Vill virða hráefni og hefðir á hverjum stað
Hafliði Halldórsson frá Ögri við Djúp, formaður Klúbbs matreiðslumeistara, annast matseldina á hátíðarkvöldverðinum á Reykhóladögum í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld og samdi jafnframt matseðilinn. Hvað matseðilinn varðar mætti segja, eins og fram kemur hér á eftir, að Hafliði hafi verið á undan sinni framtíð, svo notað sé orðalag ágæts manns á Flateyri á sínum tíma. Síðustu árin vinnur Hafliði minna í faginu en áður en kokkar þó á sumrin í veitingahúsinu í Ögri og tekur auk þess að sér einstök verkefni eins og núna á Reykhólum.
...Meira