Tenglar

Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.

Sumartími gengur í garð í versluninni Hólakaupum á Reykhólum núna á föstudag og stendur til og með 11. ágúst. Opið verður alla daga, helga jafnt sem virka, frá kl. 10 á morgnana og til kl. 22 á kvöldin. Þessi formlegi tólf klukkustunda afgreiðslutími á dag segir að vísu ekki alla söguna.

...
Meira

Eins og hér hefur komið fram byrjar á morgun, þriðjudaginn 11. júní, sundnámskeið í Grettislaug á Reykhólum fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Því er við að bæta, að íþróttaæfingar fyrir börn frá sex ára aldri verða þrjá fimmtudaga á næstunni og byrja í þessari viku. Leikjanámskeið fyrir sex ára börn og eldri verður haldið í næstu viku. Allt er þetta á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi. Nánar:

...
Meira

Harmonikufélagið Nikkólína í Dalabyggð og Reykhólahreppi minnir fólk á Harmonikuhátíð fjölskyldunnar, sem haldin verður á Laugarbakka í Miðfirði um næstu helgi eða dagana 14.-16. júní. Auk Nikkólínu standa Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum að þessari hátíð. Dansað verður bæði á föstudagskvöld og laugardagskvöld með góðum hljómsveitum. Kaffihlaðborð og skemmtidagskrá á laugardeginum.

...
Meira
Einireykir rétt neðan við Reykhóla. ÁG.
Einireykir rétt neðan við Reykhóla. ÁG.
1 af 3

Enn hafa bæst við myndaseríur frá Reykhólum hjá Árna Geirssyni verkfræðingi, ljósmyndaranum sérstæða (og einstæða hvað þetta hérað varðar) sem lesendum þessa vefjar er að góðu kunnur allt frá upphafi. Núna eru komnar þrjár syrpur í viðbót, sem bera heitin Hverinn Einireykir, Lífið við Lómatjörn og Reykhólar, júní 2013. Sýnishorn fylgja hér, ein mynd úr hverri syrpu.

...
Meira
1 af 5

Brúðguminn, margverðlaunuð mynd Baltasars Kormáks, er á dagskrá Sjónvarps kl. 21.35 í kvöld, sunnudag. Hún gerist í Flatey á Breiðafirði, einni af perlum Reykhólahrepps, sem er nátengd höfundinum Baltasar Kormáki. Flestir kannast að líkindum við myndskreytingarnar sem eru í hvelfingu Flateyjarkirkju og altaristöfluna sem myndlistarmaðurinn Baltasar, faðir Baltasars Kormáks, málaði á sínum tíma. Þar getur ekki aðeins að líta ýmsa Flateyjarbúa fyrri tíða heldur einnig listamanninn sjálfan á altaristöflunni.

...
Meira
Eggert og Hafliði við gamla breiðfirska báta á Reykhólum.
Eggert og Hafliði við gamla breiðfirska báta á Reykhólum.
1 af 10

Hér getur að líta nokkrar myndir frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, sem tekið hefur miklum stakkaskiptum síðustu árin. Allar eru þessar myndir nýjar nema tvær þær síðustu, sem hér eru birtar með samhengisins vegna, ef svo má segja, og önnur þeirra ekki einu sinni tekin á Reykhólum. Á fyrstu mynd eru bátasmiðirnir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson við nokkra af gömlu bátunum í eigu Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar. Þeirra ágætu manna og ágætu bátasmiða verður naumast getið í þessu samhengi án þess að nefna líka tvo aðra.

...
Meira

Sumartími er genginn í garð á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps eins og víðar. Í sumar verður safnið opið kl. 19-21 á þriðjudagskvöldum allt til ágústloka, með tveimur undantekningum: Lokað verður 25. júní og 6. ágúst. Vakin skal athygli á því, að í sumar er hægt að skila bókum á Upplýsingamiðstöðinni í anddyri Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum.

...
Meira

Kynning á ýmsum hágæða snyrtivörum frá Ítalíu og Þýskalandi verður í borðsal Reykhólaskóla milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardaginn 8. júní. Í kynningu segir, að þetta séu ekki einungis frábærar vörur heldur einnig 50-70% ódýrari en á almennum markaði. Fram kemur að meik séu frá kr. 2.490, varalitir frá kr. 1.100, maskarar á kr. 2.490, varablýantar á kr. 1.590, naglalökk á kr. 1.590, krem á kr. 3.190, ilmvötn frá kr. 3.200 og annað eftir því. Þar að auki:

...
Meira
7. júní 2013

Kvennahlaupið 2013!

Minnt skal á Kvennahlaupið á Reykhólum á morgun, laugardag. Vegalengdir ættu að vera við allra hæfi - velja má um 2 km, 3 km, 5 km og 7 km. Þrátt fyrir heiti viðburðarins er alls engin skylda að hlaupa. Í mörgum tilvikum er einfaldlega rölt með barnavagn og það er hið besta mál. Lagt verður af stað við Grettislaug kl. 11.

...
Meira
Garðar Jónsson, hinn nýi framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar.
Garðar Jónsson, hinn nýi framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar.

Garðar Jónsson hefur verið ráðinn framleiðslustjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum og tekur við af Þorgeiri Samúelssyni sem flyst yfir á verkstæði fyrirtækisins. Þorgeir hóf störf í verksmiðjunni árið 1973 eða fyrir fjörutíu árum og hefur unnið þar mikinn hluta þess tíma. Síðustu fimm árin hefur hann gegnt starfi framleiðslustjóra en óskaði nú eftir flutningi milli deilda í fyrirtækinu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31