Tenglar

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins halda almennan opinn fund í SjávarSmiðjunni á Reykhólum kl. 20 annað kvöld, sunnudag. Á fundinn koma fjögur efstu á lista flokksins í NV-kjördæmi, þau Einar Kristinn Guðfinnsson, Haraldur Benediktsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Sigurður Örn Ágústsson. Á fundinum spjalla þau við gesti og svara fyrirspurnum.

...
Meira
Eyþór Jóvinsson.
Eyþór Jóvinsson.

Fyrir tuttugu árum var ég í blómlegum grunnskóla á Flateyri ásamt 57 öðrum nemendum. Fjórir af þeim búa nú enn á Flateyri. 53 hafa ákveðið að yfirgefa Flateyri og flytja á brott. Árið 1992 voru íbúar Flateyrar 400 talsins. Í dag eru íbúar Flateyrar innan við tvö hundruð. Helmingurinn er farinn á tuttugu árum. Það sem verra er, að sú kynslóð sem ætti að vera að byggja upp framtíð Flateyrar er sú kynslóð sem er farin. Flutt frá Flateyri.

...
Meira
Eggert Björnsson sjóklæddur við Vinfast á Reykhólum sumarið 2009.
Eggert Björnsson sjóklæddur við Vinfast á Reykhólum sumarið 2009.

Meðal þeirra sem fengu verkefnastyrki frá Menningarráði Vestfjarða að þessu sinni er bátasmiðurinn Eggert Björnsson á Patreksfirði. Honum voru veittar 400.000 krónur og nefnist verkefnið Bátasmíði - arfur fortíðar. Þarna er um að ræða gerð kennslubókar í smíði báta af þeirri gerð hlunnindabáta sem tíðkaðist ekki síst í Breiðafjarðareyjum á fyrri hluta síðustu aldar og raunar löngu fyrr. Eggert hefur nánast frá upphafi verið virkur í Félagi áhugamanna um um bátasafn Breiðafjarðar, sem jafnframt hlaut frá Menningarráði rekstrarstyrk upp á 1.200 þúsund krónur eins og hér var greint frá í gær.

...
Meira
Eggert Björnsson er meðal þeirra sem fengu verkefnastyrki. Myndin var tekin á Reykhólum fyrir nokkrum árum.
Eggert Björnsson er meðal þeirra sem fengu verkefnastyrki. Myndin var tekin á Reykhólum fyrir nokkrum árum.

Menningarráð Vestfjarða tilkynnti í gær um úthlutun tvenns konar styrkja, annars vegar stofn- og rekstrarstyrkja til stofnana, félaga og fyrirtækja á sviði menningarstarfsemi og hins vegar verkefnastyrkja til afmarkaðra menningarverkefna. Skrá um fyrrgreindu styrkina birtist hér á vefnum í gær en hér kemur skráin um verkefnastyrkina, sem eru 56 talsins.

...
Meira
1 af 2

„Hið hræðilega slys sem varð í áburðarverksmiðju í smábænum West í Texas í gær er alvarleg áminning um mikilvægi virkra öryggismála,“ segir í fréttatilkynningu frá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. „Enda þótt engin eldfim efni séu notuð eða geymd hjá Þörungaverksmiðjunni umfram nauðsyn til tækja- og áhaldahreinsunar tiheyrir starfsemin efnaiðnaðinum eins og flest fyrirtæki FMC Corporation, aðaleiganda verksmiðjunnar. Í kjölfar slyssins í Texas hefur FMC sent bréf til allra starfsstöðva sinna þar sem ítrekað er mikilvægi öryggismála og réttra verkferla.“

...
Meira
Frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.
Frá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum.

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum og Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar fá hvort um sig kr. 1.200.000 í stofn- og rekstrarstyrki frá Menningarráði Vestfjarða, en tilkynnt var um úthlutunina í dag. Slíkir styrkir eru 16 að þessu sinni og eru þessir tveir meðal þeirra hæstu. Verkefnastyrkir frá Menningarráði sem einnig var tilkynnt um eru 56 að þessu sinni. Listi yfir stofn- og rekstrarstyrkina er hér fyrir neðan en verkefnastyrkirnir verða birtir með sama hætti hér á vefnum á morgun.

...
Meira
19. apríl 2013

Biðin langa?

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.

„Það harðnar því stöðugt á dalnum hjá sívaxandi hópi. Það fólk þolir enga bið. Það er langt síðan að fullreynt var að ríkisstjórnarflokkarnir myndu ekkert gera. Úr þeirri átt er einskis frekar að vænta. Það hefur legið fyrir lengi. Nú er það boðað að þennan vanda megi leysa með fjármunum sem ef til vill fáist með samningum við útlenda kröfuhafa í eignir gömlu bankanna. Það er gott og blessað. En hvenær? Hve mikið? Hvernig? Þessum spurningum getur enginn svarað.“

...
Meira
Ólína Kristín Jónsdóttir.
Ólína Kristín Jónsdóttir.

Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II í Reykhólasveit var kosin formaður Barðstrendingafélagsins á aðalfundi þess í gærkvöldi, en Snorri Jóhannesson gaf ekki kost á sér til formennsku áfram. Ólína hefur verið varaformaður síðasta árið. Auk Snorra gekk Ásta Jónsdóttir úr stjórninni. Hugrún Einarsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku færðist upp í aðalstjórn. Ný í varastjórn komu Gauti Eiríksson frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit og Þórunn Haraldsdóttir frá Patreksfirði.

...
Meira
Daníel í fjósinu á Ingunnarstöðum. Ljósm. reykholar.is.
Daníel í fjósinu á Ingunnarstöðum. Ljósm. reykholar.is.

Lögfræðingur í atvinnuvegaráðuneytinu segir í samtali við mbl.is í dag, að afgreiðsla stjórnsýslukæru Daníels á Ingunnarstöðum sé í eðlilegum farvegi. Laust eftir miðjan nóvember eða fyrir fimm mánuðum kærði Daníel til ráðuneytisins þá ákvörðun Matvælastofnunar að svipta hann starfsleyfi. Síðan hefur Daníel hellt niður allri mjólk sem ekki nýtist á búinu. Núna er hann búinn að hella niður yfir hundrað þúsund lítrum af mjólk.

...
Meira
Eins konar grímudansleikur.
Eins konar grímudansleikur.
1 af 2

Misjafnt er eftir landshlutum hvenær „maskadagurinn“ er haldinn (d. maske: gríma) og hvaða venjur fylgja þeim degi á hverjum stað. Barmahlíð á Reykhólum á sinn eiginn maskadag auk hinna. Í dag var starfsfólkið í Barmahlíð í alls konar múnderingum og með alls konar grímur og allir í þrifum. „Já, þetta er bara eitthvað til gamans. Við reynum alltaf fyrir Barmahlíðardaginn að taka sérlega vel til og flikka svolítið upp á heimilið. Núna erum við að reyna að vera alveg sérstaklega hátíðleg til að halda upp á 25 ára afmælið. Annars má segja að þetta sé árlegur tiltektardagur fyrir Barmahlíðardaginn,“ segir Þuríður Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31