Tenglar

Birkir og Margrét Diljá í Bjarkalundi.
Birkir og Margrét Diljá í Bjarkalundi.
1 af 2

Ísvél er komin í Reykhólasveit á nýjan leik eftir margra ára hlé. Hún er í Bjarkalundi og var tekin í notkun um helgina til upphitunar (ef svo má komast að orði um ís-vél) fyrir þjóðhátíðina á morgun. Þegar meðfylgjandi myndir voru teknar í dag var erfitt að komast að afgreiðsluborðinu til myndatöku vegna þess fjölda sem var verið að afgreiða. Óhætt er að segja að ísinn hafi rokselst. Hann fæst hvort heldur er í brauðformi eða boxi.

...
Meira
Artur er einn af framtíðarstarfsmönnum saltvinnslunnar á Reykhólum. Hér er hann í stéttargerð við verksmiðjuna.
Artur er einn af framtíðarstarfsmönnum saltvinnslunnar á Reykhólum. Hér er hann í stéttargerð við verksmiðjuna.

Artur Blazej Kowalczyk á Reykhólum hefur unnið við byggingu saltverksins nýja við Reykhólahöfn allt frá upphafi núna um miðjan vetur eða í hálft ár. Hann er einn þeirra manna sem síðan hafa verið ráðnir til framtíðarstarfa við verksmiðjuna þegar hún fer í gang innan fárra vikna. Það sýnir vel hversu langt frágangurinn er kominn, að í gær var Artur ekki að vinna inni heldur utanhúss við lagningu stéttar í þeirri bongóblíðu sem jafnan er ríkjandi í Reykhólasveit kringum þjóðhátíðardaginn.

...
Meira
Gústaf Jökull og vélin gera sláttarhlé.
Gústaf Jökull og vélin gera sláttarhlé.
1 af 3

Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum byrjaði í gærmorgun slátt á ættarjörð sinni, landnámsjörðinni Miðjanesi, þar sem hann rekur kúabú ásamt fjölskyldu sinni. Aðspurður hvort hann byrji alltaf á laugardegi segir hann: „Það var nú sagt að maður ætti að byrja á laugardegi. Ég hef byrjað á laugardögum og líka á einhverjum öðrum dögum og það er alltaf eitthvert basl,“ segir hann og hlær. „Það er eins og það sé alveg sama hvaða dag maður byrjar. Samt er þetta með laugardaginn einhvern veginn alltaf í huganum. Núna fannst mér heldur langt að bíða viku í viðbót því að grasið var farið að leggjast.“

...
Meira
SjávarSmiðjan er undir gamla bæjarhólnum á Reykhólum ...
SjávarSmiðjan er undir gamla bæjarhólnum á Reykhólum ...
1 af 3

SjávarSmiðjan á Reykhólum verður opnuð í dag og verður opin alla daga í sumar milli kl. 14 og 18. Utan þess tíma er hún opnuð eftir samkomulagi eins og áður. Þetta er þriðja sumarið sem SjávarSmiðjan starfar, en þar eru í boði heilsuböð (breiðfirsku þaraböðin) og líka heilsuvörur af margvíslegu tagi, auk þess sem þar er kaffihús.

...
Meira

Í Dölum er komin hefð fyrir blómagöngu á Degi hinna villtu blóma, sem er núna á sunnudag, 16. júní, og fer Halla Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal fyrir göngunni eins og áður. „Mér þætti vænt um að sjá nágranna mína með í göngu,“ segir Halla og beinir þar orðum til fólks í Reykhólahreppi. Að þessu sinni verður farið frá skólahúsinu í Ólafsdal kl. 14 og gengið niður að tóvinnuhúsinu og aftur að skólahúsinu.

...
Meira

Minnt skal á, að sumartími er genginn í garð í versluninni Hólakaupum á Reykhólum. Opið verður til kl. tíu á kvöldin alla daga, helga jafnt sem virka, fram til 11. ágúst. Þannig verður formlegur afgreiðslutími tólf klukkutímar á dag (frá tíu til tíu) en það segir þó ekki alla söguna.

...
Meira
Myndir: Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir.
Myndir: Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir.
1 af 13

Hér fylgja skemmtilegar svipmyndir sem Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir tók þegar Kvennahlaupið fór fram á Reykhólum á laugardag. Veðrið var gott, raunar af því tagi sem kalla mætti „sosum ekkert veður“. Lagt var upp frá Grettislaug klukkan ellefu fyrir hádegi og voru vegalengdir frá tveimur og upp í sjö kílómetra.

...
Meira

Komið hefur í ljós að áburður frá breskum birgja Skeljungs (áburðarframleiðandanum Origin) hafi innihaldið meira magn kadmíums en leyfilegt er. Skeljungi barst tilkynning frá Matvælastofnun (MAST) þessa efnis síðdegis í gær. Kemur þetta Skeljungi mjög á óvart.

...
Meira
Hjalli við toppinn af Landróvernum.
Hjalli við toppinn af Landróvernum.
1 af 3

Bátasmíðavefur Hjalta Hafþórssonar á Reykhólum lætur sig fleiri samgöngutæki varða en báta. Núna er þar greint í máli og myndum frá liðlega fimmtugum Land-Rover sem þúsundþjalasmiðurinn Unnsteinn Hjálmar Ólafsson (Hjalli á Grund) er að gera upp. Jafnframt kemur við sögu Sabb-vélin í báti Hjalta sem hafði gengið eins og klukka allt frá 1968 en hikstaði fyrir skömmu í fyrsta sinn.

...
Meira
Frá hátíðinni 17. júní í fyrra.
Frá hátíðinni 17. júní í fyrra.
1 af 2

Hátíðarhöld 17. júní verða að venju í Bjarkalundi í umsjá Lionsfólks í Reykhólahreppi og verða með hefðbundnu sniði. Fjallkonan flytur ávarp, mannskapurinn fer í skrúðgöngu, bæði börn og fullorðnir fara í leiki og sitthvað fleira verður fyrir börnin. Kaffihlaðborð verður að hætti Bjarkalundar.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31