Ísvél í Reykhólasveit á ný: Ógisslega góður
Ísvél er komin í Reykhólasveit á nýjan leik eftir margra ára hlé. Hún er í Bjarkalundi og var tekin í notkun um helgina til upphitunar (ef svo má komast að orði um ís-vél) fyrir þjóðhátíðina á morgun. Þegar meðfylgjandi myndir voru teknar í dag var erfitt að komast að afgreiðsluborðinu til myndatöku vegna þess fjölda sem var verið að afgreiða. Óhætt er að segja að ísinn hafi rokselst. Hann fæst hvort heldur er í brauðformi eða boxi.
...Meira