Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
Á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum.
Lilja í heimsókn í fjárhúsunum á Grund.
Systkinin Lilja, Hjörtur og Anna.
Lilja á Grund var glæsileg kona.
Fagurt var veður og hreint þegar Lilja Þórarinsdóttir á Grund var jarðsungin.
Lilja á Grund, heiðursborgari Reykhólahrepps, var jarðsungin í Reykhólakirkju í dag og jarðsett í kirkjugarðinum á Reykhólum, höfuðbólinu þar sem hún fæddist fyrir liðlega níu áratugum. Hér ól hún nánast allan aldur sinn, fyrst á Reykhólum og síðan lengst af á Grund, sem á sínum tíma byggðist í landi Reykhóla, aðeins einn kílómetra frá fæðingarstaðnum. Þrjú fyrstu æviárin var heimili Lilju á Hólum í Hjaltadal. Síðar var hún í unglingaskóla á Flateyri og í húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Síðustu æviárin var Lilja búsett í Barmahlíð á Reykhólum og hafði glugga sem vissi heim að Grund.
...
Meira