Landmælingar með IceCORS-stöð á Reykhólum
Þórarinn Sigurðsson mælingaverkfræðingur hjá Landmælingum Íslands var á Reykhólum í síðustu viku að setja upp IceCORS-mælistöð, en hún er hluti af kerfi sem mun spanna landið allt. Að sögn Þórarins eru gervihnattastaðsetningakerfi eða GNSS/GPS bylting í landmælingum á síðustu árum. GNSS er samheiti yfir gervihnattaleiðsögukerfi heimsins, þ.e. hið bandaríska GPS, GLONASS sem er rússneskt kerfi og GALILEO sem er evrópskt. Með þessari tækni eru verkefni landmælinga óháð veðri, mun nákvæmari og hægt að framkvæma þau á skemmri tíma en með gömlu aðferðunum eins og horna- eða lengdarmælingum.
...Meira