Tvíbýlishreiðrið sérstæða í Skútunaustahólma.
Ása í Árbæ með dúnpokann.
Gulla með sinn dúnpoka. Handan við sér yfir á Grenitrésnes og inn með Þorskafirði.
Skútunaustahólmi rétt innan við mynni Þorskafjarðar. Handan við er Grónes (Gróunes) milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.
Tvíbýlishreiðrið vinstra megin en hægra megin er venjulegt æðarhreiður.
Æðarkolla á hreiðri í manngerðu skjóli.
Séð inn Þorskafjörð. Teigsskógur handan fjarðarins og í fjarska má sjá Vaðalfjöll.
Þær Guðlaug Jónsdóttir og Ása Björg Stefánsdóttir, mágkonur í Árbæ á Reykjanesi í Reykhólasveit, fóru núna fyrir nokkru eins og svo oft áður í dúnleit í Skútunaustahólma rétt inn með Þorskafirði. Þær Ása og Gulla hafa alla tíð verið í nánum tengslum og kynnum við æðarfuglinn og stundað dúntekju í áratugi, en þarna sáu þær nokkuð sem þær höfðu aldrei séð fyrr: Sambýlishreiður sem tvær kollur hafa gert sér, fullt af dún og allt í sátt og samlyndi hjá þeim. Kannski þær séu eineggja tvíburar, segir Ása. Væri víst kallað parhús ef mannfólkið ætti í hlut.
...
Meira