Tenglar

18. febrúar 2021

Endurbætur á Reykhólahöfn

Reykhólahöfn á sumarkvöldi mynd SR
Reykhólahöfn á sumarkvöldi mynd SR
1 af 9

Núna á dögunum var kveikt á nýjum stefnuvita á sjóvarnagarðinum við höfnina á Reykhólum. Stefnuvitinn er til leiðbeiningar um staðsetningu skipa í innsiglingarrennu að höfninni. Hann virkar í stuttu máli þannig að 3 ljós eru á vitanum, rautt, hvítt og grænt, ef eingöngu hvíta ljósið er sýnilegt, eru sjófarendur á réttum stað í rennunni.

 

Einnig var sett hliðarmerki austan við enda innsiglingarrennunnar fjær höfninni, sem er grænn staur eða bauja með ljósmerki.

Á framkvæmdaáætlun siglingasviðs Vegagerðarinnar 2021 – 2024 er endurbygging og stækkun stálþilsbryggjunnar. Stækkunin er lenging á viðlegukanti til SV, þannig að bryggjan sem er eins og L í laginu verður T laga.

 

Bætir það umtalsvert aðstöðu fyrir stærri flutningaskip, en erfiðleikar hafa stundum verið með þau við bryggjuna, ekki síst í hvassviðri vegna þess að þau eru lengri en viðlegukanturinn.  Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og ættu framkvæmdir að geta hafist í upphafi næsta árs.

 

Undirbúningur er raunar hafinn, verið er að jafna botninn og grafa skurð þar sem viðbótin á bryggjuna kemur. Svo heppilega vildi til að dýpkunarprammi frá Hagtaki Hf. sem notaður var við að hreinsa innsiglingarrennuna í fyrrasumar, var geymdur við bryggju á Reykhólum í vetur og því til taks í þetta verkefni. Til gamans má geta þess að prammastjórinn, Gunnar Oddur Halldórsson er ættaður frá Ingunnarstöðum og hefur mikið verið hér í sveit, á unglingsárum í sveit á Kambi og síðar við vinnu á þungavinnuvélum.

Flestar myndirnar tók Finnur Árnason um borð í Gretti, þegar menn frá vegagerðinni voru að stilla og ganga frá innsiglingarmerkjunum.

 

Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnarstaðir – Þórisstaðir

Opnun tilboða 16. febrúar 2021. Nýbygging Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð.

Innifalið í verkinu er bygging 260 m langrar steyptar brúar á Þorskafjörð.

 

Niðurstöður voru þessar:

Bjóðandi

Tilboð kr.

Hlutfall

Frávik þús.kr.

Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík

2.945.670.171

141,7

709.056

Ístak hf., Mosfellsbæ

2.602.461.896

125,2

365.848

ÞG verktakar, Reykjavík

2.414.788.625

116,2

178.174

Þróttur ehf., Akranesi

2.265.076.550

109,0

28.462

Suðurverk hf., Kópavogi

2.236.614.223

107,6

0

Áætlaður verktakakostnaður

2.078.354.246

100,0

-158.260

17. febrúar 2021

Augnlæknir í Búðardal

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku

á Heilsugæslustöðinni í Búðardal fimmtudaginn 25. febrúar nk.

 

Tímapantanir alla virka daga í síma 432 1450,

milli kl. 9:00 og kl. 15:00.

 

17. febrúar 2021

Hársnyrting á Reykhólum

Sonja klippari verður hér á Reykhólum þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. feb.  

Tímapantanir á Facebook síðu hennar Sonja klippari eða í síma 866-9672

Opið fyrir umsóknir í Lóu - nýjan nýsköpunarsjóð landsbyggðarinnar -

í fyrsta sinn!

 

Umsóknarfrestur til 9. mars.


Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra auglýsir eftir umsóknum um Lóu - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina.

 

Hlutverk styrkjanna, sem nú verða veittir í fyrsta sinn, er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.

 

Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar vegna fyrirhugaðar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

 

Reykhólahreppur óskar eftir að ráða tvo sumarstarfmenn í 75-100% starf á Reykhólum við að sinna stuðningsþjónustu hjá 14 ára stúlku, í júní, júlí og ágúst. Vinnutími væri mánudaga til föstudaga frá 9:00-15:00.

 

Mjög skemmtilegt og krefjandi starf sem gæti hentað vel fyrir vinkonur eða par.

 

Möguleiki er á 100% starfi innan hreppsins og hjálp við að finna hentugt húsnæði ef starfsmenn óska þess.

 

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars.

 

Laun eru samkvæmt taxta Verk-Vest.

 

Umsóknir sendist Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir má einnig senda á

felagsmalastjori@strandabyggd.is.

 

 

 

11. febrúar 2021

112-dagurinn á Reykhólum

112-dagurinn er í dag, 11. feb. (11.2.) Björgunarsveitin Heimamenn og slökkvilið Reykhólahrepps eru viðbragðsaðilar sveitarfélagsins og keyrðu í tilefni dagsins hring um Reykhóla með blikkljósin á.

 

Var bílunum svo lagt fyrir framan grunnskólann og fólk gat komið og skoðað bílakost þessara viðbragðsaðila og smellt af mynd.

 

Meðfylgjandi myndir tók Ágústa Ýr Sveinsdóttir.

 



9. febrúar 2021

Fornleifaskráning í Flatey.

Komin er hér á vefinn skýrslan Fornleifar í Flatey, hún er hér til vinstri undir Byggð og saga - skýrslur. Fornleifastofnun Íslands vann skýrsluna í samvinnu við Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna. Þarna er að finna gríðarmikinn fróðleik í máli og myndum, á liðlega 200 bls.

 

Inngangur skýrslunnar hefst svo:

Á öldum áður var talsverð byggð í mörgum af eyjum Breiðafjarðar en nú er svo komið að allar eyjarnar eru fallnar í eyði nema Flatey enda mikil hlunnindajörð og landgæði þar mjög góð. Í Flatey er enn búið árið um kring og eru að auki fjölmörg hús í eyjunni í notkun yfir sumartímann auk þess sem þangað liggur talsverður straumur ferðamanna. Því eru enn mikil umsvif í eyjunni, sér í lagi yfir sumarmánuðina.

 

Að öllum líkindum hefur Flatey verið þungamiðja gamla Flateyjarhrepps og Breiðafjarðar allt frá fyrstu öldum byggðar. Eyjan á sér því langa og merka sögu. Hennar er getið í Landnámu og víða í Íslendingasögum, fornbréfum, annálum, ferðabókum og jarðatölum svo eitthvað sé nefnt. Sóknarkirkja hreppsins var þar frá fornu fari, Ágústínusarklaustur um skamma hríð á seinni hluta 12. aldar auk þess sem staðurinn var verslunarstaður um aldir.

 

1 af 4

Vegagerðin varar við bikblæðingum á vestanverðum Svínadal og í Reykhólasveit.

 

Tengill á frétt á ruv.is. https://www.ruv.is/frett/2021/02/05/vara-vid-bikblaedingum-i-svinadal-og-reykholasveit

 

Uppfærð frétt 5. 2.:

Vegagerðin hefur lækkað ásþunga á Þjóðvegi (1) á milli Borgarness og Varmahlíðar, og á Vestfjarðavegi (60) frá Dalsmynni að Reykhólasveit, sjá hér.

Þórir Bergmundsson háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku

á Heilsugæslustöðinni í Búðardal, mánudaginn 15. febrúar nk.

 

Tímapantanir eru á opnunartíma heilsugæslunnar frá kl. 9:00 til kl. 15:00 í síma 432 1450

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30