Eggert og Hafliði við gamla breiðfirska báta á Reykhólum.
Harpa Eiríksdóttir undir fullum seglum, ef svo mætti að orði komast.
Æðarkolla á hreiðri.
Lágfóta með unga í kjaftinum.
Harpa í hópi breiðfirskra fugla.
Nýsmíði á Báta- og hlunnindasýningunni.
Á sýningunni getur að líta heila verbúð.
Einhver er þarna með rauða fætur vinstra megin við kolluna.
Aðalsteinn Valdimarsson, betur þekktur sem Steini Vald, við bátssmíði á Reykhólum sumarið 2006.
Hjalti Hafþórsson ásamt föður sínum við Vatnsdalsbátinn í smíðum á Siglufirði í fyrrasumar. Vegna þess hve unglegur pabbinn er skal þess getið, að hann er vinstra megin á myndinni! Hann komst á áttræðisaldurinn fyrir nokkrum dögum. Myndina tók Sveinn Þorsteinsson.
Hér getur að líta nokkrar myndir frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, sem tekið hefur miklum stakkaskiptum síðustu árin. Allar eru þessar myndir nýjar nema tvær þær síðustu, sem hér eru birtar með samhengisins vegna, ef svo má segja, og önnur þeirra ekki einu sinni tekin á Reykhólum. Á fyrstu mynd eru bátasmiðirnir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson við nokkra af gömlu bátunum í eigu Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar. Þeirra ágætu manna og ágætu bátasmiða verður naumast getið í þessu samhengi án þess að nefna líka tvo aðra.