Tenglar

1 af 3

Um 90 manns þágu boð Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum á laugardag og fóru með Gretti í skemmtisiglingu. Veður var eins gott og hægt er að hugsa sér, glampandi sólskin, stafalogn og hiti. Siglt var um eyjar og sker inn með Skarðsströndinni og inn fyrir Hrútey og náttúrufegurðarinnar breiðfirsku notið. Þegar komið var í höfn á Reykhólum á ný var boðið upp á grillaðar pylsur á bryggjunni og bættist þar í fjölmennið heimilisfólk og starfsfólk í Barmahlíð.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

„Ég geri ekki ráð fyrir að það starfsfólk sem samdi þetta bréf sé á Patreksfirði, því þar vita þau ósköp vel að leið mín liggur ekki þangað að sækja þjónustu þó þar sé sjálfsagt hið besta starfsfólk. Bæði er vegalengdin yfir 200 km aðra leið, þannig að ég þyrfti á fimmta hundrað km að aka til að sækja þessa þjónustu, og auk þess eru þarna yfir 50 ára gamlir fjallvegir sem verða ófærir að vetrarlagi og um eyðibyggðir að aka þar sem ekki er völ á aðstoð, komi eitthvað fyrir. Mér finnst því í hæsta máta ósvífið af Landsbankanum að bjóða mér persónulega þjónustu á Patreksfirði.“

...
Meira

Í dreifibréfi um sumartímann í Grettislaug á Reykhólum, sem borið var í hús í sveitarfélaginu fyrir stuttu, misritaðist tíminn þegar laugin er opin um helgar á tímabilinu 1.-17. júní. Þar segir að laugin sé á þessum tíma opin um helgar kl. 10-20 en hið rétta er kl. 14-20. Í dag er fyrsti laugardagur í júní og þess vegna reyndi á þetta strax núna um tíuleytið.

...
Meira

Íbúum Reykhólahrepps gefst kostur á að kaupa 240 l sorptunnur til nota utandyra á kr. 5.000. Einnig eru í boði ílát til jarðgerðar eða moltugerðar úr lífrænum úrgangi á kr. 30.000. Þeir sem vilja nýta sér þetta eru beðnir að panta á skrifstofu Reykhólahrepps fyrir miðvikudag í síma 434 7880 eða netpósti. Um er að ræða tímabundið tilboð vegna hagstæðra flutninga með gámum, sem verða munu á nýja gámasvæðinu á Reykhólum.

...
Meira

Í dag, 1. júní, er flokkun sorps í Reykhólahreppi formlega hafin. Með réttri flokkun má draga umtalsvert úr magni úrgangs sem fer til urðunar og auka það magn sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar. Enn er verið að vinna við frágang gámasvæðisins á Reykhólum en það hefur þó ekki áhrif á móttöku á flokkuðu sorpi frá íbúum og fyrirtækjum. Gámaþjónusta Vesturlands mun á næstu dögum koma fyrir grænum tunnum á grenndarstöðvum í sveitarfélaginu og afhenda lykla að þeim.

...
Meira
Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.

„Það kom eins og köld vatnsgusa framan í mig þegar mér var sagt nýlega, að Vogaland væri selt og á eina milljón króna. [...] Enga fann ég bókun um söluna í fundargerðum hreppsnefndar, hvorki samþykkt fyrir því að selja ætti Vogaland né heldur fyrir gerðum hlut. Nú vantar mig skýringar: Hvers vegna selja Vogaland án auglýsingar? Hvers vegna selja Vogaland án samþykktar hreppsnefndar (lögbrot)? Hvers vegna þennan feluleik?“

...
Meira
Úr Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1966.
Úr Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1966.
1 af 7

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt Hjalta Hafþórssyni á Reykhólum myndarlegan fjárstyrk til að endursmíða Vatnsdalsbátinn svonefnda. Hjalti hafði sótt um styrk til þessa verkefnis frá Menningarráði Vestfjarða við síðari úthlutun síðasta árs en verið hafnað. Vatnsdalsbáturinn fannst 1964 í kumli (legstað úr heiðnum sið) í Vatnsdal við sunnanverðan Patreksfjörð. Verkefni Hjalta nefnist Horfin verkþekking.

...
Meira
Króksfjarðarnes / Árni Geirsson.
Króksfjarðarnes / Árni Geirsson.

Upp er runninn síðasti dagur bankastarfsemi í Króksfjarðarnesi. Á þessum tímamótum hafa vef Reykhólahrepps borist óskir frá fólki í héraðinu um að birta kveðjur og þakkir til Sóleyjar og Ingunnar fyrir frábær störf og frábæra þjónustu gegnum árin. „Þeirra verður sárt saknað meðal okkar viðskiptavinanna“, segir í einu tölvuskeyti.

...
Meira
Patreksfjörður / Mats.
Patreksfjörður / Mats.

Sjómannadagurinn hefur löngum verið haldinn hátíðlegur með meiri krafti á Patreksfirði en annars staðar. Eða eins og aðstandendur hans segja: „Þetta er stærsta hátíð Sjómannadagsins á Íslandi og hefur svo verið í fjölda ára.“ Dagskráin hefst annað kvöld, fimmtudag. Síðan rekur hver viðburðurinn annan þindarlítið og hátíðinni lýkur ekki fyrr en klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Atvinnurekendur í héraði hafa gjarna gefið frí daginn eftir að hátíðinni lýkur.

...
Meira

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum verður opnuð kl. 11 á föstudag, 1. júní. Frítt verður inn fyrsta daginn og er fólk hvatt til að nýta sér það og skoða viðbæturnar og breytingarnar frá því í fyrra. Létt leiðsögn um sýninguna verður kl. 13 og 15. Þar fá gestir að kynnast æðarfuglinum á skemmtilegan hátt og kíkja aðeins í dúnleit og ekki má gleyma nýsmíðinni sem er til sýnis.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31