Leikverk um Sigvalda Kaldalóns í Tjarnarlundi
Saga tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns, sem á sínum tíma var læknir í Flatey og líka við Ísafjarðardjúp innanvert (kenndi sig við Kaldalón í Inndjúpi), er rakin í leikverki sem flutt verður í Tjarnarlundi í Saurbæ í kvöld, síðasta vetrardag. Sýningin hefst kl. 20.30. Höfundur verksins og leikari er Elfar Logi Hannesson frá Bíldudal (Kómedíuleikhúsið á Ísafirði) en hljóðfæraleikari og leikkona er Dagný Arnalds.
...Meira