Tenglar

Þessi ritvél „tengist fréttinni ekki beint“ eins og jafnan er sagt.
Þessi ritvél „tengist fréttinni ekki beint“ eins og jafnan er sagt.

Ritvélin á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps er búin að leggja upp laupana eftir langa og dygga þjónustu. Tölvur og tölvuprentarar eru líklega búin að leysa ritvélarnar góðu af hólmi á flestum heimilum. Ekki er ósennilegt að ýmsir séu með ágæta ritvél geymda á góðum stað og hafi ekki viljað henda henni alveg strax.

...
Meira
Áhöfnin á Húna. Myndin er fengin á Facebooksíðu tónleikaferðarinnar.
Áhöfnin á Húna. Myndin er fengin á Facebooksíðu tónleikaferðarinnar.

Áhöfnin á Húna (sem þarf víst ekki að kynna frekar) verður með tónleika í Flatey á Breiðafirði síðdegis á laugardag (hefjast kl. 17.30). Eyjasigling (Björn Samúelsson á Reykhólum) verður með ferðir frá Staðarhöfn út í Flatey frá klukkan eitt eftir hádegi og fram eftir degi eins og þörf krefur og síðan til baka um kvöldið.

...
Meira

Ný sýning verður opnuð í Ólafsdal við Gilsfjörð kl. 14 á laugardag á efri hæð skólahússins sem eitt sinn hýsti fyrsta búnaðarskóla á Íslandi. Sýningin er samstarfsverkefni Ólafsdalsfélagsins og Byggðasafns Dalamanna og fjallar um nám og störf kvenna í Ólafsdal á dögum skólans (1880-1907). Við opnunina mun Sigríður Hjördís Jörundsdóttir spjalla um efni sýningarinnar. Klukkan 15 verður síðan opnuð kynning á verkefni um matarhefðir við Breiðafjörð og á Ströndum.

...
Meira
Frá Reykhólahöfn. Myndina tók Halldór Jóhannesson skipstjóri á Blíðunni í byrjun júlí í fyrra.
Frá Reykhólahöfn. Myndina tók Halldór Jóhannesson skipstjóri á Blíðunni í byrjun júlí í fyrra.

Þess má geta í framhaldi af frétt hér á vefnum í morgun um ársreikninga Reykhólahrepps og stofnana hans fyrir árið 2012, að nokkur meginatriði í reikningum hafnarsjóðs, leiguíbúða Reykhólahrepps og Barmahlíðar eru samandregin í fundargerðum skipulagsnefndar og stjórnar Barmahlíðar í fyrradag. Fundirnir voru haldnir á undan aukafundi hreppsnefndar þar sem reikningar umræddra fyrirtækja Reykhólahrepps voru samþykktir.

...
Meira
Halldóra Guðjónsdóttir.
Halldóra Guðjónsdóttir.

Halldóra Guðjónsdóttir frá Gröf í Þorskafirði, sem andaðist í Barmahlíð á Reykhólum 4. júlí, verður jarðsungin í Reykhólakirkju á laugardag, 13. júlí. Athöfnin hefst kl. 14. Boðið er til erfisdrykkju í íþróttahúsinu að henni lokinni. Blóm eru afþökkuð en þeir sem vilja minnast hinnar látnu eru beðnir um að láta Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð njóta þess.

...
Meira

Ársreikningar Reykhólahrepps og stofnana hans fyrir árið 2012 voru samþykktir við síðari umræðu á aukafundi hreppsnefndar í fyrradag. Reikningana er að finna undir Stjórnsýsla - Ársreikningar og áætlanir í valmyndinni hér vinstra megin. Fram til þessa hefur Ársreikningur Reykhólahrepps og stofnana hans verið í einu skjali en núna eru reikningar hafnarsjóðs, leiguíbúða hreppsins og Barmahlíðar hver í sínu lagi eins og þarna má sjá.

...
Meira
Vinningurinn hjá AtVest er iPad mini.
Vinningurinn hjá AtVest er iPad mini.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (AtVest) hefur efnt til happdrættis meðal fólks sem búsett er á Vestfjarðakjálkanum, þar sem vinningurinn er iPad mini. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig ásamt nafni og sveitarfélagi. Netföngin verða notuð til að senda út íbúakannanir meðal fólks á Vestfjörðum. Hægt er að afskrá sig hvenær sem er. Dregið verður úr innsendum netföngum 29. júlí.

...
Meira
Tvíbýlishreiðrið sérstæða í Skútunaustahólma.
Tvíbýlishreiðrið sérstæða í Skútunaustahólma.
1 af 7

Þær Guðlaug Jónsdóttir og Ása Björg Stefánsdóttir, mágkonur í Árbæ á Reykjanesi í Reykhólasveit, fóru núna fyrir nokkru eins og svo oft áður í dúnleit í Skútunaustahólma rétt inn með Þorskafirði. Þær Ása og Gulla hafa alla tíð verið í nánum tengslum og kynnum við æðarfuglinn og stundað dúntekju í áratugi, en þarna sáu þær nokkuð sem þær höfðu aldrei séð fyrr: Sambýlishreiður sem tvær kollur hafa gert sér, fullt af dún og allt í sátt og samlyndi hjá þeim. Kannski þær séu eineggja tvíburar, segir Ása. Væri víst kallað parhús ef mannfólkið ætti í hlut.

...
Meira

Aðstoðarmatráður starfar í eldhúsi við matargerð og þrif og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Reynsla og þekking á eldhússtörfum og matreiðslu eru skilyrði. Starfshlutfall er um 80%. Unnið er aðra hverja helgi.

...
Meira

Sveitarstjóri Reykhólahrepps verður í sumarfríi frá 15. júlí til 9. ágúst. Ef um mjög aðkallandi erindi er að ræða, sem ekki má bíða, er hægt að hafa samband í síma 896 3629. Skrifstofa Reykhólahrepps verður lokuð í tvær vikur eða frá 29. júlí til 9. ágúst. Verður opin á ný mánudaginn 12. ágúst.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31