Um 90 manns þágu boð Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum á laugardag og fóru með Gretti í skemmtisiglingu. Veður var eins gott og hægt er að hugsa sér, glampandi sólskin, stafalogn og hiti. Siglt var um eyjar og sker inn með Skarðsströndinni og inn fyrir Hrútey og náttúrufegurðarinnar breiðfirsku notið. Þegar komið var í höfn á Reykhólum á ný var boðið upp á grillaðar pylsur á bryggjunni og bættist þar í fjölmennið heimilisfólk og starfsfólk í Barmahlíð.
...Meira