Tenglar

Reykhólahreppur óskar eftir áhugasömum aðila til að annast Reykhóladagana í sumar, sem haldnir verða 25.-28. júlí. Viðkomandi verður að hafa náð 18 ára aldri. Starfið felst bæði í undirbúningi hátíðarinnar og umsjón með framkvæmd hennar. Byrjað var að auglýsa þetta starf um miðjan síðasta mánuð. Hér með er biðlað til fólks að gaumgæfa hvort það gæti ekki tekið þetta að sér.

...
Meira

Vegna ófærðar er skólahaldi í grunnskóladeild Reykhólaskóla frestað til kl. 11 í fyrramálið, mánudaginn 15. apríl. Hætta er á enn frekari seinkun og því eru foreldrar hvattir til að fylgjast vel með heimasíðu og Facebooksíðu skólans.

...
Meira

Vegna illviðris er aðalfundi Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum, sem halda átti í Reykhólaskóla í kvöld, frestað um sinn.

...
Meira
Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
1 af 6

Lilja á Grund, heiðursborgari Reykhólahrepps, var jarðsungin í Reykhólakirkju í dag og jarðsett í kirkjugarðinum á Reykhólum, höfuðbólinu þar sem hún fæddist fyrir liðlega níu áratugum. Hér ól hún nánast allan aldur sinn, fyrst á Reykhólum og síðan lengst af á Grund, sem á sínum tíma byggðist í landi Reykhóla, aðeins einn kílómetra frá fæðingarstaðnum. Þrjú fyrstu æviárin var heimili Lilju á Hólum í Hjaltadal. Síðar var hún í unglingaskóla á Flateyri og í húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Síðustu æviárin var Lilja búsett í Barmahlíð á Reykhólum og hafði glugga sem vissi heim að Grund.

...
Meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm., oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir alþm., oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.

Eins og hér kom fram var Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri, alþingismaður og oddviti VG í Norðvesturkjördæmi, á yfirreið um Reykhólasveit í fyrradag ásamt félögum sínum. Þá voru þau búin að vera með fundi á Bíldudal og Patreksfirði. „Það er sammerkt með þessum stöðum, að hjá heimamönnum ríkja kraftur og bjartsýni hvað varðar allt mannlíf og uppbyggingu atvinnulífsins. Þetta eykur manni trú á að að við séum búin að vinna okkur út úr kreppunni. Núna blásum við til öflugrar lífskjarasóknar,“ sagði Lilja Rafney í samtali við vefinn.

...
Meira
Frá fyrstu umferðinni þegar lið Barðstrendinga og Breiðfirðinga kepptu. Ljósm. jr.
Frá fyrstu umferðinni þegar lið Barðstrendinga og Breiðfirðinga kepptu. Ljósm. jr.

Breiðfirðingafélagið keppir við Norðfirðingafélagið í úrslitum Spurningakeppni átthagafélaga sem fram fer í Breiðfirðingabúð 24. apríl. Breiðfirðingar sigruðu Skaftfellinga 19-16 í undanúrslitum í gær en Norðfirðingar unnu Dýrfirðinga 20-16. Sextán félög tóku þátt í keppninni, sem er útsláttarkeppni. Athygli vakti, að níu þeirra eru með rætur á Vestfjarðakjálkanum og kringum Breiðafjörð.

...
Meira
12. apríl 2013

Útför Lilju á Grund

Lilja Þórarinsdóttir.
Lilja Þórarinsdóttir.

Lilja Þórarinsdóttir (Lilja á Grund) verður jarðsungin frá Reykhólakirkju kl. 14 í dag, föstudag. Að athöfn lokinni verður erfisdrykkja í íþróttahúsinu á Reykhólum.

...
Meira

Hreppsskrifstofan á Reykhólum verður lokuð frá kl. 12 á morgun, föstudag, vegna útfarar Lilju Þórarinsdóttur, heiðursborgara Reykhólahrepps.

...
Meira
Matthías Lýðsson spjallar við fundargesti í SjávarSmiðjunni.
Matthías Lýðsson spjallar við fundargesti í SjávarSmiðjunni.

Þrír frambjóðendur VG komu í heimsókn í Reykhólahrepp í gær, þau Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri, oddviti listans, Lárus Ástmar Hannesson í Stykkishólmi, sem skipar annað sætið, og Strandamaðurinn Matthías Lýðsson, sem skipar fjórða sætið. Þau hittu sveitarstjóra og heilsuðu upp á fólk í Barmahlíð en síðan þurfti Lilja Rafney að halda áfram för sinni í Borgarnes.

...
Meira
Harpa Eiríksdóttir í afgreiðslu sýningarinnar á liðnu sumri.
Harpa Eiríksdóttir í afgreiðslu sýningarinnar á liðnu sumri.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf núna í sumar. Um er að ræða 50% stöðu. Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, duglegir og samviskusamir og hafi gaman af samskiptum við fólk. Nauðsynlegt er að hafa góða þekkingu á héraðinu og því sem það hefur að bjóða.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31