D-listinn í SjávarSmiðjunni á Reykhólum
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins halda almennan opinn fund í SjávarSmiðjunni á Reykhólum kl. 20 annað kvöld, sunnudag. Á fundinn koma fjögur efstu á lista flokksins í NV-kjördæmi, þau Einar Kristinn Guðfinnsson, Haraldur Benediktsson, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Sigurður Örn Ágústsson. Á fundinum spjalla þau við gesti og svara fyrirspurnum.
...Meira