Sverrir Jakobsson sagnfræðingur heldur erindi á Nýp á Skarðsströnd kl. 14 á laugardag, 27. júlí, og fjallar um landeigendur og héraðsvöld á Breiðafirði á 15. öld. Saga Breiðafjarðarsvæðisins á 15. öld hefur iðulega verið sögð sem saga aðsópsmikilla landeigenda. Þetta stafar að einhverju leyti af eðli heimildanna. Þannig gat Arnór Sigurjónsson sótt í mjög auðugan skjalaforða varðandi erfðadeilur afkomenda auðmanna frá 15. öld þegar hann ritaði Vestfirðinga sögu 1975. Flutningur erindisins tekur um hálftíma en síðan verða umræður og boðið upp á kaffi.

...
Meira

Minnt skal á, að skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð í tvær vikur vegna sumarleyfa eða frá og með næsta mánudegi, 29. júlí. Hún verður opnuð aftur með venjulegum hætti kl. 10 að morgni mánudagsins 12. ágúst. Landsbankinn verður hins vegar með viðveru á skrifstofunni á miðvikudögum báðar vikurnar kl. 13-16 eins og venja er.

...
Meira

Fólk er hvatt til að panta miða á kvöldskemmtun Reykhóladaganna í íþróttahúsinu á laugardagskvöld sem allra fyrst - árviss áminning! Það má m.a. gera í netfanginu reykholar2013@gmail.com. Jafnframt verður forsala í skólanum kl. 16-19 í dag, miðvikudag, og á morgun kl. 12-13 og 16-19. Líka má utan þess tíma hringja í síma 691 6960 og mæla sér mót.

...
Meira
Svipmynd frá borðhaldinu á Reykhóladögum í fyrra.
Svipmynd frá borðhaldinu á Reykhóladögum í fyrra.

Þau Ingi Þór og Rósamunda, sem annast skipulagningu og umsjá Reykhóladaganna að þessu sinni, vilja koma á framfæri ánægju sinni með undirtektir heimafólks, ekki síst hvað snertir þátttöku í hinum og þessum viðburðum og leikjum sem eru á dagskránni. Þau hvetja til þess að enn fleiri skrái sig til þátttöku því að lengi má bæta við. Núna stendur jafnframt yfir forsala á skemmtunina á laugardagskvöld.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31