Tenglar

Þórarinn Sigurðsson verkfræðingur að ljúka frágangi stöðvarinnar í Karlsey. Ljósm. reykholar.is / hþm.
Þórarinn Sigurðsson verkfræðingur að ljúka frágangi stöðvarinnar í Karlsey. Ljósm. reykholar.is / hþm.

Þórarinn Sigurðsson mælingaverkfræðingur hjá Landmælingum Íslands var á Reykhólum í síðustu viku að setja upp IceCORS-mælistöð, en hún er hluti af kerfi sem mun spanna landið allt. Að sögn Þórarins eru gervihnattastaðsetningakerfi eða GNSS/GPS bylting í landmælingum á síðustu árum. GNSS er samheiti yfir gervihnattaleiðsögukerfi heimsins, þ.e. hið bandaríska GPS, GLONASS sem er rússneskt kerfi og GALILEO sem er evrópskt. Með þessari tækni eru verkefni landmælinga óháð veðri, mun nákvæmari og hægt að framkvæma þau á skemmri tíma en með gömlu aðferðunum eins og horna- eða lengdarmælingum.

...
Meira
Grettislaug er 25 metra útisundlaug sem nýtir jarðhitann á Reykhólum.
Grettislaug er 25 metra útisundlaug sem nýtir jarðhitann á Reykhólum.

Að loknu hinu árlega vorviðhaldi verður Grettislaug á Reykhólum opnuð á ný á mánudag, 10. júní. Síðan verður laugin opin samkvæmt sumartíma allt fram til ágústloka en tíminn er þó aðeins styttri í byrjun og undir lokin. Tímarnir í lauginni í sumar verða þannig:

...
Meira

Umf. Afturelding í Reykhólahreppi gengst fyrir sundnámskeiði fyrir börn á aldrinum fimm til átta ára á næstu tveimur vikum. Námskeiðið byrjar á þriðjudag og verður kennt fjóra daga í hvorri viku eða 11.-14. júní og 18.-21. júní. Kennari verður Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og kennt í Grettislaug. Tímar verða þannig:

...
Meira
Nestishlé í einni af göngunum í fyrra.
Nestishlé í einni af göngunum í fyrra.

Dagana 21.-24. júní eða um Jónsmessuna verður í Reykhólahreppi útivistarhelgin Gengið um sveit, sem núna er haldin í þriðja skipti. Hér er um að ræða lengri og skemmri göngur undir leiðsögn, sem ættu að hæfa öllum aldurshópum. Takmarkaður fjöldi er í löngu gönguna (kjötsúpugönguna) og mælt með því að fólk skrái sig í hana sem allra fyrst. Núna 6. júní er aðeins hægt að taka þar við örfáum í viðbót.

...
Meira
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri.
Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri.

Eins og hér hefur komið fram er unnið að því á vegum Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps að koma á fót iðjustofu ætlaðri fötluðum, atvinnulausum, þeim sem eru félagslega einangraðir, fólki í endurhæfingu og öðrum sem gagn og gaman hefðu af slíku. Núna er verið að ganga frá ráðningu starfsmanns í hlutastarf. Iðjan verður á Hólmavík, en hér er um að ræða tilraunaverkefni til eins árs.

...
Meira

Reglubundin vöktun íslenska arnarstofnsins leiddi í ljós að orpið var í 47 hreiður í vor. Um 70 pör eru í stofninum en það einkennir hann að hlutfall geldpara er hátt og ár hvert kemur ekki nema um þriðjungur íslenskra arnarpara upp unga. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur og sviðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir fjölgunina í stofninum hæga en henni miði í rétta átt. Stærð stofnsins hafi meira en þrefaldast á síðustu fimmtíu árum.

...
Meira

Auglýst er starf félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps. Eins og hér kom fram í vor sagði Hildur Jakobína Gísladóttir, sem gegnt hefur stöðunni frá upphafi snemma árs 2011, starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum vegna brottflutnings og lætur af störfum í næsta mánuði. Leitað er eftir manneskju „sem hefur vilja og getu til að leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun á félagsþjónustu á svæðinu“.

...
Meira
Kór Neskirkju.
Kór Neskirkju.

Kór Neskirkju í Reykjavík heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 18 á föstudagskvöld, 7. júní. Efnisskráin er fjölbreytt og falleg en þar eru auk annarra verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Ola Gjeilo og Giovanni Pierluigi da Palestrina. Stjórnandi kórsins er Steingrímur Þórhallsson. Aðgangur er ókeypis.

...
Meira
Einar Sveinn, Søren og Garðar við undirritun samningsins.
Einar Sveinn, Søren og Garðar við undirritun samningsins.
1 af 2

Undirritaður var í dag samningur milli Þörungaverksmiðjunnar hf. og saltvinnslunnar Norður & Co. um nýtingu síðarnefnda fyrirtækisins á heitu affallsvatni frá Þörungaverksmiðjunni. Báðar eru verksmiðjurnar við Reykhólahöfn í Karlsey og örstutt á milli. Saltvinnslan mun nýta um 35 sekúndulítra af 74°C heitu vatni sem Þörungaverksmiðjan hefur ekki not fyrir. Að auki mun saltverksmiðjan tengjast hitaveitulögn Þörungaverksmiðjunnar sem liggur frá Reykhólum og út í Karlsey. Úr þeirri lögn kaupir saltverksmiðjan vatn af Orkubúi Vestfjarða.

...
Meira
Kvennahlaupsbolurinn 2013.
Kvennahlaupsbolurinn 2013.

Lagt verður af stað í Kvennahlaupið 2013 við Grettislaug á Reykhólum kl. 11 á laugardagsmorgun, 8. júní. Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir 13 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 12 ára og yngri. Bolur og verðlaunapeningur eru innifaldir í verðinu. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir er með forsölu heima hjá sér að Hellisbraut 8 en líka verður hægt að fá boli á rásstað. Fólk er hvatt til að ganga frá þessu í tíma. Bolurinn í ár er grænn úr „dry fit“ gæðaefni og með V-hálsmáli.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31