Tenglar

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrirhuguð lækkun veiðigjaldsins á útgerðarfyrirtæki mælist frámunalega illa fyrir meðal almennings eins og undirskriftasöfnunin sýnir. Fyrir því er einföld ástæða, sjávarútvegsfyrirtækin greiða ekki sanngjarnan hlut af hagnaði sínum til samfélagsins. Þegar litið er til mjög góðrar afkomu undanfarin ár væri eðlilegra að hækka gjaldtökuna en að lækka hana.

...
Meira
Hellisbraut er íbúðargata þar sem mörg börn á öllum aldri eiga heima / ÁG.
Hellisbraut er íbúðargata þar sem mörg börn á öllum aldri eiga heima / ÁG.

Sveitarstjórnarfólk í Reykhólahreppi hefur áhyggjur af hraðakstri á götum Reykhólaþorps og vill koma þeim áhyggjum á framfæri hér. Einkum er þar um að ræða íbúðargötuna Hellisbraut og aðalgötuna Maríutröð sem og Karlseyjarveg sem tekur við af Maríutröð í jaðri þorpsins og liggur niður að höfn. Í þorpinu sjálfu er hámarkshraði 35 km en á Karlseyjarvegi 50 km eins og skilti gefa til kynna.

...
Meira
Reykhólaskóli / Ljósm. Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Ljósm. Árni Geirsson.

Reykhólaskóli auglýsir laust til umsóknar 57% starfshlutfall í kennslu við grunnskóladeild. Um er að ræða myndmennta- og smíðakennslu á öllum stigum, aðstoðarkennslu í sundi á öllum stigum, upplýsingatækni á elsta stigi og einn áhugasviðsáfanga á elsta stigi.

...
Meira
Skjáskot úr fréttinni á Stöð 2.
Skjáskot úr fréttinni á Stöð 2.

Nýr ráðherra samgöngumála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur snúið við ákvörðun Ögmundar Jónassonar forvera síns um Teigsskóg við Þorskafjörð og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð þar í nýtt umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þar sagði ráðherra að þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar og því hafi verið skynsamlegt að setja hana strax í þetta ferli.

...
Meira
Unnið að þverun Kjálkafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson fyrir þrem vikum.
Unnið að þverun Kjálkafjarðar. Myndina tók Sveinn Ragnarsson fyrir þrem vikum.

Fjórðungssamband Vestfirðinga efnir til málþings um samgöngumál á Vestfjörðum í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag kl. 12.30 til 15. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, sem fer með samgöngumál, hefur þegið boð um að sitja þingið og flytja framsögu. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir oddviti Tálknafjarðarhrepps sagði í samtali við Stöð 2, að eining ríki meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust. Skilaboðin til ráðherra séu að hægt verði að hefjast handa jafnskjótt og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár.

...
Meira
Þjóðhátíðarhöld Reykhólahrepps í Bjarkalundi 2013. Ljósm. Þ.Ó.
Þjóðhátíðarhöld Reykhólahrepps í Bjarkalundi 2013. Ljósm. Þ.Ó.
1 af 10

Þórarinn Ólafsson var á þjóðhátíðinni í Reykhólahreppi, sem haldin var að venju í Bjarkalundi í umsjá Lionsfólks, og tók þar fjölda svipmynda. Nokkrar fylgja hér en liðlega hundrað myndir hafa verið settar í tvær syrpur sem finna má undir Ljósmyndir, myndasöfn í valmyndinni hér vinstra megin (17. júní 2013, 1-2). Fjallkona Reykhólahrepps 2013 var Fanney Sif Torfadóttir, sem sjá má m.a. fremst á fyrstu mynd.

...
Meira
Bergsveinn Reynisson á skjánum í fréttum Stöðvar 2.
Bergsveinn Reynisson á skjánum í fréttum Stöðvar 2.

Núna fimm árum eftir að Bergsveinn G. Reynisson á Gróustöðum í Reykhólahreppi sótti fyrst um leyfi til kræklingaræktar er hann ekki enn kominn með leyfi. Hann segir ekki standandi í því fyrir einyrkja að reyna að komast í gegnum eftirlits- og leyfisveitingakerfið. Reyndar er meira en heilt ár liðið frá því að hann vakti athygli á því sem formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda, hversu flókið og dýrt það væri að afla tilskilinna leyfa. Fréttir af þessum flækjum í fyrravor kölluðu á umræðu á Alþingi.

...
Meira
Frá einni af göngunum í fyrra.
Frá einni af göngunum í fyrra.

Nú styttist í gönguhátíðina Gengið um sveit, útivistarhelgina árvissu í Reykhólahreppi um Jónsmessuna, sem verður dagana 21.-24. júní eða frá föstudegi og fram á aðfaranótt mánudags (Jónsmessunótt). Minnt er á, að skráningum í göngur lýkur á morgun, fimmtudag. Hugsanlega geta einhverjir skráð sig eftir það en eiga þá ekki kost á afsláttunum sem samstarfsaðilar hátíðarinnar veita.

...
Meira
Nokkrir hlauparanna í fyrra. Dofri Hermannsson lengst til vinstri.
Nokkrir hlauparanna í fyrra. Dofri Hermannsson lengst til vinstri.

Fjalla- og skemmtihlaupið Þrístrendingur verður haldið á laugardag í fjórða sinn. Þarna er ekki keppt við tímann heldur miklu frekar keppst við að njóta dagsins og félagsskaparins. Hlaupið er öllum opið og þátttakendur velja alveg sjálfir hvort þeir hlaupa alla leiðina eða bara einn eða tvo áfanga af þremur. Upphaf og endir hlaupsins er á Kleifum í Gilsfirði. Heildarvegalengd er um 41 km (nánast maraþonvegalengd). Leiðin er farin í þrem áföngum enda farið um þrjá fjallvegi, þrjár sýslur, þrjá firði og þrjár strendur (eins og nafnið gefur til kynna).

...
Meira

Hátíðarhöld þjóðhátíðardagsins í Reykhólahreppi verða í Bjarkalundi og hefjast kl. 14 með ávarpi fjallkonunnar. Dagskrá verður síðan með hefðbundnu sniði, bæði fyrir börn og fullorðna. Lionsfólk sér um hátíðina eins og verið hefur en Bjarkalundur annast kaffihlaðborð.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31