Þeir borga of lítið, Sigurður
Fyrirhuguð lækkun veiðigjaldsins á útgerðarfyrirtæki mælist frámunalega illa fyrir meðal almennings eins og undirskriftasöfnunin sýnir. Fyrir því er einföld ástæða, sjávarútvegsfyrirtækin greiða ekki sanngjarnan hlut af hagnaði sínum til samfélagsins. Þegar litið er til mjög góðrar afkomu undanfarin ár væri eðlilegra að hækka gjaldtökuna en að lækka hana.
...Meira