Jóhanna María Sigmundsdóttir bóndi á Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp ræðir við fundargesti.
Ásmundur Einar svarar spurningum.
Líklega hafa aldrei verið eins margir bílar við SjávarSmiðjuna á Reykhólum.
Grunnur kortsins er af vef Landmælinga Íslands - lmi.is.
Um þrjátíu manns komu á fundinn sem frambjóðendur Framsóknar efndu til á Reykhólum í dag og mátti þar sjá „allra flokka kvikindi“ eins og vera ber. „Við erum mjög ánægð með fundarsóknina,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti Framsóknar í NV-kjördæmi eftir fundinn. „Menn spurðu okkur margs, ekki síst um samgöngumál, landbúnað og atvinnumál yfirleitt. Andinn á fundinum var mjög góður. Það er ánægjulegt að koma á svona stað þar sem verið er að reyna að gera eitthvað nýtt. Það er alveg ljóst að á Reykhólum eru mikil tækifæri til atvinnusköpunar og íbúafjölgunar, hvort sem það er kringum heita vatnið eða landbúnaðinn eða annað,“ sagði Gunnar Bragi.
...
Meira